7.3.2010 | 09:30
Frábær kjörsókn, frábær úrslit.
Þátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær fór fram úr björtustu vonum.
Og skýr vilji þjóðarinnar kom fram.
Í dag munum Leppar og Skreppar breta í íslenskum fjölmiðlum koma fram og reyna með sínum alkunna undirlægju hætti gagnvart hinum erlendum kúgurum (Financial Times væri varla að fullyrða slíkt ef blaðið treysti sér ekki að standa við slíka fullyrðingu) að snúa út úr og baknaga sigur þjóðarinnar.
Þegar við hlustum á skrum þessa og útúrsnúninga þá megum við aldrei gleyma að þetta fólk frá fyrsta degi vildi greiða bretum hinn ólöglega skatt. Öll rök, allur rökstuðningur færustu lagasérfræðinga, færustu hagfræðinga, sem studdu málstað þjóðarinnar voru þögguð eða skrumskæld. En allskonar smámenni og fólk með beina hagsmuni að skatti einokuðu umræðu Ruv og auðmiðla.
Af hverju var það svo???
Tvær ástæður, að einhverjum ótilgreindum ástæðum, en hægt er að fræðast um þegar saga norskra Kvislinga er lesin, þá trúði ESB trúboðið að föðurlandssvik væru leiðin til að sameinast Evrópu og beinir hagsmunir Jóns Ásgeirs og annarra auðkýfinga vöru þeir að íslenska þjóðin tæki á sig ICEsave skattinn því þannig töldu þeir meiri líkur á aðgangi að erlendu lánsfjármagni, sem er forsenda enduruppbyggingar veldis þeirra.
Og sagan kennir að þegar peningar sameinast miklum vilja til svika, þá getur hið heiðarlegasta fólk látið blekkjast.
Blekkjast af orðum heimspekiprófessor og ESB trúboða að Íslendingar skuldi bretum ICEsave skattinn og aðeins óreiðufólk gangist ekki við skuldum sínum. Skýrum lagatexta um hið gagnstæða afgreiðir heimspekingurinn eftir alkunnum aðferðum póstmódernismans, lögin séu lagatækni og megi túlkast eftir hagsmunum þess sem túlkar. En trúir því einhver að hann myndi afhenda heimili sitt og eigur dæmdum handrukkara sem hefði lært það síðast í grjótinu að eignarréttur væri lagatæknilegt atriði, og sá sem krefur hefur rétt fyrir sér, ef hann er vopnaður hafnaboltakylfu eða teinóttum jakkafötum??? Svarið er augljóslega Nei, en þessi sami aumkunarverði maður ætlast til að samborgarar hans gerið það. Svona heimspekilega spurt, er hægt að leggjast lægra í siðleysi en að kalla skýran lagatexta, lagtæknilegt atriði og senda nágrannanum svo reikninginn????
Blekkjast af orðum Bókara og forsætisráðherra sem sögðu að aðeins miskunn breta hefði hindrað þá í að stefna þjóðinni fyrir dóm og krafið hana um 5 falda þá upphæð sem núna stendur á ICEsave bréfinu svo ég vitni í Kristinn H. Gunnarsson í Morgunblaðinu í vikunni. Eða bréf Jóhönnnu til Ólafs Ragnars í upphafi árs. Hver trúir að breta hefðu minnsta flugufót fyrir þeirri kröfu að þeir myndu ekki innheimta hana??? Hefur framferði þeirra til þessa sýnt það mikla miskunn??? Eða var það miskunn að beita hryðjuverkalögum í stað þess að bomba Reykjvík?? Og hámark heimskunnar er að fullyrða að til sé dómur sem myndi dæma íslensku þjóðina á grundvelli meintar mismununar til greiðslu skaðbóta sem væri margföld hærri en þekktar stríðsskaðbætur sem dæmdar voru á til dæmis Þjóðverja vegna manntjóns og eyðileggingar fyrri og seinna stríðs. Það þarf mikinn hálfvita til að halda þessu fram, og óendanlega trúgirni að trúa að þjóðir þurfi ekki að nota hervald til að rústa efnahag og ræna eigum, hafi þær til þess lund, það dugi að birta á þær dóm. Spurningin er þá hvor dómurinn myndi gilda í deilu Bandaríkjanna og Írans, myndu Íranar draga fána sinn að húni í Washington eftir úrskurð æjatolla þar um????
En fólk sem er vammlaust gæti hins vegar látið blekkjast og óttinn um hrylling dómsins gæti fengið það til að styðja skattinn.
Blekkjast af föstum talsmanni breta í morgunþætti Rásar 2 á föstudögum sem hefur vikulega klætt lygi sína í búning lagafullyrðinga, fyrst með því að ljúga því blákalt að EES löggjöfin krefðist þessara skattgreiðslna, og þegar það var svo marghrakið af erlendum sérfræðingum þá sagði lygarinn í þjónustu breta á föstudaginn fyrir þjóðaratkvæðið, að allir sem þekktu til þjóðréttarlaga vissu að orð ráðamanna væru ígildi laglegra skuldbindinga. Hún sagði að yfirlýsing Geirs Harde væri skuldbinding sem þjóðin yrði að greiða. Að sjálfsögðu vísaði hún ekki í hvað orð Geirs hefðu þessa alvarlegu afleiðingar, eða hvað alþjóðalög gæfu orðum ráðamanna þessa vigt. En er það bara í ICEsave málinu þar sem orð ráðamanna eru ígildi laga, mættu þeir til dæmis lofa 1.000 óspjölluðu meyjum til Dubai til að greiða fyrir fjárfestingarsamningum eða semja um ríflega eftirlaun við rússnesku mafíuna gegn því að leyfa henni yfirtaka Ísland????
Af hverju ekki, ef það lögbrot??? Mega þeir ekki lofa neinu ef það er brot á lögum og réttindum annars fólks?? En nú er IcEsave bæði skýrt brot á stjórnarskránni, lögum um tryggingasjóð innstæðna, og evrópskum lögum um innlánstryggingar, og eins og lygarinn þó hefur viðurkennt (reyndar til að ljúga skuldinni upp á íslensku þjóðina), þá erum við skuldbundin samkvæmt EES að framfylgja lögum og reglum ESB sem varða hinn innri markað.
Og þar fyrir utan þá geta orð ráðamanna ekki skuldbundið eitt eða neitt, þeir þurfa að löghelga orð sín með lagasetningu eða löglegum aðgerðum framkvæmdavaldsins til að þau hafi gildi.
Og þetta veit hvaða 5 ára barn sem er sem hefur eitthvað lesið sér til í lögfræði.
En vammlaust fólk lætur blekkjast.
Hluti af þessu blekkta vammlausa fólki sat heima, það trúði Ruv og auðmiðlum. Og Evróputrúboðið, sem vinnur eftir hugmyndafræði Kvislings að æðri hugsjónir alþjóðahyggjunnar séu réttlæting þess að svíkja þjóð sína og vinna með erlendum ofríkisöflum gegn sjálfstæði hennar, er með nálægt 20% fylgi.
Það var því aldrei fræðilegur möguleiki að ná meiri kosningaþátttöku gegn hatursáróðri auðmiðla og Ruv, gegn fyrirlitningu Steingríms og Jóhönnu, og gegn þeirri staðreynd að margt eldra fólk sá ekki tilganginn að fara á kjörstað til að kjósa um mál sem það taldi að stjórnmálamenn ættu að leysa.
Því þrátt fyrir allt þá var ICEsave ekki kosningar um sjálfstæðisyfirlýsingu sem nyti stuðnings fjölmiðla og allra stjórnmálaflokka. Hvað þá verkalýðshreyfingarinnar eða samtaka atvinnurekenda. Eða akademíunnar og rithöfunda og listamanna. Hryggjarstykki álitsgjafa þjóðarinnar vildi og vill greiða bretum hinn ólöglega skatt.
Aðeins þjóðin stóð ein á móti.
Og við unnum.
Til hamingju Ísland.
Kveðja að austan.
Kjörsókn 66% í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 1412716
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2320
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rétt. Stórkostlegur sigur Hrunaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þú gleymdir bara að skella Amen á eftir.
Stórmerkileg samtenging hjá þér þar sem þú tengir saman alls óskilda þætti. Þetta er eins og þú sért að hrósa mér fyrir að standast krossapróf þar sem bara einn svarmöguleiki var á prófinu!!! Vaknaðu upp maður. Það hefur alls ekkert gerst.
Sigurður Már (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:17
Þvílíkur kraftur og réttlætistilfinning sem fær hér öfluga útrás með rökum og afhjúpandi málflutningi þínum, félagi minn Ómar. Heilar þakkir.
Já, hann Kristinn H. Gunnarsson, varla er hann "hálfviti", en eitthvað mikið hefur komið fyrir hann, farið einhvers staðar illilega út af sporinu í rökhugsun og skilningi, eða er hann bara svona siðlaus? Greinar hans eru með því alversta sem sést í Icesave-meðvirkni hérlendis. Ætli hann skrifi einhvers staðar þar sem enginn þekkir hann?
Heimspekiprófessorinn og ESB-trúboðinn, er það Jón Ólafsson í Bifröst?
Og hver er þessi kvensa, hinn fasti (vitaskuld!) talsmaður Breta í morgunþætti Rásar 2 á föstudögum? – Þegar Samfylkingin finnur einn og einn afleitan talsmann í útvarp, þá er viðkomandi settur þar í áskrift á okkar kostnað vikulega eða oftar árum saman og endalaust.
Heill þér, sannleikans maður!
PS. Sigurð þennan þekki ég ekki neitt. Fór hann vitlausum megin fram úr?
Jón Valur Jensson, 7.3.2010 kl. 10:30
Snjalli Ómar !
Á stórri sigurstundu. Heill þér persónulega alveg sérstaklega . Ísland mun lengi minnast þinnar baráttu liðina mánuði. Þú stóðst sannarl
ega ekki einn !
Einn maður bar þó af í málflutningi. Steingrímur J., sagði kl. 22.15 í gærkveldi við fjölmiðla eftirfarandi.:
" MERKILEGT HVAÐ MARGIR SÖGÐU " JÁ" !!!!!!!!
Miðað við aðstæður - nær 95% " NEI" - tæpt 1,4% "já" - ja, hvað myndi slík setning vera kölluð á ástkæra ilhýra ?
Jú, eitt orð: VERULEIKAFIRRING !
Við bíðum framhalds firringar valdhafa.
Enn og aftur snjalli baráttusveinn - heilar þakkir !
Kalli Sveins (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:55
Rétt hjá þér Ómar!! Til hamingju Ísland!
Sævar Guðbjörnsson, 7.3.2010 kl. 11:14
Og þetta veit hvaða 5 ára barn sem er sem hefur eitthvað lesið sér til í lögfræði.
Maður, þú átt bágt.
Því til frekari sönnunar kalla Jón Valu Jensson þig ,,sannleikans mann"
Smári (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:36
Blessaðir félagar í þjóðarsvikum, Smári og Sigurður.
Þið megið alveg taka krossaprófið, vona að þið fáið það út úr þvi að þið séu aðeins trúgjarnir sakleysingjar.
Og Smári, ég kunni ekki við að fara með mörkin neðar, það hefði verið of mikil fyrirlitning á það fólk sem heldur því fram að orð ráðamanna skuldbundið þjóðir samkvæmt þjóðrétti, en kannski var þetta rétt hjá þér, hvað hafa 5 ára börn sem hafa kynnt sér lögfræði til saka unnið? Ég verð greinilega að biðja þau afsökunar að hafa þau í sömu málsgrein.
Íslenskt mál nær ekki yfir svona fábjánahátt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2010 kl. 14:31
Blessaður Jón Valur.
Það er ekki málið að koma með svarið við gátunum.
En áður en ég geri það, þá sagði ég aldrei að Kristinn væri hálfviti, vissulega er það möguleiki því það þarf mikinn hálfvita til að halda þessu fram í fullri alvöru, en margar aðrar skýringar geta komið til greina, þó ég rakti þær ekki. Þú raktir nokkrar, en fleiri koma geta komið til greina, sumar voru raktar við réttarhöldin yfir Qusling sumarið 1945.
Heimspekiprófessorinn sem lýgur upp á okkur skuld með fölsun sinni að skýr lög hafi ekki gildi, því þau séu lagatækni, það er Jón Ólafsson. Hann setti þetta fram í bloggi, sem hann má mín vegna, en plottið til að eyðileggja þjóðaratkvæðagreiðsluna með lítilli þátttöku, það setti bút inn á Silfur Egils á Eyjunni, með beina tengingu í bloggpistil Jóns. Egill er það opinber að þessi orð Jóns eru atlaga að þjóð okkar, maðurinn er með í besta falli blekkingum að stuðla að lágmarki 507 milljarða skuld, sem hann ætlar samborgurum sínum að borga.
Lygarinn er Helga Vala Helgadóttir. Hún kemur alltaf fram í spjalli við einhvern blautan íhaldsdreng í morgunútvarpi Rásar 2. Hún hefur ítrekað fullyrt að íslenska þjóðin hafi undirgengist ICEsave ríkisábyrgðina með samþykkt EES samningsins, þá vísar hún í að við verðum að undirgangast reglugerðir ESB. Þetta er rétt en lygin byrjar þegar hún hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að regluverk ESB um innlánstryggingar kveði á um ríkisábyrgð, þegar það eina sem er tekið fram að ef tryggingakerfið springur, þá sé ekki um ríkisábyrgð að ræða.
Hugsanlega gæti dómur komist af þeirri niðurstöðu út frá öðrum forsendum en lögunum, en ef þú ætlar að fullyrða að nú þegar sé kveði á um ríkisábyrgð í regluverkinu, þá verður annað að tveggja, benda á skýran lagatexta eða benda á skýran dóm þar um. Hvorugt hefur Helga Vala gert, hún fullyrðir hins vegar að svo sé, tilgreinir ekki hinn meinta vafa, eða hinn algjöra skort á dómsfordæmum, eða að reglutextinn kveður á um hið þveröfuga og yfirlýst markmið tryggingarkerfisins var að koma í veg fyrir þann samkeppnismun sem felst í ríkisábyrgð.
Þar sem hún er meistaranemi í lögfræði, þá getur hún ekki falið sig á bak við vanþekkingu, eða að einhver annar hafi blekkt sig til að bulla svona. Manneskjan lýgur blákalt skuld upp á þjóð sína.
Og á síðasta föstudag, þá þorði hún ekki að koma enn einu sinn með EES tilvísunina, ætli hún hafi ekki loksins skilið hvað Alain Lipietz var að segja, en þá kom hún með varalygi sína sem hún notar reglulega, að fullyrða að orð æðstu ráðamanna skuldbindi þjóðir. Ef svo væri, þá þyrfti engar stjórnarskrár eða löggjafavald, það nægði að talsmenn ríkisstjórna segðu hvað þeir teldu eða vildu, og orð þeirra væru lög. Og skuldbindingar.
Fyrir utan það hvað það er heimskulegt að reyna að ljúga svona fjarstæðu að upplýstu fólki í lýðræðisþjóðfélagi, þá getur hún hvorki vitnað í lagastoð eða dómsfordæmi máli sínu til stuðnings. Ég skal viðurkenna reyndar að ég veit ekki um hið mikla vald sem Loðvík 14. hafði, en þó held ég að hann hafi þurft að fara að lögum. Og hann dó fyrir tæpum 400 árum síðan.
Jón Valur. Þegar fólk lýgur miskunnarlaust til að blekkja fjölmiðlamenn, sem vaxa ekki í vitinu, og taka þar með þátt í þeirri mötun fjandmanna okkar sem ætla að innheimta hér skuldabréf upp á 2/3 af þjóðarframleiðslunni, þá er það jákvæðasta sem hægt er að gera, að stimpla viðkomandi aðila lygara.
Í flestum löndum heims liggur annaðhvort dauðarefsing eða lífstíðarfangelsi við slíku athæfi.
Og það eru takmörk fyrir hvað við getum lengi látið þetta öfgaESB trúboð svíkja land okkar. Allar aðrar þjóðir heims hefðu strax stefnt bretum og Hollendingum fyrir dóm, og kært framferði þeirra fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er enginn munur að leggja land undir sig með skriðdrekum eins og Saddam gerði við Kuwait eða hindra allar gjaldeyrismillifærslur við það eins og bretar og Hollendingar beittu sér fyrir í okt 2009. Hvorutveggja brýtur fullveldi þjóða á baka aftur.
Allir samningar við þá undir þeirri hótun, eru ólöglegir nauðasamningar sem eru ógildir samkvæmt alþjóðarétti.
Og innlendir aðilar sem aðstoða við slíka fullveldisskerðingu, þeir eru föðurlandssvikarar samkvæmt alþjóðaskilgreiningu þess orðs. Ísland er ekki eyland, það gilda sömu lög hér og annars staðar.
Það er vel sloppið að sleppa með lygarastimpilinn þegar stuðningur við ólöglega fjárkúgun upp á 2/3 þjóðarframleiðslu er annars vegar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2010 kl. 15:35
Blessaður Kalli.
Ég hjó eftir þessu líka, hann hélt að hann yrði sá eini, kannski að Álfheiður hefði gert það líka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2010 kl. 16:38
Kærar þakkir fyrir svör þín, Ómar, öflugur ertu, og ég gleðst yfir því að þú færð þann mikla lestur sem þú verðskuldar.
Jón Valur Jensson, 7.3.2010 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.