12.4.2010 | 18:25
Dökkum kafla lokið en nú er það okkar að hindra Steingrím í að breyta honum í niðamyrkur.
Útrásin og hin siðlausa græðgi Nýfrjálshyggjunnar lék þjóðfélagið grátt.
En þó nokkrir útrásarmenn hafi fallið, þá stendur hugmynda og valdakerfi þeirra eftir ósnert, og þegar einn bandamaður (Sjálfstæðisflokkurinn) er fallinn, þá var nýr háseti munstraður á bátinn.
VinstriGrænir tóku við þar sem íhaldinu þraut örendið, meðal annars vegna andstöðu óbreyttra flokksmanna, og þeir eru langt komnir með að svipta þjóðina alla von um mannsæmandi framtíð.
ICEsave svikin eru skelfileg, en þó eru svikin við ungar barnafjölskyldur verst.
Forystumaður íslenskra vinstrimanna mætti í sjónvarpssal og sagðist allur að vilja gerður til að hjálpa ungu fólki í skuldabasli, en það mætti bara ekki kosta neitt.
Mánuði seinna var kynntur svikasamningur við breta sem kostaði þjóðina að minnsta kosti 507 milljarða, það er ef allt fer á besta veg.
Og Steingrímur laut húsbóndavaldi alþjóðlegra ómenna sem sérhæfa sig í að ræna þjóðfélög í neyð, selja frá þeim almannaeigur og auðlindir, og rústa velferðarkerfum þeirra.
Þingmaður Steingríms sagði á þingi að þjóðin yrði að segja Nei við ICEsave og AGS framtíð barna sinna vegna.
Þessi þingmaður hafði þann kjark að segja satt, þó sá sannleikur gengi gegn hagsmunum formanns síns og Snata hans í þingflokki VG.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sannar að skortur á slíkum kjark, hafi verið ein meginskýring þess hvernig fór sem fór.
Og meðvirkir fjölmiðlamenn í útbreiðslu lygaboðskapar önnur meginskýring.
Það er okkar að verðlauna kjarkmiklar manneskjur eins og Lilju Mósesdóttir, og styðja hana í að hindra aðför flokksformanns hennar að íslenskum almenningi.
Látum víti Argentínu verða okkur til varnaðar. Seljum ekki fólk fyrir skuldir auðmanna. Seljum ekki velferðarkerfi okkar svo spábraskara og gróðpungar geti áfram haldið sínum ránum og gripdeildum.
Hindrum hina myrku draumsýn Steingríms um völd fyrir fólk.
Byggjum upp landið á okkar forsendum, ekki forsendum auðmanna.
Segjum Nei við ICEsave, segjum Nei við AGS.
Segjum Já við framtíð barna okkar.
Kveðja að austan.
Dökkur kafli í okkar sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 398
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6129
- Frá upphafi: 1399297
Annað
- Innlit í dag: 336
- Innlit sl. viku: 5191
- Gestir í dag: 310
- IP-tölur í dag: 306
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dökkur kafli - rétt - en núna er verið að skrifa þann svarta
Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.4.2010 kl. 19:03
Blessaður Ólafur.
Við erum að upplifa martröð dýranna í Dýrabæ, eftir að þau losuðu sig við Jón bónda. Valdaræningjarnir sáu að þrátt fyrir allt þá var Jón bóndi skynsamur maður, en ekki nógu harðskeyttur.
Því fór sem fór.
En ég ætla mér ekki örlög gamla Grána.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.4.2010 kl. 20:46
Sæll Ómar það er sama hér -
Vonandi verða kosningar í haust eða fyrr - þetta getur ekki gengið svona fyrir sig.
Mér finnst ég vera að upplifa gamlar martraðir eins og þegar verðbólgan fór í 120%
Það var ömurlegur tími - og þeir eru fleiri í minngunni
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.