12.4.2010 | 09:47
Refsa, refsa, refsa,
Það rímar ekki við læra, læra, læra.
Hvernig gat það gerst að þjóðinni fannst sjálfsagt að örfáir auðmenn eignuðust landið???
Í hverju var andófið hennar fólgið annað en að hlæja af bröndurum hagskrípa sem veittust af mönnum eins og Ögmundi Jónassyni þegar þeir gerðu alvarlegar athugasemdir við forsendur kerfisins.
Hvernig gátum við sætt okkur við ofurlaunin og ofurbónusana???
Getur þjóðin rifjað upp einn fjölmiðil sem dansaði ekki með og tók ekki þátt í þöggun auðleppa á gagnrýnisröddum??
Farið fram á of mikið, allt í lagi, en man þjóðin eftir einum fjölmiðlamanni sem stóð fyrir gagnrýnni umfjöllun á forsendum útrásarinnar, eða gagnrýnni umfjöllum um hvort yfirskuldsett þjóðfélag stæðist næstu kreppu???
Ég man eftir því þegar menn settu spurningu við hvort svona lítil þjóð stæði undir slíku ofvöxnu fjármálakerfi. Þessir menn voru ekki á fjölmiðlum, en fjölmiðlafólk, þetta sem stendur núna með öndina í hálsinum í refsigleði sinni, það fékk skrípi til að gera lítið úr þeirri gagnrýni. Sömu skrípi, með aðgang af sömu fjölmiðlum, voru fremst í flokki þeirra sem kæfðu neyðaróp skuldsettra heimila.
Hvaða fjölmiðill eða fjölmiðlungur setti spurningu við að kvótaauðurinn var fluttur úr landi í gegnum Lux-Tor??? Man ekki eftir neinum, en ég man eftir mörgum viðtölum við flottræflanna sem sukkuðu út auð sjávarbyggðanna.
Mér er til efs að rannsóknarskýrslan taki á þeirri grundvallarspurningu, hvernig gat þetta gerst, og af hverju er gerendur Hrunsins í lykilhlutverki í mótun hins endurreista samfélags.
Af hverju höfum við sömu hagfræðiskrípin í lykilhlutverki fjölmiðlaumræðunnar??? Mennina sem dásömuðu forsendur útrásarinnar, þögguðu niður alla málefnalega gagnrýni á hana, og fóru hamförum gegn því kölluðu sveitmennsku og tregðu gamaldags stjórnkerfis við að opna allar dyr sínar fyrir henni.
Af hverju höfum við sömu eigendur að fjölmiðlum, og sömu leppa þar innanborðs????
Svarið við þessu er mjög einfalt. Kerfið er að endurnýja sjálft sig, og fjölmiðlasirkusinn um þessa rannsóknarskýrslu er leið þess til að fólk spyrji ekki réttu spurninganna.
Er það eðlilegt að amerískir vogunarsjóðir eigi lungann úr hina endurreistu bankakerfi, hafa menn ekkert lært af Hruninu???
Á hvaða forsendum er samstarfið við AGS, hvernig ætla menn að greiða risalánin til baka???? Hvað afleiðingar hefur það ef þjóðin þarf að endurfjármagna lán sín í gegnum sjóðinn???? Hve mikið verður eftir af almannaeigum og velferðarkerfi okkar þegar síðasta krónan verður greidd til baka??
Hvernig kemst stjórnkerfið upp með að ljúga upp á okkur ICEsave skuld Björgólfs og Björgólfs og beita fyrir sig ríkisfjölmiðlunum. Hvaða hagsmunum er það að þjóna, öðrum en þeim að útvega löskuðum auðmönnum nýtt spilafé sem er kölluð endurfjármögnun???
Af hverju eru risabáknin sem skekkja alla samkeppni, ekki leyst upp þegar ljóst er að tilvera þeirra byggðist öll á lánum og rekstrarforsendur þeirra voru háðar því að öll samkeppni var keypt upp??
Þjóðfélagið hrundi, af hverju sitjum uppi með skrímslin???
Hvaða siðleysi og aumingjaskapur býr að baki því að almenningur er látinn borga Hrunskuldirnar með gengis og verðtryggingu??? Svarar rannsóknarskýrsla Alþingis þeirri spurningu???
Er eitthvað annað sem brennur á fólki í dag?????
Svona má lengi halda áfram að spyrja, af hverju eru gerendur Hrunsins ennþá í aðalhlutverkunum, nema að illmenni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa tekið við yfirstjórninni.
Þjóðinni gafst einstakt tækifæri til að gera upp við kerfi siðleysis og spillingu. Leiðin til þess var leið Mandela, að fá allan sannleikann upp á yfirborðið, vinna úr honum og nota hann sem tæki til að byggja upp betri framtíð.
En þjóðin kaus yfir sig aumingja sem hafa ekki annan kjark en þann en að spila með gerendum Hrunsins. Og þjóðin situr uppi með kattarþvott, í stað alvöru uppgjörs við hið gamla kerfi.
Þjóðin kaus að refsa einstaklingum í stað þess að útrýma þeim forsendum sem skóp þá og gjörðir þeirra. Þjóðin kaus leið lítilmennskunnar í stað leið reisnar og manngildis.
En það er líka mikið að þjóð sem leyfði auðmönnum að ræna sig, og brást við Hruninu með því að fórna börnum sínum í gin skuldaófreskjunnar.
Slík þjóð vill refsa, ekki læra.
Hvað þá að verða betri þjóð.
Kveðja að austan.
Landsdómur hefur aldrei komið saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 6
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1658
- Frá upphafi: 1412772
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1477
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.