25.4.2010 | 16:54
Hafa lýðskrumarar ekkert lært af Hrunskýrslunni?????
Allavega ekki þeir sem hyggjast fífla kjósendur í boði Samfylkingarinnar.
Hver man ekki eftir blaðamannafundinum fræga sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir boðaði rétt fyrir kosningarnar 2009 þar sem íslensku þjóðinni bauðst tækifæri til að gera upp við stjórnmál lyga og lýðskrums. Þar lofaði lýðskrumið 3.000 nýjum störfum með einhverri Vúduhagfræði.
Ekkert gekk eftir af því skrumi, enda er Vúdú trúarbrögð, en hrekklaus almenningur gein við lyginni og kaus Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur markvisst unnið gegn hagvexti og atvinnuuppbyggingu.
Okurvextir og skattahækkanir draga úr vexti, aðeins flónið trúir að vatn renni uppi á móti. Og rothöggið á almenning og atvinnulífið var einbeittur landráðavilji í ICEsave deilunni, skattahækkanirnar og samdráttur hjá hinu opinbera til að mæta þeirri áþján hefðu endanlega gert út af við allan vöxt og fátækt skuldabaslsins hefði blasað við þjóðinni.
En landráðin gengu ekki eftir og ennþá er von um vöxt og uppgang í efnahagslífinu.
Til þess þarf að banna frekari erlendar lántökur og byggja á því sem við höfum. Og lækka skatta á innlendri framleiðslu, hvort sem það er á vöru eða þjónustu. Og margt fleira sem fyrir utan efni þessa pistils.
Efni þessa pistils er um lýðskrumara sem bulla endalaust.
Dagur B. Eggertsson er einn af þeim.
Hann talar um hagvöxt eins og hann vaxi á trjánum og orðin ein, hversu vitlaus sem þau eru skapi hann.
Álíka heimskulegt og hjá þeim fjármálaráðherra sem sagði á þingi fyrir kosningarnar 2007 að hér væri veisla, en gleymdi að veislan væri fjármögnuð með skefjalausum lántökum og forsendur hennar væru engar því innlenda hagkerfið var að stöðvast vegna heimskulegustu peningastefnu mannkynssögunnar, og jafnvel vetrarbrautarinnar.
Bara gengi íslensku krónunnar var Hrungengi sem hafði endanlega stöðvun atvinnulífsins í för með sér ef henni hefði verið fylgt til þrautar.
Í dag boðar Samfylkingin sömu fastgengisvitleysuna og kallar hana upptöku Evru.
Í dag boðar Samfylkingin ICEsave skatt og AGS velferð krónubréfseiganda sem mun keyra greiðslubyrði ríkissjóðs upp í 60% af tekjum sem mun hafa í för með sér skjót endalok hinnar íslensku velferðar.
Í dag boðar Samfylkingin eignarhald bandaríska vogunarsjóða á bönkum þjóðarinnar sem er svipað og láta mink gæta hænsna.
Í dag boðar Samfylkingin skefjalausar erlendar lántökur hjá hálfgjaldþrota orkufyrirtækjum til að fjármagna virkjanir ofan á eldsprungum. Spá ekkert í afleiðingum þess ef hvað ef illa fer enda þjóðin í ábyrgð, ekki lýðskrumarar Samfylkingarinnar.
Í dag boðar Samfylkingin áframhaldandi álögur á fyrirtæki og almenning svo öruggt er að ávinningur atvinnulífsins af réttri gengisskráningu nái ekki til að auka þrótt og velmegun atvinnulífsins.
Og í dag borða Samfylkingin 3,5% hagvöxt á ári í Reykjavík.
Er þjóðin svo brennd af lýðskrumi og heimsku Hrunáranna að hún sækir í meiri bruna lýðskrums og heimsku??
Eða á þjóðin von????
Orð Dags B Eggertssonar benda til þess að spunakokkar Samfylkingarinnar veðja á meiri bruna.
Og þar sem þetta eru engir vitleysingar í áróðri og sölumennsku þá er ljóst að framtíð þjóðarinnar er mjög tvísýn.
Hún gæti látist af brunasárum sínum.
Kveðja að austan.
Vilja stefna að 3,5% hagvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 504
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 6235
- Frá upphafi: 1399403
Annað
- Innlit í dag: 426
- Innlit sl. viku: 5281
- Gestir í dag: 391
- IP-tölur í dag: 385
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.