Ennþá heldur Gylfi að hann sé Gosi.

 

Fyrir utan að ljúga um ávinninginn að samþykkja ríkisábyrgð upp á 2/3 þjóðarframleiðslunnar, þá skilur hann ekki grundvöll siðmenningarinnar.

Sjálfstæði þjóða er ekki mælt í krónum og aurum.

Frakkar eru ennþá að glíma við það sár á þjóðarvitund þeirra að sundruð og spillt stjórnmálastétt ásamt gírugum iðnrekendum tók þann kosinn að vinna með þýsku kúgurunum, í stað þess að halda í útlegð og berjast frá frjálsum landsvæðum.  

Frjálsir Frakkar undir forystu De Gaulle náðu ekki að fylla öll sæti lítils fundarborðs þegar þeir tilkynntu útlagastjórn sína.

Skýring þess var mjög einföld, kjarkleysingjar eins og sá sem heldur að hann sé Gosi, voru í forystu franskra stjórnmála, og iðnrekendur töldu sig græða meira á að selja þýsku stríðsvélinni tæki og tól, eins og þeir sáu Svíana gera og græða á tá og fingri.

Þetta aumkunarverða fólk mældi sjálfstæði lands síns í krónum og aurum eins og sá sem telur sig vera Gosa.

 

Í gær benti ég Bjarna Ben á um hvað sjálfstæði þjóðar snýst, og það er full ástæða til að endurprenta þau orð, því við erum öll að hugsa það sama, og það er gott að eiga þau formuð á blaði eða skjá.

 

"Leiðtoginn tekur af skarið og markar stefnu út frá hagsmunum þjóðarinnar í lengd og bráð. 

Enginn fjárhagslegur ávinningur tekur fram fullveldi þjóðar.  Þjóð sem lætur aðra þjóð kúga sig til ólöglegra skattgreiðslan, er ekki lengur fullvalda þjóð, og hún mun glata sjálfstæði sínu.  Jafnvel þó satt væri (þó það sé þveröfugt segja alþjóðlegir sérfræðingar í skuldamálum ríkja) að lánamarkaðir myndu lokast ef þjóðin stæði á lögum og rétti í ICEsave deilunni, þá er sjálfstæði þjóðarinnar ekki metinn til fjár.  Hún yrði að þrauka "hafbannið" af sér og reyna að aflétta því á einhvern hátt, án þess að gefa eftir sjálfstæði sitt.

Það ræður engin þjóð því hvenær stærri og voldugri nágrannar ráðast á hana.  Og vissulega geta þeir kúgað hana til undirgefni.  En þjóð sem ver ekki hendur sínar, á allt sitt undir náð og miskunn annarra, og á hana verður alltaf litið sem auðvelda bráð.  Þó einhver stundarávinningur felist í eftirgjöfinni, þá hverfur hann fljótt í næstu atlögu, því þær muna aldrei endi taka. 

Það er eðli bráðar að verða étin.

Og þjóð án leiðtoga er auðveld bráð, eins og dæmis sanna hér á Íslandi."

 

Það er eðli bráðar að vera étinn.  Þess vegna er enginn fjárhagslegur af því að greiða kúgurum skatt, þeir heimta alltaf meira og meira.

En jafnvel þó við ynnum öll í Víkingalottó ef við segum já við kúgun og ofríki, þá fengjum við ekki langan tíma til að njóta ávinningsins.  Ef glæpamenn komast upp með að ræna Ísland, vegna þess að þeir höfðu vit á að múta fyrst þeim sem með völdin fara, þá munu þeir ræna aftur og aftur.  Ef rán borga sig, þá verða fleiri rændir.

Sagan þekkir þetta ferli, svona var aðdragandi seinna stríðs.  Þeir sem vöruðu við hörmungunum í tíma voru úthrópaðri sem þjóðrembur eða vilja ekki borga skuldir sínar.  Og fólk sagði Já við ICEsave í Munchen.

Og það fór allt í bál og brand.

Núna mun líka allt enda í bál og brandi, og brunnið fólk nýtur ekki króna og aura sem það fékk í þóknun fyrir að svíkja sjálft sig og þjóð sína.

Þess vegna eru erlendir blaðamenn fjölmennir hér, þeir skynja ögurstund mannsins.  Ef íslenska þjóðin segir Nei við ICEsave, þá er einni váinni færra í heiminum. 

Og fólk eignast von, að tími auðmanna og siðblindingja græðginnar og sjálftökunnar sé liðinn.

Heimsbyggðin segir Nei við ICEsave.

Nema danir auðvita, það er í eðli þeirra að gefast upp við minnsta gelt.  Þessir þrír hermenn sem Þjóðverjar misstu í innrásinni í Danmörku, dóu i umferðarslysum.  En svo skutu náttúrlega danir Guðmund Kamban, eftir hetjulega frelsisbaráttu.

Heimsbyggðin, fyrir utan dani, segir Nei við ICEsave.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Innsæismiklar lýsingar, Ómar.  Þori næstum ekki að segja að ég er með danskt blóð í æðunum.   Sl. miðvikudag hitti ég fréttamanninn Thomas Vermes frá Noregi, manninn sem tók viðtalið við Arne Hyttnes, forstjóra norska tryggingasjóðsins.  Hann var í húsi í Höfðatúni.  Hann spurði mig nokkurra spurninga um Icesave og sagðist hafa fylgst vel með Icesave frá upphafi og rætt við fjölda fólks.  Hann sagðist ekki geta skilið að stjórnvöld allra Norðurlandanna, nema Færeyja, stæðu fyrir að ísl. ríkissjóðurinn væri krafinn um Icesave.  Hann sagði ennfremur að hann skammaðist sín fyrir norsk stjórnvöld.  Og ég sagði við hann að hann skyldi ekki líða fyrir það, -ég skammaðist mín ekki minna fyrir okkar stjórnvöld. 

Elle_, 5.3.2010 kl. 12:13

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það er búið að múta stjórnvöldum okkar. Þær mútur eru í formi bitlings sem nefnist aðgangur í ESB sem ég hef líkt við Titanic.

Ellert Júlíusson, 5.3.2010 kl. 12:57

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég var nú bara að sneiða að dönum, með litlu  d-i vegna þess að meirihluti þeirra sér ekkert athugavert við misþyrmingu breta á smáþjóð.  

En mér er vel við Dani með stóru D-i, það er ekki málið, en það verður alltaf að vera smá spuni í þessu.  Pistlarnir eru það margir að ég verð eitthvað að krydda þá, þó þeir séu allir stef um að segja Nei.

Og svo fyrst að svona margir íhaldsmenn lesa mig, þá kem ég áhugamáli mínu að, að hnýta í AGS.

En skilaðu þakklæti til Tómasar, ef þú hittir hann aftur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 13:55

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ellert.

Þetta eru þær mútur sem ég vísa í, þó ég hafi aldrei skilið VG að stefna þangað inn.

En fyrir völd gera  menn ýmislegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 13:56

5 Smámynd: Ellert Júlíusson

VG hafa selt sálu sína og æru til að fá að vera "memm" í fyrstu vinstristjórn síðan móðuharðindin gengu yfir (smá ýkjur). Fyrir það eru þeir tilbúnir að gera allt, meira að segja moka skít og vera skotspónn fyrir hana Jóhönnu.

Ellert Júlíusson, 5.3.2010 kl. 14:30

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ellert.'

Var ekki hægt að bjóða þeim að vera memm í leiknum, losum okkur við auðmenn og skuldir þeirra, eða þá gullfiskaleik.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 839
  • Sl. viku: 5996
  • Frá upphafi: 1399164

Annað

  • Innlit í dag: 224
  • Innlit sl. viku: 5079
  • Gestir í dag: 216
  • IP-tölur í dag: 213

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband