Eiga lífsviðhorf Sophie Scholl erindi til almennings á Íslandi í dag???

 

Er íslenskt þjóðfélag siðað????

Svarið er mjög einfalt, Já.  

Eru núverandi stjórnvöld siðuð???

Svarið er mjög einfalt, Nei.

Ekkert siðað stjórnvald telur það sér til hrós að eyða 2 milljörðum í hækkun vaxtabóta með þeim orðum að ekki sé meira að hafa úr ríkissjóði til aðstoðar skuldugum barnafjölskyldum en á sama tíma standa þau í leynisamningum við erlenda fjárkúgara um að afhenda þeim 507 milljarða af almannafé, af því bara. 

Ekkert siðað stjórnvöld lætur þúsundir manna standa í biðröð eftir mat hjá góðgerðarfélögum í landi sem er umflotið mat og á næga orku til að rækta ógrynni af hollu grænmeti og næga bithaga fyrir allt það kvikfé sem landsmenn geta torgað.

Ekkert siðað stjórnvald stefnir að því að skuldsetja almannasjóð fyrir um 60% af ráðstöfunartekjum sínum.

Slíkt gera aðeins vinnumenn auðræðis og arðræningja og siðblinda og ómennska er sá eiginleiki sem kerfið krefst af stjórnendum sínum.

Og hvort sem fólki líkar það betur eða verr, þá er mennska og mannúð eina vopnið sem auðræðið óttast. 

Að fólk hafi samvisku og samhygð til að þekkja  muninn á réttu og röngu og þrek til að hafna rangindum.  

 

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýndi ljóslega, svo um það verður ekki rifist, hvernig auðræðið lagðist eins og mara yfir þjóðina á árunum uppúr aldamótunum, og hvernig það rændi bankanna og almenning.  Hún sannar algjöran forsendubrest verðtryggingarinnar, kerfi sem var hugsað til vernda nafnvirði lána gegn áhrifum verðbólgu, en ekki kerfi til að færa rán yfir á almenning.

Þegar svikamylla auðræðisins komst í þrot haustið 2008 þá lagði kerfið ekki upp laupanna, það náði að flýja í skjól Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fékk þaðan þann styrk sem þurfti til að endurskapa nýtt auðrán, nýjar misþyrmingar á almenningi.

Pólitískt stóð það höllum fæti en þar sem forhertir snillingar ráða för, þá var mótleikurinn klassískur hjá þeim sem kunna að deila og drottna,  flokkur andófsins var innlimaður í valdið með þeirri gulrót að hann gæti ljáð auðræðinu mannúð einhvers sem leikfléttusmiðirnir ákváðu að kalla "norræna velferðarstjórn".  Álíka gáfulegt innan kerfis auðræðis eins og þegar nasistar gerðu samning við leiðtoga gyðinga í Þýskalandi um mannúðlega útrýmingu, eins og slíkt væri til.  

Um þá samvinnu var gerð átakanlega kvikmynd sem ég man ekki hvað heitir en mér ennþá minnisstætt orð eins "samvinnumannsins" þegar ljóst var að fjölskylda hans skyldi fara á endastöðina, að þá sagði hann"og ég gerði allt sem þið kröfðust".  

Það er einu sinni þannig að þeir sem aðhyllast mannúð og mennsku, þeir semja ekki við handbendi ómennskunnar.  Þeir slá ekki af kröfum sínum um að samfélagið eigi að vera réttlátt og sanngjarnt.  Jafnvel þó einhver pólitísk hugsjónarstefna eins og kommúnisminn eða hagfræðileg villutrú eins og auðránið telji slíkt nauðsynlegt

Og lífsviðhorf  Sophie Scholl eru leiðarljós sem geta lýst fólki þegar kemur að glímu við hagfræðileg ómenni sem telja mannfórnir forsenda endurreisnar og hagvaxtar.

Endurreisn samfélags getur aldrei byggst á blóðfórnum barnafólks sem rís ekki undir skuldum sínum.  Hvernig sem þær eru til komnar.

Það skiptir ekki máli hvort hamfarir séu tilkomnar vegna athafna manna eða náttúru, siðuð þjóð aðstoðar þá sem lenda í hremmingum og deilir byrðum og kostnaði réttlátlega á milli sín.  

Siðuð þjóð skilur ekki hluta almennings eftir í skítnum svo restin geti áfram haldið að hafa það gott.  

Siðuð þjóð leiðréttir verðtryggð og gengislán þannig að þau séu réttlát og siðuð þjóð hendir ekki fólki úr húsum sínum vegna skulda eða tekjumissis atvinnuleysisins.

 

Íslendingar eru siðuð þjóð sem hefur staðið saman á erfiðleikatímum.  En eitthvað brast við Hrunið og þjóðina skorti þrek til að andæfa gegn hinum nýju vinnumennum auðræðisins.  Þjóðin lætur auðleppa á fjölmiðlum og í háskólasamfélaginu teyma sig á asnaeyrum með orðaleppum eins og uppgjör við fortíðina, þegar ógnaröfl fortíðarinnar eru á fullu að eyðileggja framtíð okkar.  

Það er eitthvað tóm í siðferðisþreki okkar sem gerir okkur ókleyft að rísa upp gegn óréttlæti og órétti.  Við vitum öll að unga fólkið stendur ekki undir Hrunskuldunum en samt aðhöfumst við ekkert.

Það er eins og við séum hætt að þekkja muninn á réttu og röngu, eða við höfum ekki þrek til að segja satt og standa við sannfæringu okkar.

 

Þess vegna er gott að kynna sér orðræðu Sophie.  Í næsta pistli ætla ég að taka fram ákveðinn kjarna hennar sem mér finnst eiga erindi við okkur.  Að sjálfsögðu eru svona orð á blaði aðeins dauft endurvarp af þunga þeirra í sjálfri myndinni.  En ég ætla að spinna aðeins út frá þeim og benda á dæmi um hvernig þau eiga við okkar nútíð.

Næsti pistill er lokakafli þess þríleiks sem sýning sjónvarpsins á kvikmyndinni um síðustu daga Sophie Scholl skóp á þessu bloggi.  Síðan mun ég í rólegheitum skjóta inn tilvitnunum í Hvítu Rósina.  

Vegna þess að sú klassíska hugsun sem þar kemur fram er lykillinn af því hugarfari sem við þurfum ef við viljum í raun breyta þessu þjóðfélagi úr auðræði í almannaræði það er þjóðfélag sem tilheyrir almenningi, og almenningur, það erum við sjálf.

Svo er annað mál hvort þjóðin hafi áhuga á þeim lyklum, en tómhyggjan breytir ekki neinu.  

Það þarf nýja hugsun, nýjar hugsjónir til að skapa lífvænlega framtíð barna okkar.

Við þurfum að endurheimta sálu okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Engin siðmenntuð þjóð tengir saman áhættu og sækni, því alþýða manna sækist eftir öryggi.

Engin Siðmenntuð þjóð tengir áhættuvaxtaálag vegna skammtíma neyðluverðbólgu með einokunarlögum [1982] á öll útlán líka með veði í húsnæði 60% launlægstu þegna þjóðarinnar [Sem eru ekki hluthafar í hlutfallslegast stærsta fjármálgeiri í heimi á neytenda, hér Íslenska neytanda] og kallar verðtryggingum. Áhætta er ótrygg.

Hversvegna eru ekki almennt hér með lögum  það sem erlendis kallast Mortgage og Hypoteck án áhættuvaxtaálags? þar sem eignar hlutur skráðs eiganda vex á afborgunartímanum rétt hlutfalli við áhættulausan veðgrunn.  

Júlíus Björnsson, 26.4.2010 kl. 19:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú er stórt spurt Júlíus og ekki kann ég svarið.

En það kerfi sem er notað, þarf að tryggja hagsmuni beggja, skuldara og lánardrottna.  

Einhliða misþyrming eins og verðtryggingin var eftir hrun, er með öllu óviðeigandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2010 kl. 21:15

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það kerfi var hér um öllu almenn íbúðarlán til 1982 og er enn við lýði erlendis á ensku Mortgage og hjá Þjóðverjum og Frökkum kallast Hypotek gerði það.

Ísland sker sig úr með því að tengja það kallast skammtíma áhættu álagsvextir miðað við ótraust veð til tryggingar útláns. Þessi hluti vaxtanna fylgir vegnu meðaltali neysluvöru og þjónustu. Sem fylgir hlutfallslega meðaltalsheimsverði hráefni og orku.

Sum fasteigna útlán er vissulega áhættu, svo verslunarhúsnæði og snobb íbúðir. Þá er  tekið með inn í vextina þessi skammtíma áhætta.

Sveltur sitjandi kráka.

Á frjálsum markaði er það sá lati sem velur sér verðtryggingu vilji hann taka áhættu velur hann að fjárfest í ótryggum veðum og  þeim fylgja áhættuvaxta álag.  Hinsvegar ef veð eru traust þá er vextir lægri sem nemur þessari áhættu.

Hjá þroskuð þjóðunum er 30 ára meðaltals verðbólga nánast lögboði að vera ekki meiri 1,5% til 2,5 % að meðaltali fer eftir ábyrgðarþroska ríkistjórnarinnar.

Þess vegna er auðvelt að bjóða upp á verðtryggð fasteignaverðtryggð lán til þeir 60% tekjulægstu með föstum vöxtum.  Hófsöm ávöxtunar karfa 2% til 5% vextir mætast við 1,5% til 2,5% langtíma neyslubólguna. Fastir verðtryggðir vextir til 30 ára verða því 3,5% til 5,5% að meðaltali næstu 30 árin. Á þessu húsnæði.

Útlendingar eins og ég sjá alveg í gegnum Íslensku verðtryggar einokunar skilgreiningarörlögin.  Þau áttu að skapa grunvöld til að fjármagna áhættu lán með öruggum húsbréfa lánum. Hinsvegar gekk þessi til raun ekki upp.  Vegna þess að veðmat á Íslandi og áhættuvaxtaávöxtun, freistar ekki t.d. Þjóðverja og Frakka og þeir gera sitt eigið mati sem miðast við greiðslu getu 60% tekjulægstu íbúa Íslands sem búa í veðunum.

Sjónarhorn ábyrgra er annað en hluthafa Íslenska fjármálgeirans almennt sem horfa í skammtíma ofurhagnað eingöngu.

Seðlabanki birtir EU reglulega upplýsingar um greiðsluhæfi þessa hóps. Það vegur þyngra en hvort 80% lána almennings séu vegna heimilisfasteignar séu  Mortgage index linked. Mortgage er alveg nóg erlendis. index það er CIP öðru nafni sveifluvakinn [spennuvaldurinn á neyslumörkuðum] sem er vísir á áhættu í sjálfum sér og krefst afskrifta af þeim sem skilja æðri hagfræði 90%.

Það er ekki allt rökrétt þótt sé fundið upp á Íslandi. Íslenskir hagstjórnarfræðingar eru engir topp námsmenn að mínu mati. Ég apa t.d. eftir mínum líkum eftir að hafa leitt út niðurstöðurnar sjálfur. Ég veit eftir ýmsum leiðum um reikningsgetu nokkurra og bullið í þeim er í samræmi.

Svo eru til hagstjórnarfræðingar sem græða persónulega á Íslenska verðtryggingarbullinu og þeir segja sem minnst. Örugglega hluthafar í Íslenska fjármálgeiranum og af góðum ættum. Meðal hagstjórnfræðingur er verri en enginn.

Fyrir seinþroska illa grunnmenatað stórborgabúa.

Á hormóna skeiðinu hlaupa karl dýr af sér hornin, og gerast ráðsett vegna fíknivaldarins sem er ekki minna fíkin. Hvort þetta tengist áhættu veit ég ekki en þetta kallast eðlislega náttúrulegt.

Þetta fór fram í samkeppni fram til 25 til 35 ára í námi og byrjunar starfreynslu. Síðan voru ráðsettir og þroskaðir [hættir að hugs eingöngu í körlum og konu] valdir til ábyrgðastarfa.

Menn sækjast eftir meiri þroska á ráðsetta skeiðinu.   

Júlíus Björnsson, 26.4.2010 kl. 22:28

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Starfsmenn AGS í skýrslu 2005 segja fræðingana á Íslandi hafa frá 1994 voða miklar áhyggjur af húnæðiskostnaði almennra neytenda [60% yngrihluta þjóðarinnar] og búnir að bíða lengi eftir að reiðfjármögnunar markaðir EU opnuðust  til að lækka þennan kostnað. Þeir opnuðu 2004. Samt sé skrýtið að frá 1998 hafi almennt húsnæðisverð hér hækkað um 30% frá 1998 og hélt áfram að hækka eftir 2004, þá miðar AGS við nýbyggingarkostnað.

Ég versla ekki við svo kúnna, sem ekkert er að marka.

Hækki húsnæðisverð 30% um fram nýbyggingar kostnað þá hækkar það umfram neyslu verðbólgu, fasteignamat hækkar [innlands] og lána bara vegna þess hækka um 30%  líka evru virði sömu nafnvaxta. Þess vegna var það ekki lækkun til að auka neyslu að fara úr 6,5% í 4,5%.  Það var ekki verið að lækka afborganir með lengja lánstíma um 30%.

Það var verðið koma unga fólkinu í skuldagreiðsluþjónustu hluthafa fjármálageirans. Tryggja langvarandi minni neyslu innanlands á evru varning. 

Þetta geta allir nógu greindir lesið út úr stærðfræðijöfnum á grafi eða úr texta  sem krefst innsæis og rökhugsunar.   

Ríkisstjórnin á að borga skaðan af þessari óeðlilgu vaxta og höfuðstólsleiðréttingum sem 60% tekjulægstu hlutar þjóðarinnar urðu fyrir.

EES átt að tryggja að að hér færi verðbólg ekki úr böndum, þess vegna var hægt að sleppa þessari neyslubólgutengingu af íbúðalánum hinna tekjulæstu um 1995. Láta breytilega vexti ráðast að framboði og eftirspurn á íbúðamarkaði, og bjóða upp á fasta vexti miðað við neysluverðbólgu markmið EU [5-7%].

Afhverju þetta var ekki gert vita hluthafar fjármálageirans best.  

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 02:09

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Júlíus.

"Það var verðið koma unga fólkinu í skuldagreiðsluþjónustu hluthafa fjármálageirans". 

Ætli þetta sé bara ekki kjarni málsins.

Ríkisstjórnin, það erum við, og Gunnar Tómasson benti á leiðina að gefa út langtímaskuldabréf á lágum vöxtum sem kæmi á móti þessari leiðréttingu verðtryggingarinnar.   Bætir að einhverju leiti höggið sem fjármagnseigendur (lífeyrissjóðir) verða fyrir og í raun þá væri verið að útbúa visst gegnumstreymiskerfi til lífeyrissjóða á næstu áratugum.  

Og ávinningurinn fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar er sá, að þeir fá að verða skattgreiðendur framtíðarinnar.  En hver sem útfærslan verður þá er  ljóst að tap lífeyrissjóðanna á fjármálakreppunni mun viðhalda lengur þátttöku ríkisins í lífeyrissjóðsgreiðslum en ráð var fyrir gert.

Gamalt fólk mun jú alltaf fá að lifa.

Það er ef einhverjum ungum verði gert kleyft að lifa í landinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2010 kl. 06:45

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta hugtak skuldarþjónusta [Debt service] er komið frá USA. Það vísar til neytenda sem þjóna lánastofnum. Íslendingar ný-yrða með greiðsluþjónusta. Í við lán fjármálgeirans.

En nám þorra þjóðarinnar væri lokið um 24 ára aldur væri gegnumflæði að hætti Þjóðverja [lítisvirða þá sem góðar fyrirmyndir réttlætir ekki rugl lífeyrissjóðskerfið á Íslandi] mjög auðvelt lengja starfsæfi og greiðslu og minnka mánaðargreiðlslur í lífeyrissjóð og afborganir í raunvaxta námsgjöld. Endurreisa í stað þess að taka hér upp fjármálakerfi í anda fræða og reynslu þroskaðra þjóða er vísir á sömu útkomu í framtíðnni.

Breyta þar grunni hagstjórna formúlanna hér. Hafa hann eins og hjá þeim sem gera best.

Húslánabréf [látekjufólks] sem alþjóðsamfélagið metur 40% of há í eignasöfnum eru of há í mínum siðferðlega skilningi á að afskrifa gagnvart tekjulágafólkinu, ekki líta á sem óvæntan hagnað hluthafa fjármálageirans ef greiðast að fullu.  

Ég er er alveg sammál Lánadrottnunum séreignabankanna. Þessi bréf á að taka úr umferð og setja bréf sem taka mið af verðmæti eignarinnar sem samið var um að væri verðtrygging. Íslenska túlkunin frá 1982 að gengisáhætta og neyslusveiflur séu verðtrygging er ekki almennur skilningur í alþjóðasamfélaginu. Þótt hálfvitar hér hafi talið það tryggingu fyrir vexti og viðhaldi fjármálgeirans?

Gunnar Tómasson hvernig réttlætir hann útlána áhættuvaxtaálagslögin frá um 1982? Íslendingarnir sögðu þetta nauðsynlegt varðandi útlán með fasteignverðtygging gert til að tryggja lægri húsnæðisgjöld handa almennum launþegum vegna  óskilgreindra raka um að hér væru hlutir öðruvísi en hjá þroskuðum þjóðum.

Einokunarlögin er ennþá í gildi.

Ég segi tökum upp [öpum eftir ] 100% upp t.d. fjármálgeira þjóðverja sér í lagi hlutfallslega stærð á neytenda. 

Þeir sem hafna, því eiga að bjóða neytendum hér eitthvað öruggara og betra. Þeirra tilraun hefur sannað ókosti sína sjálf.

Verja úrelt kerfi í framhaldi er hámark rökleysu.  Lán, verðtrygging og greiðsluþjónusta, áhættusækni er flokkuð með orðum hjá fornu heimspekingum siðmenningarinnar sem Barbarismus Metapalsmus. 

Þegar Grikkir fylltu sína tungu að slíkum rök og falsmerkingum hrundi Gríska heimsveldið.

Þetta eru allt orð er merkja allt annað en þau standa fyrir í huga alþýðu manna í daglegu tali.

Þroskaðar þjóðir bjóða ekki sínu þegnum upp á svo rangar nafnagiftir.  

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 12:41

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus.

Þú gefur mér margt til að hugsa um.

En Gunnar Tómasson er einn af örfáum hagfræðingum sem setti sig upp á móti verðtryggingunni, og fæðri fyrir því góð rök.  

Man ekki í augnablikinu hvar hann er að skrifa, en það er óformlegur hópur hagfræðinga sem er að mörgu leyti með sömu sýn og Loftur, það er að einhver verðmæti séu á bak við gjaldmiðil.  

Kallinn er hægt að gúgla, en ég er meira í "dýpri" rökunum.

Mig langar til að verða afi, til þess þurfa börnin mín að lifa.

Tel það mál málanna.,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2010 kl. 13:49

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það hljómar betur að stetja sig upp á móti einhliða neysluverðstryggingu lánadrottins.

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 14:45

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það hljómar betur að setja sig upp á móti einhliða neysluverðstryggingu lánadrottins. Hagnaði hluthafa. Sveltur sitjandi kráka.

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 14:47

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svo má líka segja að lög um einokunarnotkun neyslverðsvítölu á öllu lán [inn og út] kallað verðtrygging á Íslandi. Hafi haft það að markmiði hvað varða  íbúða útlán 60% tekjulægstu þegna þjóðarinnar að auka ævi neysluráðstöfunar hans. Þessi vegna sé eðlilegt að viðurkenna að ekki var gert ráð fyrir stökkbreytingu neysluvístölu þegar henni var beitt að óþörfu á umrædd íbúðarlán til leiðréttingar höfðuðtóls og þar með vaxtabirgðar. 

Þegar sannast hefur að íbúðlánasjóðir voru notaðir til að fjármagna áhættufjárfestingar. Ekki til að lækka raunvexti framtíðar íbúðalánasjóð framtíðarinnar eins og flestir vera í samræmi við eðilega verðtryggingu til að tryggja sömu verð neytenda til að viðhalda sömu almennu neyslu.

Í augum almennra neytenda er verð þau sömu ef laun hækka í samræmi. 

Júlíus Björnsson, 27.4.2010 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1373064

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband