5.3.2010 | 08:50
Allir skynja hina sögulegu stund.
Nema auðmiðlar Íslands og Ruv.
Er þetta ekki bara pólitík Sjálfstæðisflokksins spurði barnið í morgunútvarpinu. Drengurinn nær ekki að vera vitgrannur, hefur ekki þann þroska ennþá, heldur að 507 milljarðar hið minsta séu Mattador peningar.
Skrípaleikur, markleysa, hefur engan tilgang, hráskinsleikur stjórnarandstöðunnar, þetta er vælið sem þjóðinni er boðið upp á. Það grátlegast er að þjóðin á auðmiðlanna, en einn af Hrunköllunum stjórnar þeim í umboði Samfylkingarinnar. Segja menn svo ekki að framlög í kosningasjóði borgi sig. Og þjóðin borgar hinum vitgrönnum á Ruv kaup, ekki auðmaðurinn, samt þjóna þeir honum þar til yfir líkur (sem verður vonandi eftir helgi). Þeir kunna ekki annað en að bugta sig fyrir peningum og valdi.
Í forundran horfir erlenda pressan á þetta aumkunarverða fólk sem vinnur svona grímulaust fyrir hið erlenda kúgunarvald. Erlenda pressan skilur að um sögulega stund sé að ræða. Stund sem seinna meir gæti verið líkt við árásina á Bastilluna þegar soltinn almenningur sagði hingað og ekki lengra við gerræði og spillingu aðals og yfirstéttar.
Íslenska þjóðaratkvæðið gæti verið sá atburður sem hratt af annarri byltingu almennings, gegn gerræði og spillingu auðmanna og yfirstéttar, sem í bruðli sínu og óhófi hefur brennt allar brýr að baki sér.
Aðeins keyptir fjölmiðlamenn og gjörspilltir stjórnmálamenn styðja þá ennþá, þar sem peningur er ekki í pípunum, þar eru þeir fyrirlitnir og útskúfaðir.
Og almenningur vill ekki borga skuldir þeirra en horfa upp á þá sólunda ránsfeng sínum í hóglífi og saurlifnað. Reiði almennings er líkt og kraumandi kvikuhólf Eyjafjallajökuls, bíður eftir sprungu til að brjótast út. Hvort kemur á undan munu næstu dagar skera úr um, en íslenka Nei-ið getur opnað kvikuhólf almennings í hinum vestræna heimi.
Þess vegna koma fréttamenn til Íslands til að mynda hina sögulegu stund. Þeir ætla ekki að missa af henni eins og þeir misstu af Bastillunni forðum daga.
Svona atburðir verða aðeins á margra alda fresti.
Við segjum Nei við ICEsave.
Og við rekum Óbermi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins úr landi.
Vegna þess að hver er sinn gæfusmiður, en skuldaþrællinn á enga gæfu, aðeins skuldir.
Alþjóðlegt auðmagn undir verndarvæng ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skal ekki komast upp með að rústa samfélagi okkar og velferð. Tímabundin fátækt breytir engu, sá sem er sjálfstæður, hann á vonina um betri tíð, og hefur vald til að móta sína eigin framtíð.
Skuldaþræalar AGS moka skurði kringum sumarhús auðmanna og vinna við færiböndin í fabrikkum þeirra, án vonar, án framtíðar.
Við segjum Nei við ICEsave, Við segjum Nei við skuldarþrældómi, Við segjum Nei við auðmannsdekur.
Við segjum Nei við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Og við segjum já við framtíð barna okkar.
Við erum menn, ekki mýs.
Kveðja að austan.
Allra augu á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.