9.4.2010 | 20:43
Baráttan gegn fátækt á Íslandi er ekki flókin.
Hún snýst um að gera það sem gera þarf til að fólk komist skammlaust í gegnum kreppuna.
1. Það er of mikið til af húsum á Íslandi, þúsundir íbúða eru óseldar hér og þar. Þess vegna er fásinna að bera fólk út úr húsum sínum þó það eigi í tímabundnum erfiðleikum.
Jafnvel félagshyggjufólk Íslands hlýtur að fatta þá einföldu staðreynd að enginn borgar meira en hann getur, því á að aðlaga greiðslubyrði fólks af því sem raunhæft er að það greiði af tekjum sínum í húsnæðislán.
Um eftirstöðvarnar má ræða seinna þegar atvinnulífið útvegar aftur öllum mannsæmandi vinnu á mannsæmandi launum.
2. Allir þurfa að borða, Ísland er matarkista.
Aðeins mannanna verk hindrar að þessi matur er ekki í boði á sanngjörnu verði.
Til dæmis má skilyrða hluta strandveiða við að aflinn sé seldur á hóflegu verði á markaði.
Það er enginn munur á áli og káli, nema k-ið. Samt hafa stóriðjufurstar talið fólki í trú um að k-ið krefjist þess að raforka til garðyrkjubænda eigi að vera margföld þess sem þeir greiða. Þann misskilning þarf að leiðrétta.
Lambakjöt er hollt og gott, samt eru framleiðslutakmarkanir á því. Til hvers??? Svo hægt sé að eyða dýrmætum gjaldeyri í að flytja inn núðlur handa fjölskyldufólki sem hefur ekki lengur efni á hollum og góðum mat sökum dýrtíðar????
Nei, það er mannanna verk að börn þessa lands séu alin á núðlum og spaghettí, þegar öll mið eru full af fiski, gróðurhús hálftóm vegna álísku og fjallshlíðar tómar af fé.
3. Skuldaok gengis og verðtryggingu er líka mannanna verk. Gott meðal gegn slíku athæfi er að láta talsmenn þess óskapnaðar lifa á þeim ráðstöfunartekjum sem þeir ætla ungu fólki í sínu skuldabasli.
Eftir svona einn mánuð, mun enginn mæla heimskunni bót.
Þjóð sem á nóg af húsum og mat, er aldrei fátæk, ekki nema vilji sé til þess.
Þess vegna á verkefnið ekki að snúast um að berjast gegn fátækt, heldur veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, og berjast gegn öllum þeim stjórnmálamönnum sem lúta óráðum hans.
Baráttan gegn fátækt á Íslandi er barátta gegn heimsku þeirrar hagfræði sem ekki vill útdeila gæðum landsins á sanngjarnan hátt þannig að allir hafi í sig á.
Fátækt á Íslandi var nefnilega útrýmt fyrir áratugum þegar landsmenn tóku upp nýtískulega framleiðsluhætti og tóku rafmagn og heitt vatn í sína þjónustu.
Sé eitthvað í dag sem kalla má fátækt, þá er það vegna þess að það er vitlaust gefið og byrðum Hrunsins misskipt á milli fólks, á milli kynslóða, á milli þeirra sem hafa vinnu og þeirra sem hafa misst vinnu.
Vandinn er með öðrum orðum heimatilbúinn.
Málið er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Mikill áhugi á baráttunni gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:38 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 590
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6321
- Frá upphafi: 1399489
Annað
- Innlit í dag: 505
- Innlit sl. viku: 5360
- Gestir í dag: 462
- IP-tölur í dag: 455
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér, vandinn er heimatilbúinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2010 kl. 00:35
Flottur pisill að venju..
Óskar Arnórsson, 10.4.2010 kl. 03:19
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Óþarfi að láta smámenni slá sig til riddara með nokkrum milljónum á meðan þúsundir líða skort í landi sem á nóg af öllu.
Eftir að þeir slógu skjaldborg um heimili landsins með rúmum 2 milljörðum í hækkun barnabóta, þá hafa þeir fyrirgert rétti sínum til að slá sér pólitískar keilur.
Bloggið verður að segja satt, þó fjölmiðlafólki sé það fyrirmunað vegna hagsmuna sinna eða heimsku.
Núverandi stjórnarstefna er siðleysi, og það er mikið að þjóð sem lætur slíkt yfir sig ganga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.4.2010 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.