12.4.2010 | 14:13
Almenningur trúir ekki stjórnmálamönnum nema að litlum hluta.
Þeir sem móta almenningsálitið eru fjölmiðlar, stjórnmálaskýrendur, álitsgjafar, sérstaklega ef þeir hafa á sér einhvern sérfræðistimpil, til dæmis kennarastöðu við háskólanna.
Það voru til stjórnmálamenn á Íslandi sem vöruðu við þenslunni. Þeir, eins og Geir Harde lýsir, þeir fengu bágt fyrir hjá kjaftaelítu fjölmiðlanna.
Það voru til hagfræðingar sem vöruðu við að útrásin var reist á sandi. En álitsgjafar og sérfræðingaelíta fjölmiðlanna, kjöftuðu þessa hagfræðinga í kaf.
Eitt besta dæmi um skrípaleikinn og kjaftaganginn var þegar ungur hagfræðingur, Þorsteinn Sigurlaugsson vann skýrslu fyrir Landvernd og benti á hæpna arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Ábending hans um að reiknimeistarar Landsvirkjunar hefði ekki gert ráð fyrir framleiðni í áliðnaðinum næstu 60 ár, áttu að kalla á nákvæma rannsókn á öllum þeim fullyrðingum sem þjóðin var mötuð á. Það var ekki gert, og í þokkabót var ráðist í slíka risaframkvæmd þegar hagkerfið sýndi þenslueinkenni, en slík risaframkvæmd er þá dæmd til að ofhlaða hagkerfið.
En hinu gagnstæða var haldið fram. Seinna viðurkenndi AGS að upphaf af vaxtaheimsku Seðlabankans hefði mátt rekja til þeirra afglapa. Og þetta hefur kjaftastétt íslenskra fjölmiðla ekki fattað.
Hún frýjar sig ábyrgð, fjölmiðlamenn frýja sig ábyrgð. Allir benda á stjórnmálamenn okkar. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirra hlut, en þjóðin kaus þá menn sem féllu best inn í hinn tilbúna sýndarveruleik auðmanna, sem leppar þeirra á fjölmiðlum héldu að þjóðinni.
Það er nauðskynlegt að halda þessu til haga, því sömu álitsgjafarnir, sömu kjaftaskarnir, sömu fjölmiðlar (DV, Fréttablaðið, Ruv, Stöð 2), sömu fjölmiðlungarnir halda nú að þjóðinni þeim sýndarveruleik að hér verði ekki endurreisn nema þjóðin taki á sig skuldir sem hún mun aldrei geta staðið undir.
Og eins og í aðdraganda Hrunsins, þá eru til innlendir hagfræðingar eins og Jón Daníelsson, Lilja Mósesdóttir og Gunnar Tómasson, allt hámenntað fólk með doktorsgráðu í faginu, og algjörlega með hreinan skjöld gagnvart þeirri efnahagsvitleysu sem hér viðgengst, sem varar við AGS/ICEsave helförinni. Og alveg eins og í aðdraganda Hrunsins, þá hlustar þjóðin ekki.
Þjóðin lætur fölmiðlamenn auðmanna, leppa þeirra hjá Ruv og aðra þekkta vitleysinga mata sig á því rugli að lækning við inntöku banvæns eiturs, sé ekki móteitur, heldur meiri inntaka hins banvæna efnis, að yfirskuldsett þjóðfélag, afli sér trausts með því að taka enn hærri lán, lán svo hægt sé að endurreisa spákrónuna svo auðmenn geti aftur hafið útgerð á fengsæl mið hennar.
Hagskrípið sem á fastan tíma í hverri viku hjá Ruv til að níða alla þá niður sem vinna gegn hagsmunum þeirra sem eru í fullri vinnu við að endurreisa hið fallna auðkerfi undir handleiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, það fullyrti nokkrum vikum fyrir Hrun, að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af erlendum skuldum, þær færu í arðsama uppbyggingu, og hver er á móti henni. Ruv hefur líka notað þetta skrípi til að kæfa umræðuna um skynsamlegar tillögur Lilju Mósesdóttir til að fleyta krónunni, og að aflétta skuldabagga heimilanna.
Allt nauðsynlegar tillögur ef hér á að vera endurreisn, en skrípið er fyndið og fer með gamanmál, og það er eitthvað í þjóðarsálinni að hlusta frekar á skrípi en fólk. Sama hvað skrípin hafa klappað upp miklar hörmungar. Sama hvað auðmiðlarnir hafa gert sig oft seka um að taka hagsmuni auðmanna fram yfir hagsmuni almennings.
Hver man ekki eftir Kanadamanninum sem hafði alþjóðlega reynslu í að aðstoða þjóðir í skuldakreppu. Eftir að Egill Helgason fékk hann í löngu tímabært viðtal, þar sem hann tætti í sig skuldaást ríkisstjórnarinnar, þá voru einu viðbrögð hins aumkunarverða fréttafólks Ruv, að rifja upp eldgamla frétt úr Kanadísku blaði, þar sem viðkomandi einstaklingur benti á kauptækifæri þeirra sem létu ekki glepjast af spákaupmennskubólunni. Og þetta var ekki lagt manninum til vits, að hafa séð í gegnum froðuna, heldur til lasts, hann gat hugsanlega haft gróða af því að hafa séð hið augljósa.
En hvað kom það skuldavanda Íslands við???
Ekkert, en aumkunarvert fólk sinnti kalli húsbænda sinna sem vilja ólmir fá AGS pakkann til að þeir geti rétt við fjárhags sinn með braski og spákaupmennsku.
Það er nauðsynlegt að fólk átti sig á samhengi hlutanna, og fyrir hverja íslenskir fjölmiðlamenn vinna. Vanhæfni þeirra og hlutdrægni er stór skýring á af hverju hér fór aldrei skynsamleg umræða fram. Það voru þeir sem mötuðu þjóðina á lýðskrumi og heimsku, það voru þeir sem tóku hagsmuni auðmanna fram yfir hagsmuni þjóðarinnar.
Og það eru þeir sem eru á fullu að aðstoða grafaranna sem hér ráða, og eru að grafa þjóðinni nýja gröf.
Hrunið haustið 2008 var mjög alvarlegt, en það voru ekki nein endalok.
En voldug öfl vinna af slíkum endalokum, og þau ráða öllu í dag.
Að verjast þeim er forgangsmál þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Kallar á allsherjar naflaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 73
- Sl. sólarhring: 595
- Sl. viku: 5657
- Frá upphafi: 1399596
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 4827
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 62
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.