13.4.2010 | 07:05
Tekur Ísland á vandanum, er það já!!!!!
Það er ekki að taka á vanda að skipa rannsóknarnefnd sem segir frá því sem stjórnvöld og fjölmiðlar áttu fyrir löngu að vera búnir að segja frá.
Það kallast að bregðast við vanda sem er allt annar hlutur. Og ekki er að sjá annað en skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis sé vel úr garði gerð, allavega við fyrstu kynni, og hún afhjúpar meðvirkni stjórnmálamanna og aðgerðarleysi kerfisins.
Hún sannar að bankarnir voru orðnir ríki í ríkinu, og það ríki var ræningjaríki.
Þar með varð til augljós vandi sem varð að bregðast við.
Við honum varð ekki brugðist á aðdraganda Hrunsins, og þar með urðu afleiðingarnar fyrir þjóðfélagið hörmulegri og illskeyttari en annars hefði orðið.
Með öðrum orðum, Íslendingar horfast í augun á miklum vanda.
Og við þeim vanda hefur ekki verið brugðist.
Að kalla níðingsskapinn gagnvart ungu fólki í skuldabasli, að bregðast við vanda, er þvílík afbökun á aðgerðarleysi stjórnvalda og stuðning þess við hið siðlausa fjármálakerfi í að ræna þjóðina.
Alþingi hafði hvorki kjark eða manndóm að takast á við augljósar afleiðingar ránsskapsins með því að frysta verðtrygginguna frá því fyrir ránsleiðangur bankanna, og með því að leiðrétta hin ólöglegu gengislán.
Það eina sem Alþingi gerði var að gráta, og stinga síðan höfðinu í sandinn og þykjast ekki sjá vandann.
Og þessi ríkisstjórn beit síðan höfðið af skömm sinni með því að festa bankakerfi ránsskapar og misréttis í sessi, með því að afhenda það amerískum vogunarsjóðum.
Lengra var ekki hægt að komast í átt siðleysis og aumingjaskapar.
Og þessu fólki vær nær að þegja, en að slá sig til riddara á sinum eigin aumingjafáki.
Skömm þessa fólks er algjör.
Kveðja að austan.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 154
- Sl. sólarhring: 943
- Sl. viku: 5885
- Frá upphafi: 1399053
Annað
- Innlit í dag: 131
- Innlit sl. viku: 4986
- Gestir í dag: 128
- IP-tölur í dag: 128
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.