Sýnið kjark "Varnarmenn" og kallið hlutina réttum nöfnum.

 

Vissulega er það rétt að íslensk þjóð  vill standa við skuldbindingar sínar.  Og vissulega er það rétt að eignir Landsbankans duga fyrir lágmarksinnstæðutryggingu, en rán breta og Hollendinga á hluta þeirra eigna veldur því að eftirstöðvarnar falli á íslenska þjóð.  

En þið eruð eins og mjálmandir kettlingar sem eru hræddir að fá ekki stroku ef þið mjálmið of hátt.

Það byggir engin þjóð fjárkröfu sína á "sinni lagatúlkun á Evrópureglum", það eru dómstólar sem kveða úr um réttmæti krafna.  Aðeins mafían innheimtir skuld eftir sinni túlkun á eðli skuldarinnar.  Þess vegna er framferði breta og Hollendinga brot á öllum alþjóðalögum, og aðeins ítök þeirra í íslensku stjórnkerfi hafa hindrað að þeim hafi ekki verið stefnt fyrir dóm eins og hverjir aðrir mafíósar sem stunda einhliða innheimtustarfsemi. 

Á þetta eigið þið að benda, ekki mjálma um að þeir vilji ekki fara með málið fyrir dómstóla.  Fáir þjófar sætu inni ef ekki mætti dæma þá nema þeir sjálfviljugir mættu fyrir dóm, og hefðu um það sjálfsvald hvort þeir færu eftir dómnum eður ei.

Það er engin munur á þessum vinnubrögðum breta og vinnubrögðum Þjóðverja á Munchenarráðstefnunni þegar þeir mættu með kort af landamærum þýska keisaradæmisins frá um 960 og sögðu það sanna að Tékkland og Mæri væru óaðskiljanlegir hluti Þýskalands.  Þar fóru þeir eftir sinni túlkun á alþjóðalögum, og vegna gunguskapar Chamberlains, þá kúguðu þeir undir sig sjálfstæða þjóð.  ICEsave samningurinn er sama eðlis, bretar og Hollendingar fá ítök í eigum og auðlyndum íslensku þjóðarinnar ef hún stendur ekki í skilum

Í raun mun þeir stjórna landinu, þó ekki munu þeir nota skriðdreka til að framfylgja kröfum sínum, hin meinta "efnahagsaðstoð" AGS er nútímaútfærsla þeirra.

Þetta eigið þið að útskýra fyrir heimsbyggðinni, að Hollendingar og bretar fóru ekki eftir leikreglum réttarríkisins, þeir beittu vinnubrögðum Stalíns þegar hann lagði undir sig finnskt landsvæði í Vetrarstríðinu, eða batt enda á sjálfstæði Eystrasaltslandanna.  Þó Íslendingar kunni ekki sögu, og haldi að bretar hafi aðeins komið í teboð, þá kann heimsbyggðin sögu styrjaldanna miklu, og þekkir þau vinnubrögð sem nú er beitt gagnvart fullveldi Íslandi til að sölsa undir sig auðlindir og eignir íslensku þjóðarinnar.

Segið satt, talið mannamál, og á ykkur verður hlustað.  

En það hlustar enginn á fórnarlömb sem alltaf eru að biðja kúgara sinn afsökunar á að verða fyrir kúgun hans.

 

"Þrátt fyrir þetta höfum við í öllum okkar viðtölum lagt gífurlega áherslu á að Íslendingar vilja leysa þetta ICEsave mál með sanngjörnum hætti og séu á engan hátt að hlaupa undan einhverjum lagalegum skuldbindingum."

 

Þetta mjálm er samstofna orðum stúlkunnar sem bað nauðgarann opinberlega afsökunar fyrir að hafa verið í alltof flegnum kjól undir kápunni, og því vilji hún greiða honum skaðabætur vegna þess að það var á hennar ábyrgð að hann ákvað að nauðga henni.  Helst með vaxtavöxtum til 14 ára en hún biðji hann samt um leyfi að fá að nota tryggingarbætur sínar uppí skaðann, en ef ekki þá megi hann fá þær líka vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir að þurfa að hafa þurft að nauðga henni.

Í guðanna bænum Ólafur, það er betra að þegja en að berjast við nauðgara og fjárkúgara með sífelldar afsakanir á vör.  

Kannski er bara gott að fjölmiðlar tali bara ekkert við ykkur, að þið farið allir sem einn til Flateyjar fram að þjóðaratkvæðagreiðslu, en skiljið eftir Sms um að blaðamenn lesi Financial Times.  Þar kalla menn fjárkúgunina fjárkúgun, sem bresk og hollensk yfirvöld mynd aldrei samþykkja sjálf, nema eftir algjöra uppgjöf í stríði.  Krafa þeirra er "not legal", sem er allt annað orðalag en að segja að þeir fari eftir "sinni lagatúlkun" og þeir eigi að hundskast til að láta af henni.

Þeir sem þekkja ekki muninn á mjálmi og tali, þeir eiga bara að fá sér ost og rauðvín í óbyggðunum.

Það er betra að þegja.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Mikill áhugi erlendra fjölmiðla á þjóðaratkvæðagreiðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 498
  • Sl. sólarhring: 712
  • Sl. viku: 6082
  • Frá upphafi: 1400021

Annað

  • Innlit í dag: 454
  • Innlit sl. viku: 5218
  • Gestir í dag: 436
  • IP-tölur í dag: 431

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband