4.3.2010 | 07:05
Af hverju ættu bretar að bakka???
Forsætisráðherra Íslands hefur lýst því opinberlega yfir að það þurfi ekki að halda þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem fyrir liggi samningur sem "felur í sér umtalsverða vaxtalækkun".
Og i orðum Jóhönnu mátti skilja að það hafi aðeins verið fyrir óbilgirni stjórnarandstöðunnar að því tilboði var ekki tekið.
Jóhanna og Steingrímur þurftu á samráði við stjórnarandstöðuna að halda ef þau ætluðu að ganga gegn vilja forseta Íslands og stöðva fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu með tilvísan í að betri samningur lægi fyrir.
En hvað gerist eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna????
Segjum að þátttaka verði dræm, þá telja stjórnvöld sig örugglega hafa umboð til að undirrita þann góða samning sem bretar eru tilbúnir að bjóða. Og með tilvísun í dræma þátttöku þá telja þau sig örugglega vera í fullum rétti til þess þar sem forsetinn er þá ekki í þeirri stöðu að senda næsta samning í þjóðaratkvæði, eða hvað???
Þess vegna er augljóst að bretar telja sig ekki þurfta að bjóða betur því þeir treysta á samningsvilja Jóhönnu og Steingríms.
Og núna munu allir undiráróðursmenn þeirra koma út skúmaskotum og tala niður þjóðaratkvæðið og mikilvægi þess þar sem "betri samningur" liggi fyrir.
Þegar eru merki komin fram um það. Auðmiðlarnir hamast gegn henni með allskonar skrípakalla í fararbroddi eins og Jóhann Hauksson og Hallgrím Thorsteinsson. Eins birti Egill Helgason tilvitnun í blogggrein Jóns Ólafssonar heimspekings og prófessor á Bifröst. Þar má finna þessa visku.
"Með því að greiða atkvæði gegn samningnum væri ég því að gefa annað í skyn, það er að segja að ég sé á móti því að Íslendingar greiði skuldir sínar og telji að þeir eigi að hlaupast undan því með lagatæknilegum rökum eða með þjóðernis- eða byltingarrökum að borga Icesave skuldina. Þannig hefur atkvæðagreiðslan snúist upp í andhverfu sína."
Hér er logið til að um skuld Íslendinga sé að ræða og aðeins þjóðernisbullur vilji ekki skilja það.
Og svo má lengi telja, en tíminn er úti.
Við verðum að skilja að eina svar okkar hjá þjóðinni er að mæta og segja Nei.
Látum ekki bretanna spila svona með okkur.
Látum ekki bretavini kúga þjóð sína.
Kveðja að austan.
Kosningarnar blasa við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 203
- Sl. sólarhring: 661
- Sl. viku: 5787
- Frá upphafi: 1399726
Annað
- Innlit í dag: 173
- Innlit sl. viku: 4937
- Gestir í dag: 170
- IP-tölur í dag: 170
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér frábær skrif
Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.3.2010 kl. 09:01
Takk Ólafur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 13:14
Sæll. Beittur að vanda.
Steingrímur fullyrti líka í útvarpsviðtali í morgun að skilaboð þjóðarinnar með að segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni til umheimsins að við borguðum ekki skuldir okkar. Við myndum tapa öllu trausti og allar lánalínur lokaðist. Hverjir eru tilbúnir að lána þeim sem borga ekki? Þetta er orðin slík eindæma vitleysa vitleysa að hálfa væri nóg. Jóhanna sendi Gordon Brown frægt bréf þar sem hún ítrekaði við hann að þjóð og þing samþykktu ekki að það væri ekki okkar lagalega skylda að greiða meinta Icesave skuld sem Bretar og Hollendingar krefjast. Þetta gerir hún eftir að hann hafði þóttist misskilja fyrra bréf hennar til hans.
Stjórnarþingmenn hafa í tvígang undirritað Icesave lagafrumvarp þar sem þessi meinta lagalega ábyrgð er ekki viðurkennd með sérstakri ályktun. Svo leyfa þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon að halda öðru fram.
Þetta sagði Steingrímur fyrir rúmri viku við fréttamann, einmitt um þessa meinta lagalegur skildu þjóðarinnar:
Segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um ummæli forstjóra norska tryggingasjóðsins Arne Hyttnes:
Þetta segir Arne Hyttnes, forstjóri norska innistæðutryggingasjóðsins, í Morgunblaðinu í dag.
Hvað gengur þeim Steingrími og Jóhönnu til með að ljúga okkur ekki tilbúin að borga skuldir okkar, þegar þau fullyrða að við skuldum Bretur og Hollendingum ekki neitt samkvæmt lögum?
Kveðja fá suð/vestur horninu hvíta.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 13:44
Blessaður Guðmundur.
Ég hef skemmt mér að tala illa um AGS í dag, þeir eru eins og boðflennur sem dúkka upp í partíum þar sem þeir vita af ókeypis víni, mæta óboðnir án tilefnis.
En ég ætlaði að skrifa um heimspeki heimspekingsins sem kallar lög, lagatækni, ætli sé til heimspekitæknir???? Eða flugtæknir, er það sá sem lærði bara að taka á loft?????
En svo nennti ég því ekki, það hefur enginn angrað mig nógu mikið, allir að fara í þjóðaratkvæði og engin svik í augsýn.
En ert þú ekki að vitna í nútímauppfærslu á Hamlet, í boði leikhús fáránleikans???? Skuld eða ekki skuld, það fer eftir því við hvern ég tala segir Steingrímur með höfuðkúpu Ögmunds í hendi. Var hvort sem er Hamlet ekki um einhverja duld, og Ögmundur sem sagði í útvarpi nýlega að Steingrímur væri galinn (eru þeir ekki galnir sem ætla að segja Já?) er ekki á topp tíu lista Steingríms, jafnvel þó það yrði gerður listi með 6.537.289 manns, þá kæmist Ögmundur samt ekki á þann lista.
Já, þetta er farsi, þess vegna óskaði ég þeim bráðabarkabólgu í dag, svona til öryggis. Það er best að þau láti fjölmiðla eiga sig fram yfir þjóðaratkvæði, þá eru þau líka history blessuð, eða allavega histerísk.
En hvað er að heimspekitækninum????
Fékk hann gráðu sína í bréfaskóla, í Nígeríu, ókeypis ef hann gæti aðstoðað gamla frænku við að losa um arf eftir langafa sinn???? Viskan í þessari bloggfærslu gæti bent til þess.
En er ekki tími til kominn að tengja, heimsku við heimskingja????
Prófaði það í dag um iðnrekendur, mætti gera það víðar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.