Danir þekkja ekki söguna.

 

Forsenda þess að geta lært af sögunni, er að þekkja til hennar.

Innrás Þjóðverja í Danmörk þann níunda apríl 1940 koma ekki eins og þruma úr heiðskýru lofti, hún átti sér aðdraganda, aðdraganda sem var annars vegar undanlátssemi gegn kúgun og yfirgangsemi fanta og fúlmenna, og yfirgangur og hroki fanta og fúlmenna, sem sannfærðust um að veikir leiðtogar Evrópu kynnu aðeins eitt orð, uppgjöf.  Sú sannfæring byggðist á þeirri staðreynd að þrotlausum yfirgangi þeirra var alltaf mætt með undanlátssemi og aumingjaskap leiðtoga sem höfðu allt afl sem þurfti til að stöðva útþenslu fantanna í fæðingu.

Þess vegna var óhætt að leggja undir sig smærri nágranna, allir myndu gefast upp fyrir hinni voldugu hervél.

Rétt mat, nema fantarnir sáu ekki fyrir einn mann, Winston Churchil, eldmóður hans og baráttuhugur, á þeim tímum þar sem allir vildu greiða ICEsave og AGS, sama hvað það kostaði, með þeim rökum að frekari barátta gegn hinum sterka væri vonlaus, var sá vendipunktur sem hratt af stað skipulagðri andstöðu og mótspyrnu, og smán saman var lýðræði réttarríkisins endurreist í Evrópu, en með miklum fórnum.

Fórnum sem aldrei hefðu þurft að verða, hefði aðeins eitt verið til staðar hjá andstæðingum fantanna, manndómur til að stöðva þá þegar ljóst var hvílíkir skaðræðisgripir voru á ferðinni.

 

Gömul saga og ný, sem sagan kennir, og heimurinn mætti alveg læra af.

 

En til þess þarf að þekkja söguna,  þekkja hin sígildu vinnubrögð fanta og fúlmenna.  Og vita að öll átök eiga sér aðdraganda, og vita að enginn fantur getur kúgað nema með stuðningi meðvirkra. 

Stuðningur Dana við breta og Hollendinga í ICEsave deilunni er sönnun þess að danir þekkja ekki sögu sína.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Þekkja ekki sögu 9. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og af hverju eru ekki allir vaknaðir í landinu og farnir að leggja saman 2 og 2, Ómar?   Fantar hafa aldrei virt aumingjaskap og undirgefni.  Og munu ekkert frekar gera það nú en fyrr.

Elle_, 9.4.2010 kl. 15:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki Elle.

Kannski, er eitthvað til í þeirri mynd sem Piza prófin draga  upp af stærðfræðiþekkingu þjóðarinnar?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2010 kl. 15:49

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Himinn og haf skilur milli Gordon Browns og Adolfs Hitlers. Þó svo þeim fyrrnefnda sé að mörgu leyti mislagðar hendur þá er hann ekki farinn að öskra eins og brjálað naut og láta herskara marséra eftir sínum forskriftum og uppræta lýðræði og mannréttindi í Bretlandi eins og AH á sínum tíma.

Það er því ekki réttlætanlegt að líkja saman tveim ólíkum viðburðum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.4.2010 kl. 17:14

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðjón.

Ekki var ég að líkja saman þeim félögum, þó ekki megi á milli sjá hvor sé ljótari.

Og ekki var ég að bera saman innihald nasismans og innihald stefnu breskra stjórnvalda.  Nasisminn er eitthvað sem sagan gekk frá, og mun aldrei ganga aftur. 

Skil ekki hvernig þú gast lesið það út úr pistli mínum.

Það sem ég var að bera saman var aðferðafræðin og þau vinnubrögð sem kúgarar allra tíma nota.  Það er jú þannig að þau vinnubrögð eru keimlík, og afleiðingar þeirra vilja oft vera þau sömu.

Einnig benti ég á samsvörun í aðdraganda mikilla hörmunga.  Í mínum huga er það ekki spurning að Nýfrjálshyggjan með öllum sínum meinum, er helstefna eins og nasisminn og kommúnisminn, og hún notar kúgun fjármagns til að eyðileggja samfélög fólks.  Til dæmis er arðshlutfall í verksmiðjum auðhringa í fátækum löndum slíkt, að mannkynið kann engin dæmi um slíkt arðrán, hvorki þrælaplantekrur Ameríku eða þrælabú hinna fornu Rómverja gátu framleitt Nike skó á 50 krónur og selt þá út úr búð á 15.000 krónur.  

Og það er ákaflega mikil heimska að halda að fátækt fólk sætti sig endalaust við arðránið.  Og á sama tíma er markvisst unnið að eyðileggja líf almennings í vestrænum löndum, í augum arðræningjanna erum við ekki fólk, heldur kostnaður, sem má helst missa sig.  Og steininn tók úr þegar skuldum auðmanna var velt yfir á almenning, bæði hér í Evrópu og í Ameríku.  Og almenningi sagt að skera niður velferðarkerfi sitt til að standa undir þeim.

Hvað kemur svo næst Guðjón????  Hefur þú íhugað þá spurningu.

Ég þekki ekki svarið nákvæmlega, en ég þekki hinar sögulegur samsvaranir, og veit hvernig svona átaka og kúgunarferli hafa endað hingað til.  Þú ræður því hvort tryggð þín við núverandi stjórnarherra, blokki á þær samsvaranir.  Það breytir þeim ekkert fyrir það.

Samsvaranir eru samsvaranir, ekki það að eitthvað sé sama.  Til dæmis er mikil samsvörun milli fæðuöflunar ljóna og hákarla, bæði drepa minni dýr sér til matar.   Þó er ljón ekki fiskur, og ekki hákarl heldur.  Þó syndir hákarl í sjónum eins og fiskar, líka eins og selur, þó er selur ekki hákarl.  

Selur er ekki heldur maður, þó menn syndi líka stundum í sjónum.  

Gordon Brown er maður, ekki selur, og þó hann sé fantur (bullying kallar Financial Times vinnubrögð hans), þá er hann ekki Hitler, þó Hitler sé maður og þekktur fantur.

Samsvaranir og það sama, er ekki það sama.  

Rökræða þín Guðjón er eins og unga þjóðernissinnans í árdaga sigra nasista, sem taldi sig stinga upp í gamla kommúnistann, sem hann var alltaf að rífast við í bretavinnunni, þegar hann sagði við gamla kommann, að það væri kjaftæði að Þjóðverjar skildu eftir sig sviðna jörð eins og þegar Mongólar gerðu víðreist um árið.

"Mongólar" sagði hann, "Mongólar, þeir áttu ekki skriðdreka".

Eins og það kæmi eitthvað málinu við þegar eyðilegging þeirra var borin saman við eyðileggingu Þjóðverja.  Ólíkir tímar, ólíkar þjóðir, ólík menning, en samsvörunin, sviðin jörð var sú sama.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 483
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 6214
  • Frá upphafi: 1399382

Annað

  • Innlit í dag: 409
  • Innlit sl. viku: 5264
  • Gestir í dag: 376
  • IP-tölur í dag: 371

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband