Krónan bjargaði hagkerfinu.

 

Eftir stendur skuldavandi heimila og fyrirtækja.

Það dugar ekki að bjarga bara fyrirtækjum, það reka sig engin fyrirtæki án starfsfólks, og það selur enginn neitt ef ekki er eftirspurn.  

Og það er engin þjóð án fólks.

Íslenska þjóðin þarf að losna við Leppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úr landi.  Já og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn líka.  

Hér þarf að skipa stjórn fólks, ekki vitleysinga, sem er hæf til að leysa skuldamál heimilanna, og endurskipuleggja atvinnulífið á þann hátt að það er sjálfbært og laust við sjúka auðmenn.  

Þessi ríkisstjórn þarf síðan að skapa hagstæð skilyrði fyrir atvinnulífið, grósku þess og fjölbreytni.  Skattahækkanir eru ekki sú leið og vinna gegn  endurreisn og hagsæld.  Lömbum er alltaf fyrst hleypt á fjall áður en þau eru nýtt.

Skynsemisstjórnin þarf að endursemja um skuldir þjóðarinnar eftir þeirri grunnreglu að hún taki ekki ný  lán til þess.  Þú leysir ekki skuldavanda með dýrum skammtímalánum eins og hryggjarstykki efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins felur í sér.  Þeir sem fatta ekki þessu einfalda visku, þeir eiga að sæta námskeiði um örlög fórnarlamba okurlána, og kynna sér þá staðreynd að ólögleg okurlán eru mikilvægari tekjulind mafíunnar en eiturlyfjasala.

Munum hvað Dorit sagði þegar hún frétti að það ætti að bera skuldugt fólk úr húsum sínum.  Hún spurði hvort það væru ekki of mörg hús til á Íslandi???

Í orðum hennar fólst mikil viska sem skjaldborg heimilanna á að byggjast á.  Almenningur á að borga eftir greiðslugetu og Hrunskuldirnar eru okkar allra að leysa, ekki þeirra sem akkúrat sátu í súpunni þegar þær féllu til.   Slíkt er hegðun siðaðra manna.

Aðeins siðuð þjóð vinnur sig út úr vandanum, en villimenn rústa öllu.

Losum okkur við villimennina, losum okkur við siðleysingjanna.

Hefjum endurreisn Íslands.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Samdrátturinn var 6,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Ómar þetta er er eina rétta leiðin. Eyða því sem þú íar að loftbóluhagfræði, sem heimurinn er byggður á í dag. Ég held að men hafi bara ekki gert sér grein fyrir þessu og nánast allt löglegt en siðlaust. Og þeir sem vöruðu við þessu voru bara kallaðir svartsínis menn sem var rétt hjá þeim eins og raun ber vitni. Það hefði átt að fara í vörn á miðju ári 2007 og stoppa byggingu loftbólunar. Stöndum saman og gleymum pólitík einhvern tíma og tökum það besta frá öllum og gerum eitt gott.

Ingolf (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingolf.

Ég er sammála þér, ég held að tími mannvitsins sé upprunnin, mannvits hins siðaða manns.

Það var ekki forsendur fyrir vörn 2007, ítök auðmanna og leppa þeirra meðal hagfræðinga og fjölmiðlamanna voru alltof mikil.  

Við sjáum bara hvað er að gerast í dag, vörnin kemur að utan.  Ruv-ararnir þykjast vita meira um hagfræði og lög en blaðamenn Financial Times, virtasta viðskiptablaðs heims.  Og þeir eru það vitgrannir að þeir tefla fram Bókara og laganema gegn rökum sérfræðinga í lögum, þar á meðal fólks sem hefur komið nálægt reglusmíðum ESB svo ég vitni í hana Evu.

Og fólk trúir því að allar þessar raddir fræðimann og sérfræðinga séu skipulagt samsæri Sjálfstæðisflokksins gegn sitjandi vinstri stjórn.

Nei, huglægt mat á hættu árið 2007 hefði ekki náð að hnekkja veldi auðmanna, því miður, því sannarlega var þess þörf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 410
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 6141
  • Frá upphafi: 1399309

Annað

  • Innlit í dag: 347
  • Innlit sl. viku: 5202
  • Gestir í dag: 320
  • IP-tölur í dag: 316

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband