Þið hafið ekkert umboð til að semja um neitt annað en skaðabætur frá bretum.

 

Ríkisstjórnin nýtur ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar í ICEsave deilunni.

Krafa breta er ólögleg, þeir styðja hana ekki neinum lagalegum rökum, það eru ekki lagaleg rök að segja eins og þeir gerðu í sínu marklausa lagaáliti fyrir gerðadómnum haustið 2008, að segja að vissulega standi það í þeirri tilskipun sem þeir vitnuðu upphaflega í, að taki það skýrt fram að ekki sé um ríkisábyrgð að ræða, en almennur andi evrópska laga sem og vilji þeirra sem sömdu reglugerðina, hafi verið sá að um ríkisábyrgð sé að ræða.

Nú hefur Alain Lipietz, einn af  reglumeisturum Evrópusambandsins staðfest það með skýrum rökstuddum hætti (bretar fullyrða, þeir rökstyðja ekki) að andi evrópskra reglna sé einmitt sá að afnema alla ríkisábyrgð því hún hindri eðlilega samkeppni á hinum innra markaði.  Þess vegna hafai vilji reglumeistarana verið sá að hafa ekki ríkisábyrgð.

Evrópusambandið sjálft hefur svo brugðist við þeim vanda, sem upp kom þegar ljóst var  að gamla innstæðukerfið náði ekki yfir kerfishrun, með því að setja nýja reglugerð sem á að taka gildi núna í sumar.  Þar er kveðið á um einn sameiginlegan tryggingasjóð á hinum innra markaði, ekki ríkisábyrgð, hvað þá að það sé ákvæði að Íslendingar eigi að greiða skaðann ef eitthvað óvænt komi upp á.

Samningur ykkar um íslenska ríkisábyrgð er því ólöglegur samkvæmt íslenskum reglum.

 

Eins bannar stjórnarskrá Íslands skattlagningu eftir á án tilefnis.  

Samningur ykkar er því ólöglegur samkvæmt stjórnarskrá Íslands.

 

Lög um landráð banna líka að íslenskir ríkisborgarar skipuleggi eða vinni að aðför að fullveldi Íslands eða eigum eða skattfé íslenska ríkisins.  Við því liggja þungar refsingar.

Athæfi ykkar varða því við kafla hegningarlaganna um landráð og við því liggja þungar refsingar.

 

Hvers vegna stundið þið refsivert athæfi strákar fyrir Jóhönnu og Steingrím, í óþökk íslensku þjóðarinnar, til að semja um eitthvað sem þið vitið að er ólöglegt, og hver einasti dómur, jafnt íslenskur sem evrópskur mun umsvifalaust fella úr gildi.

Það er engin skynsemi í svona hegðun.

Myndið þið fara út til London og ræna banka ef ríkisstjórnin bæði ykkur um það???  Vitið þið ekki hvernig fór fyrir Líbýumanninum sem hlýddi sinni ríkisstjórn????

Hættið því þessari vitleysu, ef bretar vilja ekki borga skaðabætur komið ykkur heim.

Við erum að fara að kjósa og segja Nei.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Tugi milljarða ber enn á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Tek undir það með þér, að það er verulega vafasamt hvort samninganefndin hafi fullt umboð þjóðarinnar.  Skoðum þetta að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Helgi Kr. Sigmundsson, 5.3.2010 kl. 07:15

2 identicon

Fullkomlega sammála þér Ómar! Hlakka til þess dags þegar íslendingar rísa upp og segja hingað og ekki lengra. Við skulum borga jafnt og þið bretar og hollendingar en ekki krónu meira!! Meira borgum við einfaldlega ekki og það er ekki um neitt að semja! Þetta ástand er öllum 3 þjóðunum jafnt að kenna.

assa (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 07:50

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið.

Helgi, ég vona að fólki beri gæfa til að standa á rétti sínum, en ákveði ekki að fórna sjálfstæði þjóðarinnar vegna hræðsluáróðurs og hótana.

Assa, þetta er ekki bara þessum þjóðum að kenna, regluverkið vann ekki sína vinnu, það er vandi ESB og EES ríkjanna sem heildar, og við erum hluti af þeirri heild.

Sameiginlegur vandi krefst sameiginlegrar lausnar, ekki krossfestingu þess minnsta.

Og ef það er farið eftir lögum, þá duga eignir Landsbankans fyrir lágmarks tryggingum, ef það vantar upp á, þá er það allra að leysa þann vanda því vissulega var fólk í góðri trú.

En það er villutrú að benda á íslenska skattborgara, villutrú ættuð frá Aztekum hinum fornu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband