Ég fagna því líka.

 

Ekki það að fólk megi ekki ganga um nakið mín vegna, hvort sem það gerir það gegn greiðslu eður ei.

En raunveruleikinn er mjög einfaldur.

Nektardans og skipulagning hans er tengdur mafíunni órjúfanlegum böndum, og hvort sem það er AGS eða nektardans, þá á mafíustarfsemi ekki að líðast.

Ljótleikinn og annað illskuflár sem tengist þessari starfsemi mafíunnar, er slíkur að atvinnufrelsi, eins ágætt eins og það er, verður undan að láta.

Ég er líka á móti þvinguðum líffæragjöfum, sem er önnur ill mafíustarfsemi.

Ég er líka á móti því að láta undan allri kúgun glæpamanna.  Skiptir engu máli hvort sem það eru mannrán, gíslataka, flugrán eða  ICEsave.  Vitna í Thatcher þar sem hún sagðist ekki ætla að semja við flugræningja.  "Staðfesta gegn kúgun er forsenda frelsis".

Ég segi Nei við ICEsave, Nei við Goldfinger og Nei við AGS.

Það er forgangsatriði 21. aldarinnar að berjast gegn allri mafíustarfsemi, hvort sem það er eiturlyfjastarfsemi, mannsal eða kúgun þjóða.

Mannkynið ætti að vera búið ná þeim þroska að hafa heiminn mafíulausan árið 2050.

Neiið okkar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um ICEsave var stórt skref í þá átt.

Að banna nektardans var annað.

Að reka AGS úr landi og endurreisa velferðarkerfið með þeim gígavöxtum sem vaxtastefna sjóðsins kostar ríkissjóð (80 milljarðar) er þriðja skrefið.

Síðan þurfum við að stokka upp kvótakerfið.  Mafían sem bannar fiskveiðar vegna þess að þá hrynur veðgildi kvótans, hún má missa sig.

Það er skref fjögur gegn mafíunni að tvöfalda kvóta strax eftir páska, veiðum þegar öll mið eru sneisafull af fiski.  Það aftur hjálpar okkur í skrefi 1 og 3.

Gefum heimsbyggðinni tóninn og höfum Ísland mafíulaust haustið 2010, snjöll yfirlýsing sem gæti hjálpað þjóðinni að endurheimta aftur þá æru sem græðgi og neyslufyllerí svipti hana á umliðnum árum.

Svo er lífið saltfiskur.

Kveðja að austan.


mbl.is Hindúar fagna banni við nektardansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja....

Það má vera að miðin séu yfirfull af fiski eins og þú segir og hefur talað mikið um í eldri færslum þínum en ég vill frekar hafa einhvern fisk til að veiða en engan.

Máli mínu til stuðnings hef ég aðeins eitt að segja: Nova Scotia ( http://en.wikipedia.org/wiki/Nova_Scotia ) en þar segir meðal annars:

"The fishery was pillar of the economy since its development as part of the economy of New France in the 17th century. However, the fishery suffered a sharp decline due to overfishing in the late twentieth century. The collapse of the cod stocks and the closure of this sector resulted in a loss of approximately 20,000 jobs in 1992"

Ég veit ekki með þig, en ég segi nei takk við ofveiði.


Kvótakerfið aftur á móti í þeirri mynd sem það er í dag er meingallað og ætti að breyta hið snarasta, þar er ég sammála.

Kristinn (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 15:02

2 identicon

"Nektardans og skipulagning hans er tengdur mafíunni órjúfanlegum böndum, og hvort sem það er AGS eða nektardans, þá á mafíustarfsemi ekki að líðast."

 Það mætti líka segja það sama um ríkistjórnir, bankar, fjármálafyrirtæki og jafnvel páfagarðurinn ("Medici" ættin t.d.). Ég skil ekki af hverju fólki finnst allt í lagi að kona megi soga 16 vikna fóstur úr leggöngunum sínum og henda því í ruslið en má ekki sýna nakta líkamann sinn gegn gróða!!! Þetta er mjög fucked up forgangsröð sem VG er með.

Annars er vændi nauðsynlegt í kreppunni, ég er að spá í að fara selja mig, það ef mér tekst ekki að finna mér vinnu í sumar. Ef það er enginn vinna í boði þá getur maður ekkert annað gert. Ég myndi auðvitað vilja að fá vera á atvinnuleysisbætum en víst að ég er námsmaður þá hef ég víst ekki nein réttindi að sækja mér bætur ef mér tekst ekki að finna mér vinnu þökk sé þessa bölvaða ríkistjórn. Ég sé ekkert að því að gera það sem maður getur að reyna bjarga sér úr kreppunni.

86 (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 16:52

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Viltu gera svo vel að snara þessu enska kjaftæði yfir á Íslensku,Kristinn!Það er alveg með ólíkindum hvað fólk er tilbúið að taka þátt í þessum hráskinna leik Hafransóknarstofnunar,að segja að það sé hætta á ofveiði,ef það er veitt meira enn þeim sjálfum og LÍÚ Mafíunni dettur í hug að mata þjóðina á.Það er staðreind að miðin ERU FULL AF FISKI,Hvað haldið þið að sé gert við bónda sem setur á segjum 200 lömbum fleiri enn hann á fóður fyrir,Þau eru tekin og send í sláturhúsið,þegar Forðagæslumaðurinn kemur að meta heyforða bóndans.Þetta er alveg sama málið með fiskin í sjónum,og það sem verra er að ef það verður fæðu skortur, þá éta stóru fiskarnir þá litlu.Væri ekki gáfulegra að veiða? ÉG bara spir?

Þórarinn Baldursson, 29.3.2010 kl. 17:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Mikið sammála þér að vilja ekki ofveiði, enda er ekki um slíkt að ræða þegar afkastageta miðanna virðist vera í hámarki.

Dæmið sem þú tekur frá Nýja Skotlandi er sorglegt dæmi um þar sem stór skip gengu frá miðum þegar eitthvað alvarlegt bakslag var í sjónum.  Og stór skip hafa víða farið illa með fiskismið, af því má læra að eitthvað sé til sem heitir heilbrigð skynsemi, þar sem fjölda þeirra er haldið í skefjum, og það sé brugðist við samdrætti per sóknareiningu með því að draga tímabundið úr sókn, í stað þess að stækka skip og veiðarfæri.

Það held ég að sé að lærdómurinn sem bandarískir fiskifræðingar hafa verið að presentera fyrir heimsbyggðina.

Og ef við nýtum þann lærdóm, þá mætti hugsa sér að stór hluti kvóta bolfisktegunda yrði tekinn á króka, gildrur (fyrir veitingahús) og snurvoð, sem er snurvoð, ekki troll í gervi snurvoðar, þannig fengist verðmesti fiskurinn og hættan á ofveiði yrði í lágmarki.

Að lokum vill ég þakka þér fyrir lesturinn, þú hlýtur að vera fastakúnni fyrst þú kannast við eldri færslur um áhuga minn að afla þjóðarbúinu tekna með því að auka fiskveiðar, man sjálfur varla eftir því hvenær ég skrifaði um það síðast.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 29.3.2010 kl. 19:58

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður 86.

Gerðu það sem þú vilt fyrir mér, en passaðu þig bara á mafíunni, hún vill vera frek til fjárins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2010 kl. 19:59

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þórarinn.

Það er einhver firring í gangi, þetta er svipað eins og það má ekki leiðrétta verðtrygginguna í dag, til að hindra þjóðarvá, vegna þess að 197 og eitthvað var óðaverðbólga.

Menn verða að tala um þær staðreyndir sem gilda í dag, en vissulega má læra af fortíðinni.

Og ég vil benda á reynslu Færeyinga, þeir væru ennþá í Kreppunni ef íslenskir stjórnmálamenn stýrðu þar för.

Bókvit er ágætt, en vill vera rangt ef það fylgist ekki með nýjustu upplýsingum og þekkingu.  Vissulega stóð það í bók, lærðri bók að jörðin væri flöt, en hún var það nú samt ekki, og í dag vita menn betur.  

Sama gildir um heilbrigða skynsemi í nýtingu fiskimiða, hún er það sem koma skal.  Úrelt bókvit mun undan láta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2010 kl. 20:11

7 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Ómar.Ég þakka greinargóð svör,og frábær skrif um ICEsave og altt sem þú skrifar um,vildi óska að ég væri jafn mentaður og snjall í rituðu máli.

Þórarinn Baldursson, 29.3.2010 kl. 21:58

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Þórarinn.

Við höfum öll okkar nef.

Ég er með bílpróf, og pungapróf, samt tek ég slaginn.

En sá slagur væri einskis virði, ef ég öskraði út í tómið.

Þess vegna skiptir það mig máli að einhverjum líki.

Ekki að allir séu sammála öllu sem ég segi, en að þeim líki baráttan við innrásaröfl siðlausrar græðgi og illmennsku.

Og ég veit ekki hvort mín leið fyrir betra Íslandi, sé sú leið sem fólki líkar, en ég reyni þó að vekja umræðu.

Þróa það betur eftir páska.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.3.2010 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2650
  • Frá upphafi: 1412708

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2314
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband