Forystumenn ríkisstjórnarinnar gera sig að fífli í erlendum fjölmiðlum.

 

Gylfi Magnússon reyndi að leika fávita á blaðamannafundi með erlendu blaðamönnum í dag.

Hann er vanur vitgrönnum íslenskum blaðamönnum sem einskis spyrja en éta eftir sem að þeim er rétt.  

Gylfi hélt að hann væri að tala við fréttamenn Ruv eins og Jóhanna þegar hún sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna skrípaleik.

Þetta aumkunarverða fólk veit ekki að margur blaðamaðurinn er eldri en tvívetra og þeir voru viðstaddir þegar kúgaður almenningur Austur Evrópu reis upp gegn úrsérgengnu og siðspilltu kerfi Sovét kommúnismans.  Þá sáu þeir og hlustuðu á aumkunarverða forystumenn, trausti rúna, tala um lýðræði sem skrípaleik.

Þetta er tungutak hræddra harðstjóra um allan heim.  

Alþjóðapressan þekkir þetta tungutak.

Og hún skilur ekki að þjóð, sem á hefur verið ráðist með kúgun og ofbeldi, svo ég vitni í Financial Times, skuli hafa forystufólk sem mælir tungutak fallinna harðstjóra.

Og þetta fjölmiðlafólk mun spyrja sig, hvað veldur??  Hverra hagsmuna er þetta fólk að verja???

Og það mun ræða við Ögmund Jónasson sem mun útskýra það  kurteislega fyrir þeim að þau séu galin.  Aðeins galið fólk skilur ekki mikilvægi þess að standa saman og senda umheiminum skýr skilaboð sagði Ögmundur í útvarpinu nýlega.  

Og hann vill að þjóðin standi saman um Nei, ekki Já eins og hinir gölnu vilja.

 

Það er ótrúleg firring og vanmat á aðstæðum, að gera sér ekki grein fyrir hvurslags fíflagangur það er að láta svona út á við.  Burtséð frá því þó forkólfar ríkisstjórnarinnar voru ósátt við ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að vísa málinu í þjóðaratkvæði, þá gerði hann það. 

Og það kallast lýðræði.

Þó flokksformenn kommúnistaflokkanna sem voru við það að missa völdin, hafi kallað lýðræðið skrípaleik, þá gera það ekki forystumenn lýðræðisþjóðar.

Ekki nema þeir vilja gera sig að fíflum og virka á erlenda blaðamenn sem algjör viðrini.  Og þó ég sé ósammála þessu fólki, þá finnst mér það sárt, vegna orðstírs þjóðarinnar, að það skuli vitnast að hún hafi kosið þetta fólk yfir sig í lýðræðislegum kosningum.

Fyrst útrásarvíkingarnir, svo þessi ósköp.

Það var ekki að ástæðulausu að ég óskaði ríkisstjórninni bráðabarkabólgu, ekki af illkvittni, heldur af væntumþykju.

Það er alltaf sorglegt að sjá fullorðið fólk gera í buxurnar í beinni útsendingu um alla heimsbyggðina.  

Það dugði að þau gerðu það í Ruv.

Hinir vitgrönnu tóku hvort sem er ekki eftir því.

Og þjóðin var orðin vön.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Furðar sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hvort þeir eru að gera sig að fíflum utanlands, og kannski okkur í leiðinni.  Og þó, ekki vil ég vera ábyrg fyrir neinum fíflum.  Kýs fremur alvöru villta fífla, -en það var nú útúrdúr.  Nú eru þau orðin of forhert við að draga sjálf sig upp úr forinni, til að kunna að skammast sín.  Og við kusum ekki einu sinni Gylfa Magnússon.  Og ekki kaus ég Jóhönnu og Össur.  Hvað í veröldinni gáfu Bandaríki Evrópu þeim í mútur fyrir að draga almenning þessa lands um í svaðinu???

Elle_, 4.3.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég er farinn að hallast að því að það hafi ekki þurft að múta þeim.  Þeim vantar algjörlega dómgreind, þetta er allt eitthvað svo hálfvitalegt.

En takk fyrir mig í dag og góða nótt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 23:13

3 Smámynd: Elle_

Já, þetta er allt óttlega hálfvitalegt, Ómar.  Liggur við að fíflarnir og hundasúrurnar verði gáfuleg í samanburði.  Og góða nótt. 

Elle_, 4.3.2010 kl. 23:27

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við vitum eitt 100%. Á laugardaginn segja íslendingar nei, við þessu ákvæði um Icesave samninginn. Hvaða herbrögð hefur ríkisstjórn Íslands í almannatengslum varðandi viðbrögð erlendra fréttamanna. Hollenski fréttamaðurinn sem kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld sagði að skilningur Evrópu á þessari þjóðaratkvæðagreiðslu væri sá að við værum að kjósa hvort við ætlum að borga eða ekki. Nú megum við ekki klikka aftur á slíkum formsatriðum, við þessu verður að bregðast.

Haraldur Haraldsson, 4.3.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Líklega velmeinandi, en frekar nauðaómerkileg framzettníng.

Einhver hreindýr að ~eyzdan~ gætu frekar kallað zig greind dýr, af því að þau hafa þó þér um fram einhver greindarleg horn.

Þú ert zamt greindarlega greinanlega í deildinni 'Fólk er fíbbl', nema ég & nokkrir frændur mínir zem að 'fíla' mig.

Bezzerwizzerkvennzka....

Steingrímur Helgason, 4.3.2010 kl. 23:41

6 identicon

Frábær pistill hjá þér! Það þarf að láta Jóhönnu og Steingrím vita af því að það er bannað að skíta á stólana:)

sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 00:36

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Allt´síðasta ár hafa Jóhanna og Steingrímur leikið aðalhlutverkið í skrípaleiknum,fjandi dýrt stykki.

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2010 kl. 01:06

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það má ekki gleyma því að þau eru að skíta á mig og þig í leiðinni...

Spurning hve lengi það verður látið viðgangast á mínu heimili.

Sindri Karl Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 01:07

9 identicon

Þetta fólk er búið að ljúka sér af myndi ég segja. Komin tími til að moka flórinn

sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 01:17

10 identicon

Ég leifði mér að setja tilvitnun í þennan pistil í minn eigin pistil Ómar og endurtek að hér mælir þú vel og af heilum hug. Heyr Heyr

Blessi ykkur.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 01:31

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Þú konungur háðsins, ég þakka þann heiður sem þú sýndir mér með z þinni, mér er það alltaf hvatning þegar gáfaðir menn lesa skrif mín sér til ánægju og hugmyndarauðgi.

Takk Gunnar, og nýttu það sem þú getur notað.

Sindri, væri ekki ráð að senda þessu fólki klóset og klósett pappír með því að segja Nei á morgun.

Helga, þau fengu líka stórt hlutverk í leikhúsi fáránleikans.

Haraldur, ég vona að þú teljir það ekki formsatriði að segja Nei við ólöglegri fjárkúgun.  Ég ætla ekki að greiða krónu og mun frekar leggjast út með framhlaðning minn en að lúta hernámsstjórn breta og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Og hafið þið það sem best.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 10:19

12 Smámynd: Elle_

Ekki veit ég hvort comment no. 5 var ætlað mér eða Ómari.  En það er óttalega fíflalegt að berjast með blekkingum og lygum og hatrammlega, fyrir skuld sem maður ekki skuldar einn eyri í, berjast fyrir skuldaþrældómi barna sinna, bara af því fólk úti í heimi heimtar það.  Og fíflarnir í túninu heima eru gáfulegri en það, hvort sem þér líkar það eður ei.  Og frábær pistill hjá Ómari, bardagamanninum mikla fyrir syni sína litlu.  Nær væri að allir feður landsins hugsuðu eins manneskjulega og hann.  Nær væri að Gylfi Magnússon færi að vinna fyrir fólkið í landinu eins og honum var ætlað og hætti að vinna eins og gjörspilltur stjórnmálamaður, viið hlið þeim allra verstu sem landið hefur haft í stjórnmálum. 

Elle_, 5.3.2010 kl. 11:07

13 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Góður pistill, sammála.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 5.3.2010 kl. 21:08

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þennan skarpa pistil!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.3.2010 kl. 00:19

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Guðmundur og jákvæð orð.

Og Elle, það þarf vissan stanard til að háðhöfðinginn með sína z mætir.  Ég lít á það sem hrós.  Mundu að skoðanalaus maður fær ekki viðbrögð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.3.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband