Jóhanna kvartar yfir skorti á heilindum!!

 

Sagan þekkir svona orðalag við svipaðar aðstæður þegar ofríkisþjóðir kúga minni nágranna við með aðstoð innlendra Leppa.

Quisling fordæmdi framferði norsku ríkisstjórnarinnar og konungs að hafa flúið með skottið á milli fótanna eins og hann orðaði það í stað þess að viðurkenna raunveruleikann og sameina þjóðina um samstarf  á skynsemisnótum við hið erlenda vald.

Við fáum betri samninga ef við stöndum sameinuð sagði Quisling.

Og varð þekktur fyrir, allir þekkja orðið "quisling" yfir ákveðna breytni fólks sem tekur hagsmuni erlendra fjárkúgara fram yfir hagsmuni sinna eigin þjóða.  Þó varð Quisling ekki langlífur, og fékk ekki mörg tækifæri til að flytja þjóðhátíðarræður í Osló.  

En sá tími sem hann hafði, hann skóp honum orðstír sem seint ætlar að deyja.

Og allt byrjaði þetta með kvarti yfir skort á heilindum.

Hver segir að sagan endurtaki sig ekki?

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki heilindi hjá stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Er ekki allt í lagi heima hjá þér? áttu einhverstaðar heima? farðu og finndu þér helli einhverstaðar langt frá mannabyggðum, og komdu ekki fyrr en þú ert aftur á meðal manna...meira fíflið

Sigurður Heiðar Elíasson, 7.3.2010 kl. 15:01

2 identicon

Sigurður Heiðar fær vonandi alla þá aðstoð sem hann þarf til að komast úr viðjum gremjunar.

Toni (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 15:27

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ómar mikið er þetta rétt hjá þér og það er dáldið langt síðan að ég kallaði Jóhönnu og Steingrím Quislinga enda eiga þau orð vel við þá sem reyna að koma sinni eigin þjóð undir hendur kúgara.....Enda má sjá á orðum Sigurðar hvað sannleikurinn er sár fyrir það fólk sem styður þessi landráð í blindni.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 7.3.2010 kl. 15:32

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Góður pistill Ómar.

Hreinn Sigurðsson, 7.3.2010 kl. 15:44

5 identicon

Góður pistill Ómar.

Jóhanna virðist einmitt týnd í svona "margur heldur mig sig" dæmi.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 16:30

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Vildi aðeins leiðrétta smá misskilning, ég þarf ekki að byggja mér kofa í óbyggðunum, ICEsave var fellt, og kemur aldrei aftur, þökk sé okkur fíflunum.

Og það er dásamlegt, er ekki mjög góður smiður, er ekki einu sinni lélegur smiður, er eiginlega ekki smiður, en ágætis sauður til handa og verka segir stóri bróðir minn.

Því er full ástæða til að gleðjast, en um leið halda vöku okkar, þó svikastjórnin sé í dauðateygjum sínum, þá megum við aldrei gleyma stuðningi fjölmiðla og hagsmunasamtaka við þann hrylling sem var felldur í gær.

Það er ekki  nóg að fella Jógrímu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband