Að utan berst íslensku þjóðinni stuðningur. Jákvæður stuðningur í baráttu hennar við ósvífnustu þjófnaðartilraun sem sagan þekkir frá því að Evrópuþjóðir rændu Kína með ópíumsölu sinni.
Erlendir stjórnmálamenn lýsa yfir stuðningi við þjóðina.
Erlendir fjölmiðlar benda á lögleysu þess sem þeir kalla grímulausa fjárkúgun breskra og hollenskra stjórnvalda á varnarlausri smáþjóð.
Erlendir háskólamenn, hagfræðingar, lögfræðingar, siðfræðingar,, heimspekingar, kveða úr um að um algjöra lögleysu sé að ræða.
En Íslenska valdastéttin veit betur.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa allir sem einn komið að samningaviðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld.
Íslenskir fjölmiðlar, fyrir utan Morgunblaðið styðja fjárkúgun þeirra, telja hana bæði löglega og siðlega.
Íslenskir hagfræðiprófessorar, heimspekingar, siðfræðingar (fyrir utan Gunnar Hersvein), stjórnmálfræðingar, íslenskuprófessorar, styðja ICEsave skattinn, kalla hann skuld íslensku þjóðarinnar.
En íslenskir lögfræðingar og lögfræðiprófessorar hafa stutt þjóð sína og gefið henni lagarök. Þess vegna hafa stuðningsmenn breta þurft að reiða sig á Bókara frá Bolungarvík og meistaranema í lögum til að verjast öllum þeim útlendingum sem hafa komi með lagarök gegn fjárkúguninni.
Lögfræðingarnir eru eina undantekningin, annars er eymd akademíunnar algjör. Aldrei hafa jafn mörg lítilmenni svikið þjóð sína í jafn mikilvægu máli.
Og þegar ég las fréttina um stuðning heils stjórnmálaflokks við málstað þjóðarinnar, þá varð mér hugsað til að ég hef aldrei lesið samsvarandi orð eða yfirlýsingu frá neinu íslensku stjórnmálaafli. Það er stjórnmálaafli sem á fulltrúa á Alþingi. Hinn þinglegi ágreiningur hefur aðallega snúist um vexti og greiðslukjör.
Ekki um að segja skilyrðislaust Nei við allri kúgun.
Þetta segir svo margt um af hverju landið flaut sofandi að feigðarósi í aðdraganda Hrunsins mikla haustið 2008.
Það vantar greinilega allt Malt í liðið.
Kveðja að austan.
Die Linke styðja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 45
- Sl. sólarhring: 777
- Sl. viku: 5584
- Frá upphafi: 1400341
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 4798
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er farinn að halda að allir vinstri flokkar í heiminum muni lýsa yfir stuðningi við málstað Íslands áður en íslenskir vinstri flokkar muni gera það.
Theódór Norðkvist, 4.3.2010 kl. 16:32
Blessaður Theodór.
Já, það er sárt að horfa upp á þessi öfugmæli að vinstrimenn séu aðalstuðningsmenn hins versta sem hið alþjóðaauðvald bíður upp á í siðleysi sínu og græðgi.
Og einhvern tímann hélt ég að eitthvað af þessu fólki hefði hugsjónir.
En þegar allt kom til alls þá var það valdagræðgin sem stjórnaði hugsjónatalinu.
Sorglegt allt saman.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.