7.3.2010 | 13:45
Axlið ábyrgð.
Fyrst lögðu þið fram samning til samþykktar sem hvorki ráðherrar eða Alþingismenn máttu sjá en áttu að láta sér stuttlega kynningu, með þeim orðum að ekki væri hægt að fá frábærari samning, duga.
Þau vinnubrögð voru svívirða, og Svavars smánin hin fyrri innihélt landráð, dómsvaldi var afsalað til breta, eignir ríkisins voru settar í pant, og stjórnvöld afsöluðu sér þeim rétti að hægt væri að fá samningnum hnekkt fyrir dómi, teboð í Whitehall var eina endurskoðunarákvæði samningsins ásamt munnlegum orðum um velvilja fjárkúgarans.
Allir þekkja söguna síðan, reynt var að spúla út mestu ýlduna í meðferðum þingsins, en þá samþykkt svikuð þið og komu með nýja smán til undirritunar um haustið, smán sem var að stofni til sama ýldan og kom fram um vorið, en smá sápuþvottur á versta orðalagið.
Þann samning reynduð þið að knýja fram með ofbeldi, og ykkur hefði tekist það ef forseti lýðveldisins hefði ekki gripið inn í og tuktað ykkur eins og lítil börn sem eruð með eldspýtur í púðurtunnu. Forsetinn gaf ykkur tækifæri til að henda smáninni og vinna nýjan samning að heilindum með þjóð ykkar, en þið þáðuð ekki það tækifæri, heldur reyndu að knésetja forsetann með lygaáróðri og blekkingum.
Það mistókst.
Og þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm.
Og sá dómur féll á ykkur.
Þið svívirtuð þingræðið með því að reyna að þvinga Svavarssamningnum óséðum í gegnum Alþingi.
Þið svívirtuð stjórnarskrána með því að samþykkja samning sem var skýlaust brot á grunnreglum stjórnarskrárinnar, og hafði þær afleiðingar að fullveldi landsins var í hættu.
Þið svívirtuð lýðræðið með því að vega að forseta lýðveldisins vegna ákvörðunar hans að vísa málinu til þjóðaratkvæðis, réttur sem forsetinn hefur samkvæmt stjórnarskránni, og framkvæmdarvaldið verður að virða, ef forsetinn kýs að fara þá leið.
Og ekki hvað síst, þið svívirtuð þjóð ykkar með öllum þeim lygum, blekkingum og hræðsluáróðri sem þið notuð til að fá fullkomlega ólöglegan samning samþykktan, samning sem er brot á stjórnarskránni, og stærsta milliríkjasamning sem Ísland er aðili að, samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, auk þess hann er fullkomin brot á mannréttindum þjóðarinnar, mannréttindum sem þið hafið lofað að standa vörð um.
Þið reynduð að knésetja þjóð ykkar og þið reynduð að afhenda skattfé hennar og fullveldi erlendum þjóðum.
Ríkisstjórnir um allan heim hafa sagt af sér fyrir minni afglöp og illvilja gagnvart þjóð sinni.
Dómurinn er fallinn, og axlið ábyrgð.
Ekki neyða þjóðina til að reka ykkur út.
Kveðja að austan.
Nei sögðu 93,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega sammála þér Ómar eins og fyrri daginn... Þessi Ríkistjórn verður að axla ábyrgð á vinnubrögðum sínum, Vinnubrögðum sem við þjóðin erum að hafna með þessu NEI í Þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún á að víkja tafarlaust. Það kemur alltaf maður í manns stað í lífinu og afhverju ætti það ekki að gerast í þessu máli eins og öðrum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2010 kl. 14:51
Já Ingibjörg, það kemur alltaf maður í manns stað.
Og það er okkar að passa upp á að hann vilji ekki líka greiða skatt til breta. Sumir halda nefnilega að deilan snúist um vexti og vaxtavexti en ekki sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.
Þess vegna segjum við alltaf Nei við ICEsave.
Og smánin á að víkja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2010 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.