Skyldi það vera eignarhald amerískra vogunarsjóða á bönkunum????
Nei, þeir eiga við ímyndunarvanda að stríða, eins og íslensku eldfjöllin, í raun eru þetta bestu skinn, bara misskilin.
Skyldi það vera um alla þá leyndarhyggju sem ríkir í samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn????
Nei, slíkt var aðeins ljótt hjá íhaldinu enda má það ekki eiga leyndarmál, þau eru nefnilega ljót eins og dæmin sanna. En það er ekkert við AGS að sakast og óþarfi að hnýta í þau heiðurssamtök, þrautreynd velferðasamtök alþjóðlegra fjárfesta. Og rætur VG lágu í velferð svo líkur sækir líkan heim.
Skyldi það vera eitthvað út af súpueldhúsunum hinum nýju????
Nei, allir vita að útvera er holl, og margt af því fólki sem þar stendur hefur ekki farið út fyrir dyr í langa herrans tíð, allavega ekki meðan það hafði vinnu og reyndi að vinna fyrir skuldum sínum.
Og því miður er ekki verið að álykta gegn ránskap verð og gengistryggingar og afleiðing þeirra rána á fjárhag heimilanna.
Í alvöru talað, ég hélt að augu þessa ágætu vesalings barna myndi opnast þegar þau horfðu á óð Sophie Scholl um betri heim, manneskjulegan heim. Að þau yrðu snortin á staðfestu hennar að standa á hugsjónum sínum, og meta samvisku sína meir en eigið líf, ef það líf átti að vera í kúgun og þrældómi (skulda???).
En svo mundi ég eftir því að myndin var bönnuð börnum, fallexi er ekki eitthvað sem er hollt fyrir ungar óþroskaðar sálir. Þær gætu til dæmis hræðst að hafa hugsjónir og kæft alla samvisku i fæðingu að ótta við exina.
En stálust litlu börnin til að horfa, og urðu þau hrædd?????
Töldu kannski rétt að sýna flokkstryggð og álykta út frá pólitískri rétthugsun????????
Nú vitum við það, Samtök iðnaðarins eru pólitísk hagsmunarsamtök.
En þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir mig. Aðeins stórpólitísk samtök leggja til skattgreiðslur handa bretum svo öruggt er að að meðlimir þess verða skattlagðir til andskotans svo hægt sé að standa skil á aukaskattinum.
Varla eru samtök iðnaðarins að leggja til að velferðarkerfið verði lagt niður??? Dó ekki sú frjálshyggja haustið 2008????
Veit ekki en Samtök iðnaðarins eru allavega ekki hagsmunasamtök. Bein afleiðing af heljarstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er skipbrot innlendrar framleiðslu, sjóðurinn er ekki góðgerðarstofnun alþjóðlegra fjárfesta fyrir ekki neitt.
Og upptaka evrunnar mun sjá um restina.
Nei, jafnvel Æri Tobbi kom því ekki að í öfugmælavísur sínar að SI væru hagsmunasamtök en það er ágætt að börnin sem landið eiga að erfa, skuli skilja sumar staðreyndir sem við blasa.
Næst fáum við kannski ályktun sem bannar Kötlu að gjósa, því hún skemmir hagvaxtarspá Seðlabankans sem var forsenda IcEsave þrældómsins. Slík ályktun myndi heldur ekki styggja neinn í sinni tómhyggju og ótta við að segja eitthvað um þau mál sem brenna á þjóðinni.
En hvernig læt ég, var búinn að gleyma að ég er að blogga um vesalings, vesalings, vesalings litlu börnin í VG.
Nær væri að segja Bí Bí og blaka því klukkan er eitthvað gengin í hálfellefu.
"Álftirnar kvaka".
Kveðja að austan.
Segja SI pólitísk hagsmunasamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 261
- Sl. sólarhring: 845
- Sl. viku: 5992
- Frá upphafi: 1399160
Annað
- Innlit í dag: 222
- Innlit sl. viku: 5077
- Gestir í dag: 214
- IP-tölur í dag: 211
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Ég finn mig knúna til að benda þér á heimasíðu ungra vinstri grænna www.vinstri.is en þar geturðu séð allar ályktanir UVG undir liðnum "fréttir"
Á þessu starfsári hafa verið að koma u.þ.b. tvær ályktanir frá hreyfingunni í hverjum mánuði.
Njóttu lestursins.
Snærós
Snærós Sindradóttir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 08:09
Blessuð Snærós.
Geri það glaður eftir að þú hefir lesið pistla mína um Sophie Scholl.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 08:19
Eins og íslensku eldfjöllin?? Heiðurssamtök?? rautreynd velferðarsamtök??? Þú segir nokkuð, Ómar. En góður dómur. Icesave-kúgunin gegn íslenskum skattborgurum verður seinni dómur um mannréttindabrot ef við náum ekki að fá ólögin ógild. Og þó Icesave-sinnar hafi gerti lítið úr þeirri skoðun. Og varðandi VG: Það skiptir engu hvað segir í neinum ályktunum og stefnuyfirlýsingum frá þeim, Snærós. Það verður allt svikið. Það vita þeir sem kusu flokkinn síðast.
Elle_, 28.4.2010 kl. 11:02
Nei, þrautreynd velferðarsamtök.
Elle_, 28.4.2010 kl. 11:03
Blessuð Elle.
Ég var nú bara að hæðast að greyunum.
En ég og þú erum dæmi um fólk sem kaus að trúa og treysta, og við vorum svikin.
En blessuð börnin fatta ekki af hverju.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 11:28
Aldrei skal ég trúa því að þið tvö hafið kosið landsöluhyskið í kosningunum!
Þórarinn Baldursson, 28.4.2010 kl. 14:52
Jamm og jæja Þórarinn, svona var það nú.
Ekki lýsir það góðu innræti að selja land sitt, við erum sammála um það.
En hvað sem má segja um félaga mína i VG, þá höfðu þeir ekkert að selja fyrr en í feb 2009, og þá reyndust þeir kaupmenn góðir.
En landið var selt miklu fyrr.,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2010 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.