11.4.2010 | 20:04
VG gerir upp frjálshyggjuna með samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
VinstriGrænir halda að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé velferðarstofnun. Velferðarstofnun í þeirri merkingu, að hún stuðli að fátækt, jöfnuði í fátækt.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé einskonar nútímaútfærsla af velferðarkerfinu sem kennt var við Sovétkommúnismann sáluga, en þar var mikil áhersla lögð á jöfnuð almennings í fátækt. Og velmegun, velmegun yfirstéttar flokksins og stjórnkerfisins.
Rætur vinstrihluta VG liggur jú í stuðningi við þessa sovésku velferðarstefnu.
Þess vegna byggist heilög barátta Vinstrigrænna við frjálshyggju auðmanna á órofa samstöðu við stefnumál Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þess vegna er VG á móti því að hjálpa skuldsettum barnafjölskyldum, skuldabasl þeirra herðir á hinum félagslegum jöfnuði allsleysisins.
Þess vegna tekur VG undir kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hallalausan ríkisbúskap, félagslegar tilfærslur mega alveg missa sig á krepputímum, allir vita að súpueldhús góðgerðarstofnanna eru miklu skilvirkari leið til að fæða fátækt fólk. Og hvað er betra en löng biðröð eftir súpu til að tryggja sameiginlega stéttarvitund fólks.
Þess vegna vill VG greiða bretum skatt, það er gert svo þeir endurláni okkur aftur svo yfirskuldsett ríkisfyrirtæki geti reist 2-3 risavirkjanir, svo hægt sé að reisa risaverksmiðjur, svo fólk þurfi ekki að mennta sig, heldur uni sælt og glatt við sitt við færibönd auðvaldsins. Allt í anda gamla Sovétsins, risavirkjanir, risafabrikkur og framtíð verkafólks er tryggð um aldur og ævi viðkomandi verksmiðja.
Já, frjáls markaður, öflugt atvinnulíf sem byggist upp á
og velmenntuðu vinnuafli, það er eitthver frjálshyggja sem hvorki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og VG líkar við, og full ástæða að gera upp við.
Og allir áhugamenn um skuldaþrælkun og ömurleg lífsskilyrði styðja AGS og Sóleyju í þessari krossferð alþjóðlegs auðvalds gegn almenningi og sjálfstæði þjóðarinnar.
En við hin vinnum hörðum höndum að henda þessum Óbermum úr landi.
Ein leið til þess er krossa ekki við fólk sem er meðvirkt í Helstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gegn frelsi okkar og sjálfstæði. Enginn frambjóðandi sem treystir sér ekki til að hafna áframhaldandi samstarfi við illþýðið, á skilið atkvæði okkar.
Sveitastjórnarkosningarnar eru tækifæri þjóðarinnar við að segja Nei við ICESave, að segja Nei við Óbermi.
Það er ekki víst að við fáum annað tækifæri til þess.
Kveðja að austan.
VG í uppgjöri við frjálshyggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 374
- Sl. sólarhring: 753
- Sl. viku: 6105
- Frá upphafi: 1399273
Annað
- Innlit í dag: 316
- Innlit sl. viku: 5171
- Gestir í dag: 294
- IP-tölur í dag: 291
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verður Icesave, sem er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins, í framboði í seitarstjórnarkosningunum í vor?
Jóhannes Ragnarsson, 11.4.2010 kl. 20:16
Æsseif og Agéess eru hjónabandsbörn allra stjórnmálaflokka á Íslandi nema Hreyfingarinnar og Besta flokksins.
En svo sannarlega er ég sammála þér með að reka þennan ófögnuð úr landi og það með dálitlum fyrirgangi sem vekur heimsathygli.
Ég held að þessi alþjóðanauðgari þurfi á slíkri auglýsingu að halda.
Árni Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 20:22
Fólk mun kjósa það sama og seinast - nema svona 10% sem sjá í gegnum þá. Allir hinir eru sauðir. því miður.
Ég spái: D = 30-35%, S = 20-25% VG = 10-15%, B = 10-15%. Allir aðrir skila auðu eða kjósa annað.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.4.2010 kl. 00:00
Blessaður Jóhannes.
Nú er stórt spurt, er Sóley í framboði, eða 507 milljarða skuldbindingin???
Mitt álit liggur svo sem fyrir í pistlinum, en vill benda á að þegar þú tekst á við glæpi og glæpamenn, þá skiptir ekki máli hverra manna þeir eru, eða hvar þeir ólust upp. Eða hvort þetta voru góðborgarar í fyrra lífi.
Það er jú núið, glæpurinn sem skiptir máli, og hvað þarf að gera til að hindra hann í framtíðinni.
Til dæmis held ég að gyðingar hafi ekki margir kosið þýska nasistaflokkinn í sveitarstjórnarkosningum, jafnvel þó baráttan við bolsvéismann hafi líka verið áhugamál þeirra margra.
Það er eðli okkar að berjast gegn þeirri hættu sem ógnar okkur mest i hvað og hvað skiptið. En lifir þú af einn lífsháskann, þá hugar þú vafalaust af þeim næsta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.4.2010 kl. 00:07
Blessaður Árni.
Króinn er vissulega margfeðraður, en lifir samt sjálfstæðu lífi í dag.
Og vinir mínir í Framsóknarflokknum, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að hía á AGS, ásamt Hreyfingunni. Og við fyrstu umræðu, þá vantaði ekki nema herslimunin að Illugi hafi líka híað.
Minni aðeins á að AGS á sér fáa vini í dag enda illþýði mikil.
En þeir sem geta ekki hugsað sér að kjósa fjórflokkinn, þeir verða að móta sér sinn eigin valkost. Að kjósa AGS flokkanna er sama að kjósa um þrælahald, og samþykkja það. Slíkt er aldrei valkostur fyrir frjálst fólk, sama hvað menn mislíkar svo almennt við stefnu annarra flokka. Og að skila auðu eða kjósa Gnarrinn, er líka brenglun sem lýsir miklum hvötum til þrælalífs.
Þrældómur á nefnilega aldrei að líðast, og nauðgun ekki heldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.4.2010 kl. 00:16
Blessaður Ásgrímur.
Minni aðeins á að það er betra að vera sauður en skuldaþræll.
Kosningarnar snúast um tilveru þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.4.2010 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.