12.4.2010 | 23:56
Eru nefndarmenn fávísir um hið Evrópska regluverk um fjármálafyrirtæki.
Umfjöllun nefndarmanna um hið evrópska regluverk hvað varðar fjármálafyrirtæki, bendir til að sérfræðingar nefndarinnar hafi lítið þekkt til evrópskra reglna um fjármálamarkaði.
Samkvæmt evrópsku regluverkinu hafði ekkert ríkisvald rétt eða vald til að skipa fjármálafyrirtækjum að reka starfsemi sína í dótturfyrirtækjum í öðrum löndum.
Það er grundvallaratriði fjórfrelsisins að heimilisfesti fyrirtækja skipti ekki máli og rekstrarform þeirra var þeirra að ákveða, ekki stjórnvalda, hvorki stjórnvalda heimaríkis eða stjórnvalda þess lands sem þau kjósa að starfa i. Uppfylli fyrirtæki reglur til að starfa í einu landi, þá uppfyllir það reglur til að starfa í öðrum löndum á þann hátt sem það kýs.
Þetta vita allir, sem eitthvað hafa kynnt sér evrópsku reglurnar. Og það er ótækt að rannsóknarnefnd sem vill láta taka sig alvarlega, flaski á þessari grunnþekkingu. Þess vegna er það beinlínis rangt að núa Björgvin það um nasir að hafa ekki fylgt því eftir að unnið væri með markvissum hætti að flytja ICEsave í dótturfyrirtæki. Maðurinn gat engan veginn séð fyrir ólölegar kúganir og þvinganir breta i ICEsave deilunni, og afneitun Evrópusambandsins á sínum eigin reglum.
Landsbankamenn réðu sjálfir sínu rekstrarformi og þar sem það var breta að meta lausafjárstýringu þeirra, þá var það breta að gera athugasemdir ef þeim leist ekki nógu vel á undirstöðuna. Og gulrótin gat verið að annars yrði krafan um eignabindingu aukin. Slíka hótun gat íslenski viðskiptaráðherrann ekki beitt, því hann hafði engin völd yfir starfsemi Landsbankans í London.
Hefði Björgvin gert eitthvað vanhugsað í óþökk bankans, eins og skýrslu höfundar telja að hann hafi átt að gera, þá braut hann um leið hið evrópska regluverk og þar með skapað íslenska ríkinu skaðabótaábyrgð ef bankinn hefði fallið.
Og þar með hefði myndast lögleg skaðbótaábyrgð, ekki ólöglegt skrípi eins og ICEsave krafa breta er.
Skýrsluhöfundar eru með öðrum orðum að áfella manninn fyrir að hafa ekki brotið lög og reglur Evrópusambandsins og slíkt er fáheyrt í faglegri skýrslu eins og þessari. Slíkt vekur upp grunnsemdir um aðra heimildir þeirra.
Var vanþekkingin algjör á öðrum sviðum?????
Þeir láta allavega eins og íslenska ríkið hafi verið skylt að ábyrgjast fjármálamarkaði annarra ríkja, þvert á lög og reglur Evrópusambandsins. En reyndar hef ég þær upplýsingar frá Svavari Halldórssyni fréttamanni Ruv, og mjög ötulum vinnumanni breta í ICEsave deilunni.
En ef orð hans eru ekki leiðrétt á morgun, af nefndarmönnum, þá er ljóst að meinlokan og vitleysa Svavars er frá þeim kominn.
Og það er sorglegt, að menntaðir lögfræðingar, þar af einn lagaprófessor, skuli ekki þekkja til reglna Evrópusambandsins um innlánstrygginga, og reglna þess um fjórfrelsið. Hvað þá að þekkja ekki rétt þjóða til neyðarráðstafanna til að bjarga bankakerfi sínu.
En kannski var Svavar bara að ljúga upp á þá.
Hefur gert það áður drengurinn, og þá upp á þjóð sína í ICEsave deilunni.
Kveðja að austan.
Átti að vinna að greiningu á fjárhagslegri áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 272
- Sl. sólarhring: 836
- Sl. viku: 6003
- Frá upphafi: 1399171
Annað
- Innlit í dag: 231
- Innlit sl. viku: 5086
- Gestir í dag: 222
- IP-tölur í dag: 219
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kraftur í þér, Ómar, og sterkur ertu á svellinu.
Visa líka í þessa gfrein á vefsíðu Þjíoðarheiðurs: Ótæk vanþekking nefndarmanna á tryggingum Icesave-reikninganna.
Jón Valur Jensson, 13.4.2010 kl. 01:06
Blessaður Jón.
Við eigum í stríði, manstu. Hversu mjög sem manni líkar annars við gjörðir manna, þá verður að mæta strax öllum rangfærslum sem nýtast óvininum.
Hef ekki lesið skýrsluna, en miðað við fréttaflutning þá hefur ICEsave kaflinn verið unnin í stofunni hjá Jóni Baldvin, og það er með öllu ótækt hjá fólki sem vill láta taka sig alvarlega.
Las grein þína hjá Þjóðarheiðri eftir að ég gerði þessa, en þú áttir pistil á bloggi þínu sem kom blóðnefi mínu á sporið, hafði tekið eftir þessu, en ekki hugsað í samhengi.
Til lítils en að mæta þessu strax, nafni minn og Magnús Helgi eiga eftir að vitna oft í þessi meintu afglöp ríkisstjórnarinnar og vera mikið fegnir að þurfa ekki lengur að geta Jón Baldvin sem heimildarmann.
Vissulega hefði verið betra ef reglurnar hefðu verið skýrar, og Landsbankinn farið yfir. En hvernig átti að réttlæta tugmilljarða króna meðgjöf með bankanum þá. Fyrir utan að vera augljóst brot á mismunareglunni, að aðstoða eitt fyrirtæki en ekki önnur, þá var ekki hægt að vísa í reglugerð sem sagði að ríkið væri ekki í ábyrgð fyrir tryggingasjóði sína. Mér sýnist að nefndin hafði fallið í þá þekktu rökgildru að meta aðstæður fortíðar út frá atburðum og þekkingu nútíðar.
Og slíkt er ótæk fagmennska.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.4.2010 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.