Ha, sagði hún satt?????????

 

Spurði Össur Skarphéðinsson í forundran.

"Er hún hætt að styðja ríkisstjórnina????".

 

Ekki von þó greyið spyrji, á ekki að venjast að íslenskir blaðamenn spyrji spurningar, hvað þá að þeir birti viðtal með réttum upplýsingum og staðreyndum.

Þeir eiga jú allt sitt undir auðmönnum og ríkisstjórninni..

 

Og ef það er eitthvað sem ríkisstjórn Íslands getur samsamað sig um, þá er það úthýsing sannleikans.  Eftir nýlegan fréttamannafund ríkisstjórnarinnar heyrðist óánægjumuldur í ungum blaðamanni, nýbyrjuðum í faginu.  Hann var svekktur því hann átti von á að fundurinn endaði á shjóvi, að Steingrímur myndi rífa sig upp á hárinu.  Enda ekki von, starfsþjálfun hans fólst í upplestri á raunsæjum sögum baróns Munchausen, þannig var hann talinn best hæfur til að birta bullið án þess að æla.

Eða hver með fullu viti og óskertri dómgreind getur athugasemdalaust birt fáránleika eins og þann að forsenda endurreisnar yfirskuldsettrar örþjóðar, sé lántaka hjá AGS og Norðurlöndum upp á 800 milljarða, til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð er sagt.  Er blaðafólk sem étur upp slíka vitleysu á lyfjum?????

Og næsta frétt á eftir  er að forsenda þessa 800 milljarða "styrkingu" á gjaldeyrisvarasjóðnum sé skattur til breta upp á a.m.k. 507 milljarða í viðbót, á sama tíma og það er ekki hægt að aðstoða fólk í erfiðleikum, og starfsmenn AGS eru í óðaönn að útbúa Gaddinn sem á að vísa sjúkum og öldruðum  út á.  Eða hvernig ætla menn að skera niður 100 milljarða á næsta ári til viðbótar þeim niðurskurði sem þegar hefur orðið.  Halda menn að 160 milljarða vaxtagjöld vegna ICEsave og AGS heimskunnar borgi sig sjálf???

Og  þriðja fréttin er frá beinni útsendingu frá Fimmvörðuhálsi þar sem fréttamaður tilkynnir  að vegna þessa 1.300 milljarða í viðbóta lántöku, sem hafi aflað þjóðinni svo mikils trausts, að nú ætli ríkisstjórnin að taka 200-300 milljarða viðbótarlán, hjá einhverjum sem treystir henni, og virkja eldkraft náttúrunnar.  Reyndar á Reykjanesi, en hvar verður næsta gos?????  

Endurreisn Íslands krefst sem sagt forlántöku upp á 1.300 milljarða, svo hægt sé að bæta við 200-300 milljarða, á þegar hálfgjaldþrota orkufyrirtæki, svo þau geti reist virkjanir ofan á eldstöðvum, eða í námunda við þær.  

Ef illa fer, þá mun jú Steingrímur rífa sig upp á hárinu, og þjóðin mun glöð og sæl marsera í sitt skuldafangelsi, allavega sá hluti hennar sem trúir tröllasögum og bulli, en fælist sannleikann eins og róninn vatnið.

 

Svo tekur Þjóðverji viðtal þar sem Ingibjörg Sólrún bendir þýskum blaðamanni kurteislega á að Steingrímur hafi ekki hár, ríkisstjórnin sé forystulaus og ekki starfi sínu vaxinn.

Og Össur þarf ekki að vera hissa.  Hann leyfði Minimini Steinriða að ljúga því að  þjóðinni Svavarssmánin væri ávöxtur ættaður úr aldingarði Ingibjargar.  Og auðmannsleppar á fjölmiðlum látnir síðan þagga varnarræðu Ingibjargar svo trúgjarnir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar héldu að ICEsave áþjánin væri hennar sköpun.

Sem er lygi.

 

Og Ingibjörg er eldri en tvævetur í pólitík, hún veit hvernig maður svarar þeim sem hafa lygina fyrir hækju.  

Hún segir satt.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is Fast skot á Össur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Ómar -

Það kemur frá þér hver snilldarpistillin á eftir öðrum - þakkir til þín.-

Þú bloggaðir líka um fátækt á Íslandi.

Ég sagði frá því um daginn hvernig ung hjá berðust í bökkum með milli 20-30 milljóna skuldir á bakinu vegna veikinda dætra sinna.

Núna er svo komið að þar sem kerfið - TR - Ráðuneytið - allur pakkinn er að skoða og skoða málin - að þrátt fyrir baráttu foreldranna við að reyna að fjármagna framhald meðferðanna í Borston þér búið að loka á frekari aðgerðir - skuldirnar sem hafa hlaðist upp vegna afstöðu TR (sem byggist á minnimáttarkennd 3 lækna ).

Fólk getur talað um milljarða tugi eða milljarða hundruð í afskriftir - fólk getur létt skuldum af fjárglæframönnum - en 2 litlar systur geta ekki lengur fengið læknisaðstoð vegna þess að kerfið "er bara þannig " 

Hér er hluti ú bréfi Barnaspítalans í Borston -

Úr bréfi frá spítalanum:

 

Hello Hildur,

 

I wanted to inform you that the account was discussed by management.  Unfortunately, they can not leave the accounts outstanding any longer. 

I’ll wait to hear back from you.

 

Thanks,

Jazmin

Allt stafar þetta af því að minnimáttarkenndareinstaklingar eru ósammála læknunum úti um framgang mála -

og það er ekki eins og verið sé að tala um skussa í Boston - þetta er Harward barnaspítalinn sjálfur - spítali með t.d. lækni ( sem meðal annars hefur sinnt þeim systrum) sem hefur starfað á vegum WHO..

www.systurnar.barnaland.is  ég hvet ykkur öll til þess að fara inn á heimasíðuna þeirra.

Það eina sem hefur gerst undanfarin ár er að Guðlaugur Þór gekk í það að láta samþykkja lyf sem er nauðsynlegt en þá er enginn læknir sem skrifar uppá - þau 3 ráða ferðinni sem gætu gert það og segja nei. Ekki þetta lyf. Það jafngildir því að ferðirnar til Boston eru MUN fleiri en þyrfti að vera.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2010 kl. 09:28

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ung hjón - átti það að vera - hún er smitandi þessi ósjálfráða skrift.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2010 kl. 09:30

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, "vegna þess að kerfið er þannig".

Og þetta verður alltaf verra og verra, nálaraugað þrengist með hverjum milljarðinum sem þarf að spara.  Fyrst þeim milljörðum sem AGS krefst til að jafnvægi náist, og síðan þeim hundruðum milljörðum sem vextir og afborganir sjúga úr þjóðarbúinu.

Stóra spurningin er því, hvað ætlar þetta fólk, sem krafðist aðkomu AGS, að segja við hinn æðra dómara þegar þar að kemur.

Sumt er ekki gert, ef það er gert, þá hefur það óhjákvæmilegar afleiðingar.

Ólafur, svona dæmi og svo mörg önnur, um óþarfa þjáningu fólks, í þjóðfélagi alsnægta,  eru hreyfiafl minna skrifa.  Þess vegna hegg ég á báða bóga, þegar tilefni gefur til.  Ef ég væri að spá í vinsældir, eða frama, þá fyndi ég mér skjól hjá einhverjum hópnum, og sæi öll mál í gegnum hans gleraugu.  Þannig öðlast maður bakland, þannig fá skrif manns sjálfkrafa stuðning samkvæmt klór-aðferðarfræðinni.

Og þannig svíkur maður sjálfan sig, þegar rétt hættir að vera rétt, vegna þess að aðrir hagsmunir kalla á annað stöðumat.

Ég tek eftir því að þeir sem hugsa til hægri, þeir kunna ágætlega að meta hvessu mína til núverandi stjórnar, og þeir sem eru mín megin við miðjuna, þeir kunna líka vel að meta þegar ég hegg til hægri.

En ekki margir spá í að ég tala alltaf úf frá sömu forsendunum, líka þegar ég bendi á þá einföldu staðreynd, að flestir i pólitík vilja vel, hjartalagið er mjög svipað, og flestar þessar deilur óþarfar.

Við viljum allflest það sama, en það er eitthvað sem villir sýn, til dæmis völd, þráin eftir völdum, hagsmunir, hræðslan við athlægi, eins og til dæmis það athlægi að kalla illþýði AGS, Óbermi.

Og á meðan við þrösum og deilum, þá mallar auðkerfið sinn vanagang, hugsar um sig og sína, ekki tvær veikar systur.  Margir hægri menn verja slíkt afskiptaleysi, einhver dári, sem líkamnaðist í Chicago fyrir nokkrum áratugum, taldi þeim í trú um að slíkt væri hægri mennska og forsenda framfara að fórna börnum og sjúkum á altari hagvaxtar, því líkt og sólin forðum hjá Aztekum, þá gerðist hið sjálfkrafa ekki nema með mannsfórnum.  

Þess vegna er það kallað föðurlandsást og barátta gegn sósíalisma að neita fátækum börnum um læknisaðstoð í Bandaríkjunum.  Hugmyndafræði andskotans hefur víða skotið rótum.

Þessum afvegvilltu hægri mönnum þekkja ekki fingraför þess afls sem spilar með þá, og er fyrirmunað að skilja að heilbrigður kapítalismi byggist ekki bara á athafnafrelsi, heldur líka á mannúð og mennsku.  Og virðingu fyrir öllu lífi, líka lífi fátækra barna.

Á hinn bóginn höfum við hugsjónafólk, sem hefur látið sama dára, en í öðrum líkama, telja sér í trú um að jöfnuður fjöldans krefjist mannslífa, og enginn sé mjög sæll, nema í niðurnjörvaðri miðstýrðri fátækt og allsleysi.  Kannski ekki hugsað þannig, en endar alltaf þannig þegar fólki er meinað að ráða sínum málum og stunda heilbrigð viðskipti sín á milli.

Þessir talsmenn jafnréttis, frelsis og bræðralags þekkja heldur ekki fingraför þess sem afvegleiðir þá, og þeir átta sig heldur ekki á gildu mennsku og mannúðar fyrir heilbrigt og gott þjóðfélag.

Hvað fer fram í heilabúi fólks sem ræður öllu á Íslandi í dag, veit  ég ekki.  En ég veit að mannúð og mennska er vandfundin þar.  Það er ein skýring þess sem þú lýsir ásamt faglegri heimsku og hroka.  Þú minntist líka á annan grafalvarlegan hlut, og það er það skuldabasl sem blasir við öllum sem ala upp börn, og þurfa jafnframt að glíma við erfiðleika sem draga úr tekjum eða valda auknum útgjöldum.  Vissulega hefur  margt þokast í þeim málum, en hið tilbúna skuldabasl sem fylgdi í kjölfar Hrunsins, bætir ekki úr skák.

Og fyrst ég minnist á mannúð og mennsku, þá er lítil mennska í því fólgin að láta barnafólk sitja uppi með Hrunskuldir kerfisins, að barnafólk sé auðuppspretta fyrir hið nýja fjármálakerfi.

Samt erum við aðeins 300 þúsund hræður.  Og lifum í mjög gjöfulu landi.

En einhvers staðar hvarf samúðin og samhygðin úr þjóðarsálinni.

Þess vegna fara hýenur braskara með öll völd.

Er ekki tími til kominn að fólk átti sig á þörfinni fyrir nýja hugsun og ný viðmið??

Er ekki hið gamla gjaldþrota???

Ég tel það, þess vegna hegg ég og hegg, en trúi um leið á upprisu þjóðarinnar.

Spurningin er af hverju mikið fleiri deila ekki þeirri von og trú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.4.2010 kl. 15:15

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Ómar og þakka þér -

Vissulega erum við ekki sammála um alla hluti - en - ég virði skoðanir þínar sem eru settar fram öfgalaust - skýrt og skilmerkilega - allar öfgar vinstri -hægri - eru slæmar að mínu viti.

Frelsi í viðskiptum er nauðsyn - til eru (útrásarliðið) einstaklingar sem misnota slíkt og því miður var regluverkið hér ekki í lagi enda tekið upp hjá ESB -

Það þýðir ekki það sama og að banna frjáls viðskipti -

Skotvopn eru gagnleg verkfæri á ýmsum sviðum - það breytir hinsvegar ekki því að til eru einstaklingar sem misnota þau verkfæri.

Ég vil nú samt ekki gera þáð fólk sem gerði frjáldu viðskiptin lögleg eða samþykktu innflutning á skotvopnum ábyrg fyrir notkuninni.

Helför útrásarliðsins er ótrúleg en eins og þú þá trúi ég því að þjóðin muni rísa upp fyrr en síðar. Mér finnst bara alltof mikið gert í því að koma í veg fyrir þá upprisu.

Hvað varðar ungu hjónin með dæturnar tvær - það mál er stórt og margir í "kerfinu" sem gera það verra og í raun settu málið allt í hnút vegna minnimáttarkenndar. Eins og ég sagði áður gerði Guðlaugur Þór það eina sem gert hefur verið á jákvæðu nótunum í þessu máli.

Læknarnir hér heima hafa það fram að færa að kæra hjónin til Barnaverndarnefndar fyrir það að leita lækninga í Boston (reyndar upphaflega að ráði og frumkvæði læknanna hér ) og skrúfa fyrir alla aðstoð frá Siglinganefnd -

Málið er í skoðun hér og þar - en ekkert gerist og ef sú sem er með "systu" ( blaðra ) í höfðinu  fær ekki aðgerð í maímánuði er illa farið - sú yngri þarf líka á aðgerð að halda á sama tíma -

Peningar - nei ekki til peningar - ekki í þetta - í niðurgreiðslu á helför Jóns Ásgeirs og annara helfararstjóra - nóg af peningum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.4.2010 kl. 11:00

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur, þetta er mjög sorglegt allt samann.

Þegar maður les svona, setur mann hljóðan.  

Ég hef ekki þann bloggkraft sem þarf til að breyta til góðs í þessu máli.  "Andstaðan" er það harkaleg að ég er hvergi aufúsugestur í betri stofum.

En svona dæmi útskýra hörku mína, svona ef einhver er að spá í af hverju ég er svona illskeyttur út i AGS liðið.  Vegna þess að skuldahelsi sjóðsins skrúfar fyrir alla mannúð í kerfinu.  Og svona dæmum á eftir að fjölga mjög mikið.  Því sama hvað við segjum um þjóðfélag okkar, þá reyndi það sitt besta við að hjálpa alvarlega veikum börnum.  Og kjarni aðstoðarinnar var á við það besta sem gerðist annars staðar.  

Þið hægri menn áttuð stóran þátt í að byggja upp þetta þjóðfélag og auðhyggjan sem hér var flutt inn frá Chicago, var að brjóta niður ykkar verk, verk þeirra Bjarna, Ólafs og Geirs,  auk margra annarra.

Og ég er að verja þetta þjóðfélag, sem mér  þótti mjög vænt um, þrátt fyrir alla galla þess.  Og þegar ég tala um upprisu, þá tala ég um upprisu gamla þjóðfélags míns í endurbættri mynd.

Þegar ég var að vísa í skrif mín, þá var ég ekki að vísa í skoðanir mínar sem slíkar, á það til sjálfur að gera ágreining við þær ef ekkert betra býðst.  Trúi á átök hugmynda og þróun umræðu sem forsendu betri heims. 

Það sem ég var að vísa í eru þær forsendur sem ég hef sem viðmið, forsendur sem ég trúi að mjög stór meirihluti þjóðarinnar samsinni sig við.  Forsendur sem ég kalla í sinni einföldustu mynd mannúð og mennsku.  Má nota mörg önnur orð yfir sömu grunnhugsun sem er forsenda framtíðar mannsæmandi þjóðfélags.  Ég var aðeins að impra á, svona fyrir þá sem vilja bera saman sínar hugsanir við skrif mín, að ef við viljum virkilega að eitthvað betra komi út úr Hruninu, þá megum við ekki skipta um skoðun eftir því hvort flokkur okkar er gerandi eður ei.

Ég átti einu sinni marga samhljóma pistla við gott og gegnt vinstrafólk, í dag er svo ekki.  Margir úr röðum þeirra sem vantreysta fjórflokknum, telja að ICEsave andstaða Sjálfstæðismanna hverfi á einni nóttu, ef þeim tekst að sprengja stjórnina.  Ég deili ekki þessum ótta, nema hvað varðar valdahópinn, tel að þorri almennra stuðningsmanna flokksins muni krefjast þess flokkurinn standi við andstöðu sína við hinn ólöglega bretaskatt. 

En ég óttast miðjumoðið sem kæmi hugsanlega út úr því sem kallast á máli stjórnmálamanna, "að sýna ábyrgð".

Þess vegna minni ég bæði hægri og vinstri menn reglulega á að ICEsave og AGS andstaðan er ekki flokkspólitísk, heldur sammannleg varnarbarátta fólks sem vill ekki að hægt sé að ráðskast svona með líf þess.

En það er samt ekki dýpri skýring þess að ég spann innslag mitt á þeim nótum sem ég gerði. 

Ég tel að upprisan krefjist samstöðu svo margra, og ég er alltaf að spá í hvað fólk, með ólíkar lífsskoðanir en að mínum dómi sama kjarna mennskunnar,  geti sannmælst um ef framtíð þjóðar okkar krefðist þess að það kæmi saman i sama herbergi og færi út með sameiginleg markmið, en ekki útklórað með útstungin augu eftir innbyrðis átök.

Þessi forvitni er annar drifkraftur bloggs míns, ég leita oft eftir spjalli, svo ég verði nær, og þar sem þetta allt er opinbert, að aðrir verði líka fróðari.  Ég sé það á flettingum að innslög eru lesin.  Þannig að allt þjónar þetta sínum tilgangi, gefur jafnvel svör þeim sem spyrja svipaðra spurninga.  

Og svona spurninga þarf að spyrja, því sundruð leysum við ekki þau yfirþyrmandi vandamál sem þarf að leysa.  

Og á meðan fjölgar svona dæmum sem þú hefur rakið hér að ofan.

Og ég blanda auðhyggju ekki við frjálsan markað og frjáls viðskipti.  Tel hvorug tveggja forsendu mannsæmandi þjóðfélags.  Auðhyggja er eins og þegar frjálsir bændur lögðust af í Sovétinu, og samyrkjubúin komu í staðin.  Örfáar risaeiningar sem kæfðu allt frelsi og frumkvæði venjulegs fólks.  Eða eins og lénsskipulagð þegar örfáir gósseigendur áttu allt jarðnæði, og meginþorri fólks var annað hvort í ánauð þeirra, eða leiguliðar.  Og lifði í örbirgð.

Risa, risa er alltaf slæmt fyrir hinn venjulega mann, skiptir ekki hvort það er Sovét, eða Lén. Krafturinn liggur í fjöldanum, sjálfstæði hans og þeim skilyrðum sem honum er búið til að yrkja jörðina og stunda viðskipti sín á milli.  Og óvinurinn heitir arðrán, hvort sem það eru auðmenn eða kommissar sem hafa hag af því.

Og það sem gildir um skynsama nýtingu jarðarinnar, gildir líka um öll önnur viðskipti, það stóra er aðeins hagkvæmt upp að vissu marki, og það eiga allir að hafa hag á að tilheyra því samfélagi sem byggir velsæld sína á frjálsum viðskiptum.

Þessa skoðun mína má orða á margan hátt, en í grunninum held ég að hún sé sá kjarni sem allflestir ættu að samsinna sig við.

Og bæting þjóðfélagsins felst ekki í kerfisbreyting, hún felst í bætingu okkar sjálfra.  Til dæmis að við getum virt skoðanir annarra, og fundið sameiginlega fleti.  Fleti sem eru raunhæfir, ekki miðjumoð.  

En hvað um það, það er langt síðan að ég ætlaði að setja punktinn.  Ítreka að ég sendi hlýhug til þessa unga fólks.  Hef þá lífsskoðun að slíkt skiptir máli, og hafi áhrif

Takk fyrir spjallið Ólafur.

Kveðja, Ómar. 

Ómar Geirsson, 11.4.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband