Heitir viðskiptaráðherra Gosi, er hann með langt nef??

 

Færustu hagfræðingar heims vöruðu íslensk stjórnvöld strax við því að aðgerðarplan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndu dýpka efnahagskreppuna og festa Ísland í vítahring atvinnuleysis og samdráttar.  

Kenneth Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard háskóla sagði í viðtali við Boga Ágústsson að skuldastaða Íslands, fyrir ICEsave væri ekki sjálfbær.  

Að halda því fram að aukinn samdráttur sé töfum á ICEsave að kenna er þvílík markleysa að nefið á Gosa dygði varla til.  Við skulum athuga það að Gylfi Magnússon er ekki Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hann kennir ekki við Harvard, hann kennir við HÍ og fékk starf sitt þegar enginn vildi vinna hjá ríkinu vegna lágra launa.

Það eru óráð AGS sem hafa dýpkað kreppuna, skattahækkanir, sjúkt vaxtastig og ekki hvað síst að neita stjórnvöldum að grípa til aðgerða í skuldavanda almennings sem kæfði uppsprettu eftirspurnar í hagkerfinu, þetta eru skýringar samdráttarins, ekki ICEsave.

Og bulla síðan að þjóð í skuldakreppu lagi stöðu sína með því að bæta á sig skuldbindingu sem nemur 2/3 þjóðarframleiðslu, er slík ýkjusaga, að nef Gosa dygði ekki til.  Það er ekki forsenda endurreisnar að stefna þjóðinni fyrst í greiðsluþrot.

Þess vegna er það ljóst að viðskiptaráðherra heitir ekki Gosi.

Nef Gosa dugar ekki fyrir öll öfugmælin.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ekki hægt annað en segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er merkilegt hvað aðrir vita alltaf betur en náunginn.

Garðar (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:11

2 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar. Ekki þori ég að dæma um hvað hafi vegið þyngst til að dýpka kreppuna. Hagstofan segir okkur hins vegar að samdráttur efnahagslífsins hafi verið 6,5 af hundraði árið 2009 í stað 10 eins og spáð hafði verið. Ef það er rétt er spurningin því frekar: hvað varð til þess að grynnka kreppuna?

Birnuson, 5.3.2010 kl. 11:01

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Garðar, já það er alveg merkilegt.

Það koma upp milljónir tilvísana á Google um þá hagfræðinga sem ég vísa í.

Googel vildi aðeins birta 263 um Gylfa, aðallega skammir um manninn.

Þetta ætti dálítið að segja þér um þá sem vitið þykjast hafa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 13:15

4 identicon

Sæll meistari.

Hverju orði sannara.  Gylfi er búin að sýna að hann er jafn misheppnuð tilraun að sækja meintan óflokksbundinn fagmann í ríkisstjórn, og hversu ágætlega dómsmálaráðherrann Ragna Árnadóttir virðist vera að sinna sínu starfi.

Þakka þér ekki fyrir austfirska suddann.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 13:31

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Góð athugasemd og skörp.

Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju samdrátturinn var ekki meiri.  

Að vísu var hann um 40% í evrum, en það er samt innlenda hagkerfið sem telur.  Og það varð ekkert Hrun, þrátt fyrir spár þar um.

Ég held að það eigi sér tvennar skýringar.

1. AGS gerði tvær heiðarlegar undantekningar frá hinni þrautprófuðu stefnu sjóðsins sem hefur allstaðar leitt hörmungar yfir efnahagslíf þjóða, en báðar reyndar tímabundnar, en samt, Hrunið hefði komið strax ef þær hefðu ekki verið gerðar.

a) Þeir leyfðu gjaldeyrishöft, sem hindraði algjört fjármagnshrun.

b) Þeir leyfðu seðlaprentun í tvö ár, sérstaklega á síðasta ári.  Þetta er það sem aðrar þjóðir gerðu, og er nauðsynlegt til að hindra shokk áhrif.

2. Það var geypilegt fjármagn inn í hagkerfinu, og fyrst það slapp ekki úr landi, hvað gerði það þá?????????

Að hluta til fór það í eyðslu, ég til dæmis tók út séreignasparnað minn til að kaupa mér nýja sjón í næstu viku.  Og við hjónin tæmdu bankabókina að mestu leyti og keyptum okkur nýlegan bíl sem endist næstu 11 árin eða svo.  Með öðrum orðum þá treystum við ekki  hinu nýja bankakerfi og ég held að við séum ekki ein um það.

En svona fjármagn þornar upp, ferlið hér og annars staðar er mjög keimlíkt kreppunni miklu, hún var rúmt ár að skríða fram, en þegar gjaldþrotum fjölgar, atvinnuleysi eykst, og allar nýfjárfestingar hætta, þá endar allt í einni djúpri kreppu.  En það sem menn vita ekki eru áhrif þensluaðgerðanna sem mótvægi.  En á Íslandi lýkur þeim á næsta ári, og þá er það hinn ískaldi raunveruleiki, og þann raunveruleik munu margir flýja sem hafa menntun og þekkingu til að fá alvöru laun annars staðar, það eykur svo aftur vanda þeirra sem heim sitja.

Pistill minn er örpistill, en bæði hef ég fjallað um þetta áður, og milljón aðrir líka sem benda á samhengi hlutanna.  Þeir sem trúa því að við séum að komast inn á lygna sjó, þeir eru trúaðir.  Þekktar forsendur hagvaxtar eru brostnar, skuldir eru að sliga hagkerfið, og fólksflótti lykilstétta er yfirvofandi.  Nú þegar hafa til dæmis 90 læknar yfirgefið landið, þeir gömlu eru eftir, og hjól tímans mun fækka þeim.  Hvað þá, munt þú vilja eiga heima í landi með þriðja flokks heilbrigðiskerfi?????  Eða landi þar sem lungað af ungu fólki er í skuldabasli sem það sér ekki fram úr?????????  

Hvað heldur þú að það þrauki lengi áður en það fer????  

Veistu það Birnuson, váboðarnir eru miklir og ef allt fer á betri veg, þá er kominn nýr kafli í hagfræðibækur, kafli um að þekkt skilyrði hagvaxtar eru ekki nauðsynleg forsendur hans, það þurfi ekki að fjárfesta eða hafa einkaneyslu eða samneyslu til að drífa hann áfram, þrúgandi skuldabyrði dugi til þess að drífa hagkerfi áfram.  Hann Sjálfselsku Rúmeníuforseti hafi bara verið óheppinn en hann er sá síðasti sem reyndi þessa aðferðarfræði, Argentínumenn ráku AGS úr landi áður en þeir náðu til að eyðileggja allt.

Ég held að það megi líkja ástandi efnahagsmála við skip sem mikill leki kom að, það er ekki sokkið, en það bætist alltaf við lekann.  Valið stendur milli þess að opna botnlokuna að kröfu AGS, eða þétta lekann og stýra skipinu í höfn.

Ég treysti ekki á hið óþekkta í hagfræðinni, ég trúi að það sem er þrautreynt sem grundvallarmistök, sé það líka þó Íslendingar eigi í hlut.  Við erum ekki það sérstök.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 13:38

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Mín er ánægjan Guðmundur.

Já, það er ótrúlegt að nefið á Gosa skuli ekki duga til að lýsa skarpskyggni Gylfa.

En aumt er það fólk sem notar sína litlu þekkingu til að leggja meðbræður sína í hlekki og þrældóm.

Og sorglegt að ósk mín um bráðabarkabólgu skuli ekki rætast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 453
  • Frá upphafi: 1412815

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband