Bjargráðin sem koma okkur út úr kreppunni.

 

Heita  verðmætasköpun, að afla meira en þú eyðir.

Og ennþá má mikið gera.  

Í dag er ég að kaupa ónýtt grænmeti vegna þess að þjóðin kaus bjána til að stjórna landinu.

Í dag lifir fátækt fólk á núðlum og spaghettí auk annars drasls sem er ódýrt og innflutt.  Samt eru miðin full af fiski, sem stjórnvöld meina smábátamönnum að veiða og selja ódýrt á innlendum markaði.  

Í dag borgum við milljarða á milljarða ofan í óþarfa vexti vegna þess að stjórnvöld trúa að allt sé öfugt á Íslandi, að þegar aðrar þjóðir keyrðu vexti í 0 á meðan versta kreppan gengur yfir, þá keyrðu okkar stjórnvöld þau í hæstu hæðir því efnahagslögmál og þyngdarlögmál eru öfug á Íslandi.

Í dag hópast fólk til útlanda i stað þess að eyða peningum sínum innanlands.  

Í dag kaupir fólk erlent drasl í stóru drasl búðunum þegar hægt er að kaupa innlenda gæðavöru á hagstæðu verði.  

 

Í dag er ennþá viss 2007 hugsunarháttur í fólki sem lýsir sér í því að margir láta eins og ekkert hafi gerst, og fólk kallar á erlendar  lántökur svo það geti áfram verið 2007 eitthvað.

 

En í dag er árið 2010 og landið glímir við mjög alvarlega skuldakreppu.  Og 2007 fólkið er ekki að hjálpa til að leysa hana.  Það heldur að það komi aldrei að skuldadögum.

Þess vegna komast auðmannsleppar á fjölmiðlum og í akademíunni, í stjórnmálum og í embættismannakerfinu, upp með að tala um ofurskuldsetningu ICEsave og AGS.  Þeir eru eins og maðurinn í Gosa sem breytti auðtrúa bjánaletingjum í asna.  Með gylliboðum svalls og letilífs þá hneppti hann þá  í þrældóm, þrældóm AGS og ICEsave.

 

En lífið er ekki svo slæmt ef við tökumst á við það.  Ef við snúum bökum saman og borgum niður okkar skuldir með því að efla innlenda framleiðslu og með því að fókusa neyslu okkar á innlent.  Það er eina varanlega leiðin til að vinna bug á atvinnuleysi og styrkja efnahagslegar undirstöður þjóðfélagsins.  Og á nokkrum árum munum við sjá varanlega breytingu á lífi okkar og lífsskilyrðum

Við verðum stöndug þjóð með traustar undirstöður.

Þetta er ekki flókið, krefst aðeins smá skynsemi og vilja.

Og að bjánar stjórni ekki landinu.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is 90 milljarða afgangur af vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB er lausnin. Þá fáum við stöðugt gengi, verðleg, ódýrari vörur og vextir væru 1%.

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 628
  • Sl. viku: 5605
  • Frá upphafi: 1399544

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 4778
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband