11.4.2010 | 18:31
Smán íslenskra fjölmiðlamanna í hnotskurn.
Þeir fjalla ekki um neitt sem kemur illa við við húsbændur sína, auðmenn og Leppa þeirra í stjórnkerfinu.
Þeir fjalla ekki um skelfilegar afleiðingar hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þeir fjalla ekki um fátækt og örbirgð þúsunda barnafjölskyldna.
Þeir fjalla ekki um neitt sem skiptir máli.
Íslenskur almenningur þarf að lesa áströlsk dagblöð til að kynna sér afleiðingar stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.
Íslenskur almenningur þarf að lesa bresk dagblöð til að fá vitneskju um ólöglega fjárkúgun breta og Hollendinga í ICEsave deilunni.
Íslenskur almenningur þarf að lesa greinar á ensku um alvarlegar afleiðingar af yfirskuldsetningarstefnu íslenskra stjórnvalda að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bæði er það vegna þess alvöru hagfræðingar, eins og Michael Hudson og Joseph Stiglitz eru hundsaðir af íslenskum fjölmiðlamönnum, sem og hitt að alvöru íslenskir hagfræðingar eins og Jón Daníelsson og Gunnar Tómasson eru ekki virtir viðlits í íslenskri fjölmiðlaumræðu.
Íslenskir fjölmiðlar tala aðeins við hagfræðidverga, eða hagskrípi.
Eitt hagskrípið fær fastan tíma í Morgunútvarpi allra landsmanna, til að mæra Helstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta hagskrípi var fremstur í flokki þeirra sem beittu skríparökum gegn þeim sem vöruðu við forsendum útrásarinnar og ofþenslu bankakerfisins. Eftir Hrun beitti hann skríparökum sínum til að aðstoða hugmyndafræðinga frjálshyggjunnar við að kæfa niður alla hjálp við ungt fjölskyldufólk í erfiðleikum. Og hann var fremstur í flokki þeirra sem fengu ómælt pláss í fjölmiðlum við að tala niður skynsemishugmyndir þeirra Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega, sem komu fram strax eftir Hrun, og voru raunhæf leið fyrir þjóðina að endurreisa sitt efnahagslíf án þess að forsendur samfélagssáttar myndi bresta.
Dæmið um ást Ruv á þessu hagskrípi er tekið til að sýna af hverju íslenskur almenningur þarf að lesa áströlsk blöð til að fá vitneskju um ástandið í þjóðfélaginu. Ruv lýtur stjórn Leppa þess stjórnkerfis sem kunnu það eina ráð eftir Hrun að fá til landsins alþjóðleg Óbermi með samfélagslega gjöreyðingarstefnu sína.
Ruv segir ekki satt, nema þegar það hentar Leppunum til að afvegleiða umfjöllunina. Á næstu dögum mun Ruv vera yfirfullt af fréttum um gjörðir fallna auðmanna, svona á meðan að mál málanna, áframhaldandi samstarf við AGS, mun enga athygli og umfjöllun fá.
Því Ruv styður skjaldborg auðmanna, og vinnur fyrir sömu hugmyndafræðinga og hönnuðu Hrunhagkerfið.
Ruv veit ekki að það er fátækt á Íslandi.
Ruv þarf aftur að komast í eigu almennings.
Kveðja að austan.
Fjallað um íslenska fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og hana nú!
Eva Sól (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 18:25
Já, og jafnvel hænur líka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.4.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.