5.3.2010 | 11:54
Niðurbrotnir leiðtogar.
Myndin segir allt sem segja þarf.
Þessi ríkisstjórnin er komin fram yfir síðasta söludag.
Gjáin milli hennar og þjóðarinnar er ekki brúanleg, þó við fáum lánaða brúna yfir Stórabelti frá Dönum.
Og hernaðartaktík þeirra er svo aum.
Aðeins galið fólk situr heima segir Ögmundur Jónasson, og benti réttilega á að þeir sem styðja breta, munu reyna að skemma þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.
Og ef margir sitja heima, eða margi segja Já, þá vita allir hverjir skipulögðu skemmdarverkið.
Hefur þetta fólk aldrei komið nálægt pólitík áður????
Eða eru þau orðin svona þreytt að þau vilja ljúka þessu strax með pólitísku sjálfsmorði.
Kveðja að austan.
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skandall, algjör skandall. Þau eiga að seiga af sér á stundinni!! Þau vita að þau eru búin að eyðileggja fyrir sig
og að þau mun ekki verða kosin í næstu kosningar þannig að þau gefa skít í okkur og reyna að eyðileggja eins
mikið og hægt er!! Ég er laungu búinn að kjósa! NEI.
Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 12:44
Sæll meistari.
Ólafur Helgi Kjartansson blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar í Háskóla Íslands, fullyrti í útvarpi stjórnvalda Rúv í hádeginu að þjóðaratkvæðagreiðslunni verður minnst fyrst og fremst fyrir kosningaþátttöku (væntanlega meinar hann lítillar), en ekki hvernig fór. Það var og. Fréttamenn um 50 landa sem eru mættar eiga örugglega eftir að velta sér upp úr fjölda þeirra sem tóku þátt. Á sama hátt og þegar landsleikur í fótbolta á milli Breta og Hollendinga væri áhorfendafjöldinn það sem fjölmiðlar fjölluðu um en ekki úrslit leiksins. Þær eru margar mannvitsbrekkurnar á framfæri þjóðarinnar. Hvað ætli Þórólfur Matthíasson hafi um málið að segja?
Kveðja úr austfirska suddanum á suð/vesturhorninu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 13:23
Blessaður Sævar.
Ég held morgundaginn hátíðlegan, og segi þá Nei.
Hann er sögulegur þó Jógríma fatti það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 13:58
Blessaður Guðmundur.
Sjónarmið, en til lítils fyrir bretavini að nýta sér litla kjörsókn, það vita allir núna hverjir eru skemmdarvargarnir.
Þau höfðu ekki einu sinni vit á að halda andlitinu.
Það verða aldrei góð í póker.
Og Þórólfur, er hann ekki landflótta????
Þeir lifðu af sem höfðu vit á að yfirgefa Kabúl í tíma, Rússarnir fóru mjög snöggt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 14:01
Heill og sæll Ómar
Er ekki einhvers konar splunkunýr 17. júní á morgun? Eða örlar kannski loks á alvöru 1. maí...án Stalíns og annarra viðlíkra sem telja sig svo miklu jafnari en aðrir? Alla vega eru hin annars tungulipru og skin-helgu-jöfnu skötuhjú, Jóhanna og Steingrímur, afar þvoglumælt, eins og komin með óráð og varla að maður kenni merki þess að "lífsandinn hökti um nasir" þeirra þver-skallaða faðmlags mikið lengur.
Þau, sem lofuðu svo miklu og sviku svo mikið, berja enn höfðum saman í þver-sköllun sinni, eins og í áráttu þráhyggju kasti. Að þver-skalla svona mikið höfðum saman er ekki heilbrigt og getur valdið heila-skaða. Ég er svo aumingjagóður í dag að ég vil endilega benda þeim á þessa hættu. En þau lesa örugglega ekki blogg þitt Ómar, svo í þeirra tilviki ræður þá kylfan kasti þeirra...brott-kasti þeirra. Þau hefðu betur lesið pistla þína Ómar.
En dindlarnir þeirra litlu, rúv-elítan og prófessorarnir hel-teknu í heilunum, jarma enn af sínum valda-gamaldags vana, eins og þeir skilji ekki enn að við -alþýða þessa lands- viljum ekki láta leiða okkur til slátrunar á altari forræðishyggju Stalínistanna og græðgis-heimskapítalistanna. Þetta lið ber mikla sök, að tala beinlínis gegn lýðræði okkar. En nú eygjum við loksins morgundaginn, sem mun valda straumhvörfum, hvað varðar framtíð okkar. 6. maí, 2010: Daginn sem við -alþýða þessa lands- segjum samhljóma með allri okkar þrumu raustu: NEI
Með bestu framtíðarkveðju
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:31
Maður er svo innblásinn núna, að ég fór fram úr mér og vil samstilla mig og dagatalið. 6. mars átti það auðvitað að vera, en 6. maí er enn óræður. Lokaorðin eru því rétt svona: En nú eygjum við loksins morgundaginn, sem mun valda straumhvörfum, hvað varðar framtíð okkar. 6. mars, 2010: Daginn sem við -alþýða þessa lands- segjum samhljóma með allri okkar þrumu raustu: NEI
Með bestu framtíðarkveðju
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 16:13
Blessaður Pétur.
Vildi ekki koma inn fyrr en ég hefði mælt mín lokaorð í dag. Reyndi líka að segja eitthvað svona um merkan dag, en í fleiri orðum en með færri bandstrikum.
Veistu, að ég fer ekki ofan að því, að þetta er ásýnd sigraðs fólks. Og það skilur ekki ennþá hvernig þetta fór svona.
Hefði það lesið blogg mitt, þá ætti það framtíð í framvarðarsveit hins Nýja Ísland, En það hlustaði í ráð þeirra sem engin ráð kunna en að endurreisa það sem hrundi, eftir sömu teikningum og áður. En nú vill enginn lengur búa í þeim húsakynnum, og það sögðum við allan tímann Pétur.
En ég las grein í Mogganum í dag eftir mann sem hefði betur lesið alvörubloggið (þetta er áróðursblogg) þegar ég ræddi um að það væri ekkert val að snúa ekki verðtryggingarklukkunni og gengisklukkunni aftur til mars 2008. Þá var hann formaður fjárlaganefndar eða varaformaður eða eitthvað, og fannst þá rökin hin mesta fásinna.
En núna kveður hann Lilju af miklum móð. Það er vel, en það hefði verið betra fyrir fólk, sem núna er á barmi örvæntingar, að hann hefði kveðið Lilju í valdastól, en ekki á áhorfendabekkjum. Linkurinn á grein mína er hér. http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/854195/
Þarna lagði ég sálu mína, og enginn las. Ég samdi pistla mína um Guð blessi Ísland, um þá aðferðarfræði sem þyrfti til að endurreisa betra samfélag, og fáir lásu. Ég hrópaði ekki spilling, spilling, ég ræddi um það sem þyrfti að gera svo það gamla endurtæki sig ekki.
En á morgun þá finnst ég hafa gert gagn, að einhver hafi hlustað. Þess vegna hvíli ég áróðursblogg mitt með góðri samvisku, tel að það hafi einhverju skilað.
Tel að það sanni að kvak smáfuglanna geti endað í kór sem aðrir taka mark á.
Þess vegna hefur þetta allt verið þess virði Pétur, það þjónar tilgangi að kvaka.
Og hafi ég til þess þrek, þá mun ég kvaka um byltingu byltinganna næst þegar ég starta bloggi, hvenær sem það verður. Vonandi strax í næsta mánuði.
Ég trúi nefnilega á hið góða í heiminum og mátt mennskunnar til að breyta því sem þarf að breyta. Það þarf bara einhver að byrja að velta snjókorninu sem gæti orðið að mikilli snjóskriðu. Og ef hugsun elur af sér hugsun, þá munu fleiri byrja að ýta kornum af stað, og einhver fiðrildaráhrif myndast.
En ef enginn trúir, þá yrkir engin góð ljóð.
Ég held að bylting byltinganna lúti sömu lögmálum.
Það þarf bara einhver að trúa. Hitt gerist bara.
Vona að þú haldir áfram að uppfræða mig ef ég sting aftur upp kollinum.
Ég bæði þigg fróðleik og kann hann að meta.
Kveðja Ómar.
Ómar Geirsson, 6.3.2010 kl. 00:52
Heill og sæll Ómar og hjartanlega til hamingju með daginn okkar allra, sem unnum virku lýðræði!
Ég hef lesið og prentað út og undirstrikað margt og mun lesa aftur og varðveita þína hreint út sagt frábæru grein frá 16.04.2009: "Frysting verðtryggingarinnar er ekki val."
Ég er þér 100% sammála um að hún er ekki val, heldur hreint út sagt forsenda fyrir framtíð þjóðarinnar í sátt og samlyndi. Hér hefur skapast og hafði reyndar verið að skapast undangengin ár (jafnvel í aldarfjórðung eða svo) gríðarlegt órétti hvað varðaði það bara, hvort fólk fæddist hér á landi, segjum td. 1945 eða 1965. Stökkbreyttur andskoti verðtryggingarinnar er ekki líðandi, né það viðurstyggilega óréttlæti sem sá skratti hefur fóðrað.
Um þetta allt hefði ég líka verið þér sammála um 16.04.2009, en þá vissi ég hvorki um Ómar Geirsson né hvílíkan sómamann og frábæra bloggara hann hefði að geyma. Það er alveg öruggt að ég mun "tékka" með jöfnu millibili á skrifum þínum Ómar og mér er það svo sannarlega heiður, að þú óskir eftir athugasemdum mínum áfram. Og ég vona að þú náir þér sem allra fyrst góðum af bak-veikindum þínum. Það sýnir hvílíkt karlmenni þú ert, að þrátt fyrir þau hefurðu verið duglegastur allra að berjast fyrir því að segja við kúgarana: NEI
Með mínum allra bestu kveðjum til þín og þinna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.