Ósigur ríkisstjórnarinnar, hvernig sem fer.

 

Ef stjórn AGS tekur fyrir bónbjargarbeiðni íslensku ríkisstjórnarinnar, og hafnar henni, þá er auðmýking stjórnvalda algjör.

Ríkisstjórn félagshyggju og jafnaðar var mynduð um þá félagshyggju og jöfnuð sem AGS er svo þekktur fyrir víða um heim.  Fyrsta yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttir, eftir að hún varð forsætisráðherra, var að ríkisstjórn hennar myndi í einu og öllu fara eftir efnahagsstjórn AGS, þar á meðal að taka risalán handa bröskurum til að leika sér að,  hafa hæstu stýrisvexti í heimi, svo öruggt væri að ekki væri til peningur í verja hag hinna verst stöddu, og að skera niður halla ríkissjóðs á næstu 2 árum, sama hvaða afleiðingar það hefði á hið brothætta samfélag eftirhrunsins.

Félagshyggja auðmanna var og er hryggjarstykki núverandi ríkisstjórnar félagshyggju og jöfnuðar.  Eins og Spaugstofan orðaði svo pent, þá eru aðeins til peningar til að slá skjaldborg um auðmenn, enda hefur AGS aldrei gefið sig út fyrir annað.

Að hafna síðan bónbjörgum hinna auðmjúku þjóna er hin endanleg niðurlæging fólks sem seldi sálu sína fyrir völd.

 

En verði bónbjörgin samþykkt, þá er ljóst að ríkisstjórnin er stjórn lyga og landráða.  ICEsave krafa breta er með öllu ólögleg og ekkert í lögum og stjórnarskrá landsins leyfir ríkisstjórninni að taka skattfé almennings til að styrkja fjárvana breskan ríkissjóð.  

Samt ætluðu þau Jóhanna og Steingrímur að láta þingmenn stjórnarflokkana  samþykkja Svavarssmánina óséða.  Smán sem innihélt ríkisábyrgð upp á 650 milljarða auk vaxta, smán sem var þannig úr garði gerð, að öll áhættan varðandi innheimtu og ráðstöfun eigna Landsbankans félli á íslenska þjóð. 

Jóhanna Sigurðardóttir laug ítrekað að þjóðinni að krafa breta væri lögmæt, og að teknu tilliti til eigna Landsbankans, þá væri hún uppá 75-100 milljarða.  Það var bara svona formlegheit að hafa ríkisábyrgðina upp á 650 milljarða.  Manneskjan skautaði algerlega fram hjá þeirri staðreynd að það voru vextir frá fyrsta degi á hinu svokallaða láni breta, og þó allt færi á besta veg, þá féllu a.m.k. 507 milljarðar á þjóðina vegna þeirra, miðað við 90% af ábyrgðinni yrði greidd af eignum Landsbankans.  Hún skautaði líka algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að kröfuhafar myndu láta reyna  á réttmæti neyðarlaganna, og þau réttarhöld gætu tekið mörg, mörg ár.  Og ekki væri víst að breskir dómstólar tækju hið minnsta mark á íslensku neyðarlögunum, og myndu krefja skilanefnd Landsbankans um að greiða út eftir breskum gjaldþrotalögum, án tillits til íslensku neyðarlaganna.

Lygi Jóhönnu og leynimakk  þeirra  skötuhjúa var réttlætt með tilvísun í að annars myndi AGS neyta þjóðin um bónbjörg sín, og á þeim bónbjörgum byggðist öll endurreisn landsins að mati ríkisstjórnarinnar og samtaka launþega og atvinnurekenda.  Látum þau fáráð liggja milli hluta þá er ljóst samkvæmt orðum Steingríms í dag,  að bónbjörgin verði samþykkt.  

Það þýðir að ICEsave er fullkomin landráð, ekki einu sinni meintur ávinningur af AGS bónbjörgunum var háð ICEsave ábyrgðinni.  Það eina sem þurfti var staðföst stjórnvöld sem segðu Nei allan tímann  og stæðu á rétti þjóðarinnar gagnvart AGS.  Nú er ljóst að tafirnar á afgreiðslu  stjórnar AGS stöfuðu af því að hér voru ekki staðföst stjórnvöld, bretar áttu alltaf von um að íslenska ríkisstjórnin hefðu styrk til að þvinga ICEsave ríkisábyrgðina gegnum Alþingi, og báðu því stjórn sjóðsins um að hinkra við til að styrkja stöðu Steingríms í glímu hans við þingið.  Hin meinta töf var jú hans eina röksemd. 

Núna þegar er ljóst að þjóðin sagði Nei, þá er ekki forsvaranlegt  fyrir stjórn AGS að hjálpa íslensku ríkisstjórninni lengur, og því er keyrt  á afgreiðslu lánsins.   Hlutverk sjóðsins er jú að gæta hagsmuna þeirra erlendu spákaupmanna sem eiga frosnar krónur og vilja fá þær þýddar í gjaldgengan dollar eða evrur, á yfirverði að sjálfsögðu.  Það var bara blöff að reyna að telja íslensku þjóðinni í trú um að sjóðurinn væri innheimtustofnun fyrir breska ríkissjóðinn.

 

Eftir stendur fífluð þjóð með óhæf stjórnvöld sem tóku þátt í alþjóðlegu samsæri um stærsta rán nútímasögu, að hafa a.m.k. 507 milljarða af íslenskum skattgreiðendum á algjörlega ólöglegan og siðlausan hátt.  

Hve lengi þjóðin lætur ríkisstjórn félagshyggju og jöfnuðar fífla sig er ekki ljóst en það er ljóst að ICEsave landráðin voru ekki forsenda AGS lánapakkans.

Ekki nema Steingrímur sé enn einu sinni að ljúga að okkur.  Að AGS muni frysta og fresta bónbjörgunum og það eigi síðan að nota sem réttlætingu næstu svika í ICEsave deilunni.  

Skiptir ekki máli, trúverðugleiki ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir myndi ekki einu sinni mælast í þeim háþróuðu mælitækjum sem eiga að mæla mini mini Mikla hvell í öreindahraðlinum í Sviss.  Og þó eiga þau tæki að mæla það minnsta sem menn ímynda sér að sé til.

Þetta eru sorgleg örlög, annars ágæts fólks.

Fólks sem lærði ekkert af sorglegum örlogum Galdra Lofts, þú selur ekki andskotanum sál þína og sleppur óskaddaður frá þeim viðskiptum.

Slík eru eðli þeirra viðskipta.

Kveðja að austan. 

 

 


mbl.is Loksins ber stritið árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Góð samantekt - en góði maður -

Ekki nema Steingrímur sé enn einu sinni að ljúga að okkur.

Jóhanna Sigurðardóttir laug ítrekað að þjóðinni að krafa breta væri lögmæt.

Þér getur ekki verið sjálfrátt að halda því fram að þetta fólk segi ósatt.

Eða þannig

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2010 kl. 17:53

2 identicon

Þetta er nú hlægilegasta frétt vikunnar, heilir 20 milljarðar nærri því komnir í hús en samt ekki ennþá ! !. Litlu verður Steingrímur feginn !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Ætli ég sé  ekki orðinn ósjálfráður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2010 kl. 18:26

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Örn.

Menn hafa oft stritað meira og uppskorið minna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2010 kl. 18:27

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ómar. Þú ert orðinn svo mikill snillingur í að senda ríkisstjórninni ígrundaða úttekt á þeim verkum hennar sem hún skilur ekki sjálf að ég held að þetta megi flokka undir "ósjálfráða skrift!"

Það voru dæmi um slíkt hérna áður og fyrr.

Eg held að þetta sé heimskasta fólk sem finnst í dag á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 18:46

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Þú segir nokk, ekki það að þetta sé mikið afrek, er aðeins að endurtaka sömu þuluna í 1001 leið til að tala illa um hernámsstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Í raun er það bara tilviljun að þessir flokkar skipi hana, allir Leppar hefðu hagað sér eins, og fengið sömu pílurnar, mér er nefnilega mjög illa við siðblint auðvald, og Leppa þess, og verkfæri þess, og alla þá andskota sem mæla gjörðum þess bót.

En mér er vel við gott íhald, komma og krata, og yfir höfðu allt sem er gott, til dæmis gott kaffi og góðan Skota.   Þó ekki Gordon Brown, hann er lélegur skoti.

En ég á það stundum til að skrifa um eitthvað sem ég vissi ekki að ég gæti skrifað um, og vitnað í eitthvað sem ég vissi ekki að ég vissi, upprunalegur lestur löngu farinn út úr mínum minni.

Þá fór ég nefnilega að spá í hvort einhver væri að skrifa í gegnum mig, ég trúi nefnilega á skrýtna kýrhausa, samanber að það er margt skrýtið í kýrhausnum.   Og þegar ég hristi hausnum yfir sumu því sem ég skrifa, þá er ekki nema von að hrekklausir lesendur sem slysast inn, spái í hvort manninum sé sjálfrátt.

Góður þessi með ósjálfráðu skriftina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2010 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 2041
  • Frá upphafi: 1412740

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1794
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband