13.4.2010 | 11:49
Er ferðin til baka mörkuð amerískum vogunasjóðum??
Hvaða lærdómur er í því fólgin að endurreisa nýtt bankakerfi, með algjöri leynd, á forsendum hins gamla? Og afhenda stjórn þess mestu Óberum hins siðlausa fjármálakerfis sem rændi vestrænar þjóðir.
Hvaða endurreisn er í því fólgin að gera ungt fólk að auðsuppsprettu hins nýja fjármálakerfis, með því að afhenda því Hrunskuldir útrásarinnar í formi hækkunar lána vegna gengis og verðtryggingar?
Hvaða endurreis er í því fólgin að skuldsetja hina föllnu þjóð það mikið, að um 60% tekjum ríkissjóðs fari í vexti og afborganir?
Vissulega er það rétt að þjóðin sé að horfast í augun á spegilmynd sinni, og sú mynd er ekki fögur sem við blasir.
En að kalla núverandi stjórnarstefnu endurreisn, það eru þvílík öfugmæli, að jafnvel á tímum hins siðlausa skrílveldis lét enginn sér detta slík ósköp í hug.
Ef hér ríkti skrílræði, hvað á þá að kalla núverandi stjórnarstefnu????
Kveðja að austan.
Þjóðin í spegli rannsóknarnefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 148
- Sl. sólarhring: 948
- Sl. viku: 5879
- Frá upphafi: 1399047
Annað
- Innlit í dag: 127
- Innlit sl. viku: 4982
- Gestir í dag: 124
- IP-tölur í dag: 124
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.