11.4.2010 | 20:48
Steinum kastað úr glerhúsi.
Guardian er málgagn auðmannsleppa.
Með grjótkasti sínu úr glerhúsi þá vonast blaðið til að breskur almenningur ræði ekki sögulegt fordæmi íslensks almennings um að neita auðmannsleppum um að koma skuldum auðmanna yfir á saklausan almenning.
Skuldum sem eru að sliga breskan almenning og breskt efnahagslíf.
Auðmannslepparnir bresku eru lúmskir í áróðri sínum. Þeir láta líta út að kreppan íslenska sé eitthvað einangrað fyrirbæri. Fyrirbæri sem varð vegna vanhæfni íslenskra stjórnvalda við að hemja frjálshyggjuregluverk Evrópusambandsins, sem var sérsniðið til að tryggja óhefti frelsi gróðapunga og braskara.
Íslenskur almenningur fékk forsmekk af frjálshyggju evrópska regluverksins þegar Ítalskir verktakar fengu að haga sér eins og siðlaus skrímsli við Kárahnjúka og ekki mátti stugga við þeim vegna hinnar evrópsku reglugerðar.
Sama var með fjármálakerfið, því mátti engar skorður setja. Hefðu til dæmis íslensk stjórnvöld reynt að hemja útþenslu þess með tilvísan í að stærð þess var svo margföld þjóðarframleiðsla, þá var það ekki hægt í óþökk fjármálakerfisins, hið evrópska regluverk hafði engar reglur um slíkt stærðarhlutfall, en það hafði reglur sem bannaði samkeppnishamlandi inngrip ríkisvalds. Að viðlagðri skaðbótaábyrgð sem hefði riðað fjárhag íslenska ríkisins að fullu.
Þeir sem gjamma mest um vanhæfni ættu fyrst að íhuga það svigrúm sem hið evrópska regluverk leyfði stjórnvöldum einstakra aðildarríkja til sértækra inngripa. Og gera sér grein fyrir að öll inngrip sem voru ekki innan hins evrópska regluverks voru bein ávísun á þungar sektir og skaðbætur til þeirra fjármálafyrirtækja sem inngripin snertu.
Og þeir sem sálsjúkan masókisma gagnvart íslenskri þjóð, ættu að íhuga nokkrar staðreyndir, áður en þeir taka undir breska grjótkastið.
- Íslenska fjármálakerfið starfaði eftir sömu módeli og það breska og bandaríska. Ef okkar fall var vegna sértæks aumingjaskapar og vanhæfni, þá er máttur okkar mikill, því fall okkar kom eftir fall bandaríska fjárfestingarkerfisins, og bresk stjórnvöld björguðu þremur af fjórum stærstu bönkum sínum. Allt bankar með aldarætur, og voru gríðarlega öflugir til skamms tíma. Var það íslensk vanhæfni sem felldi þá líka?.
- Íslenski tryggingarsjóðurinn, þó smár væri, var hlutfallslega öflugri en sá breski, en hann byggist á útgefnum bankabréfum. Hefði breska bankakerfið fallið eins og það íslenska, þá hefðu þau bankabréf verið með öllu verðlaus.
- Bresk stjórnvöld báru ábyrgð á fjárhagslegu öryggi ICEsave kerfisins. Hefðu þau rökstuddan grun um að íslenski tryggingarsjóðurinn væri "aumkunarverður", þá var evrópska regluverkið skýrt að þau hefðu átt að láta ICEsave borga í breska tryggingasjóðinn. Og það gerði reyndar ICEsave útibúið breska.
- Auðmannsleppar Guardian ljúga þegar þeir fullyrða að íslenska regluverkið hafið verið ófullkomið. Og það er dæmi um andlegan aumingjaskap íslenskra blaðamanna að endurbirta svona frétt og láta lygina standa. Til eru skjalfest orð breskra embættismanna þar sem þeir segja að íslensku lögin væru í einu og öllu samhljóða evrópska regluverkinu og framkvæmd þeirra til fyrirmyndar. Eins eru til skýrslur frá OECD um íslenskan fjármálamarkað og þar er ekkert sem styður fullyrðingar bretanna. Enda eru þær eftirá fullyrðingar, settar fram til að réttlæta eigin aumingjaskap í ICEsave eftirlitinu.
Margt meir má segja um þessa frétt, en kjarni hennar er sá að draga athyglina frá eigin vanda. Vanda sem óheft auðhyggja olli bresku þjóðfélagi.
Auðhyggja sem notar nú Leppa sína til að rægja niður Ísland og íslensku þjóðina vegna þess að þjóðin vogaði sér að rísa upp gegn auðríkinu.
Auðhyggjan lék okkar þjóðfélag illa, en svona rógur er tæki hennar til að viðhalda sér, til að tryggja að illa leikin þjóðfélög taki ekki upp nýjan kúrs, byggðan á frjálsum markaði og heilbrigðum kapítalisma.
Þjóðfélög þar sem auðmenn og auðfyrirtæki eru ekki afætur sem sjúga til sín fjármagn og eignir almennings.
Íslenska Nei-ið er risaskref til heilbrigðar framtíðar.
Framtíðar sem auðmenn og auðmannsleppar óttast af heilum hug.
Því þá mun verðmætasköpun, ekki fjármálabrask og spákaupmennska, skapa þjóðarauð, og verðmætasköpun er eitthvað sem þetta lið kann ekki.
Arðrán er þeirra fag.
Og því verður að linna.
Kveðja að austan.
Íslendinga bíður fordæmandi skýrsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem ég undraðist mest í aðdraganda hrunsins var hrokafull afneitun íslenskra ráðherra þegar erlendir hagfræðingar lýstu því hversu lítið hagkerfi okkar væri orðið í samanburði við skuldir bankanna. Þessar upplýsingar vöktu mér skelfingu og ég varð var við sömu tilfinningu hjá mörgum þeim sem ég ræddi við.
Í hreinskilni sagt þá blasti þarna við mynd rússneskrar rúllettu.
Ég leyfi mér að tala um líklega fordæmalaust kæruleysi sem hlýtur að eiga að vera refsivert.
Ef við nýtum ekki þetta tækifæri til að gera stjórnmálamönnum það skiljanlegt að þeir beri ábyrgð á fjárhagslegu öryggi þjóðarinnar þá erum við að senda slæm skilaboð til framtíðarinnar.
Árni Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 22:34
Blessaður Árni.
Stjórnmálamenn eru þjónar kerfisins sem skóp þá.
Auðhyggja yfirtók þetta kerfi, og sigldi öllu í strand.
Þú hefur ekkert að gera við að hengja mann og annan, sem vann við þetta kerfi, og fyrir þetta kerfi. Ekki ef þú lætur sjálft kerfið ósnert, lætur hugmyndafræðinga þess komast upp með að endurskapa það í ennþá skelfilegri mynd.
Á það er ég að benda, og á það hef ég bent.
Við þurfum að fella kerfi auðhyggju og auðmanna. Það er sameiginlegur óvinur okkar allra, líka íhaldsins.
Þetta fyrirhugaða uppgjör er kerfisblekking, til að festa kerfið í sessi, ekki til að koma á réttlæti. Og það er tími til kominn að fólk átti sig á því.
Þetta vítaverða kæruleysi sem þú bendir á og er augljóst öllum mönnum, að ég held a.m.k., það á sér margar skýringar, aðallega þá að úrtöluraddirnar áttu ekki upp á dekk í almennri umræðu. Sá stjórnmálamaður, sem hefði farið að vinna gegn útþenslunni, hann hefði ekki hlotið til þess stuðnings, hann hefði þurft að beita valdi til að stöðva helreiðina.
En það liðna, snertir ekkert það sem þjóðin þarf að gera til að verjast þeirri fjármálaárás sem hún varð fyrir, og Michael Hudson hefur lýst svo vel. Fjármálaárás, sem almenningur víða um hinn vestræna heim er að glíma við. Í dag segðum við öll Heil þegar við hittumst, ef Bretar hefðu brugðist við eftir því viti sem þjóðin sýnir í dag. Ef breska þjóðin hefði farið í að kryfja fortíðina, og elst við þá stjórnmálamenn, sem sýndu vítavert kæruleysi í aðdraganda styrjaldar, þá hefði hún tapað stríðinu. En henni bar gæfu til að snúa bökum saman, og verjast yfirvofandi árás þeirra ógnarafla sem ógnuðu framtíð hennar. Þeir sem höfðu sýnt vítavert gáleysi og voru orsök þess að vandinn varð svona illvriðráðanlegur, þeir öxluðu ábyrgð og hleyptu öðrum að. Öðrum, sem vildu og höfðu kjark til að verja þjóð sína gegn ofureflinu.
Varnarbarátta er aldrei flókin Árni, en hún krefst þess vits, að fólk heyji það stríð sem það er statt í, en leggi ekki niður vopn, til að geta gert upp átök fortíðar.
Það er ICEsave/AGS liðið sem er ógn morgundagsins, ekki þeir stjórnmálamenn sem þegar er búið að reka. Innbyrðis uppgjör í dag, gerir ekkert annað en að veikja vörn þjóðarinnar gegn því skuldahelsi sem auðmannsleppar brugga okkur.
Og það skuldahelsi vill ég ekki börnum mínum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.4.2010 kl. 00:38
Yfirlýsingar sérfræðinga fyrir hrun voru á báða vegu - hverjum átti að trúa.
Guardian dregur upp mynd fyrir Gordon Brown - mynd sem á að fela hroðalegt ástan hjá þeim sjálfum GB sagðist ekki ætla að greiða skuldir breskra óreiðumanna - en hann er hinsvegar að reyna að setja ofurskuldir íslenskra á okkur -
Enn og aftur - hættum samningum - látum málið fyrir dómstóla - þá kemur í ljós að regluverk Evrópu sem var búið að taka upp hér - stenst ekki og það hrynur margt í Evrópu eftir að við vinnum það mál. M.a. bankakerfið (það sem eftir er af því).
Hitt er svo annað að við þurfum á annari nefnd að halda - nefnd sem fer í gegnum það sem gerðist eftir hrun og til dagsins í dag. Það er þjóðarnauðsyn.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.4.2010 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.