3.3.2010 | 09:54
Sendum Kidda Sleggju á hana.
Og leiðarahöfund Financial Times í leiðinni.
Það þarf að sleggja svona fólk.
Kannast ekki við greiðsluskyldu Íslands.
Shit maður
Kveðja að austan.
Byrne: Ættu Írar að neita að greiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í ljós er að koma, að áhrif þjóðaratkvæðisins munu verða miklu afdrifaríkari en nokkur gerði ráð fyrir. Um allan heim eru menn farnir að spyrja um sitt eigið stjórnarform - er það raunverulegt lýðræði ? Menn ættu að kynna sé skrif ELAINE BYRNE um stjórnarfar í Írlandi.
Flestir vita um mikil áhrif Frönsku stjórnarbyltingarinnar, en sjálfsagt hafa fáir leitt hugann að því að Íslendska þjóðaratkvæðið kann einnig að skipa veglegt sæti í sögubókum framtíðarinnar. Þetta veltur þó á okkur sjálfum. Hafa Íslendingar dug til að brjóta blað í mannkynssögunni og kjósa NEI í þjóðaratkvæðinu ?
Þjóðarheiður - gegn Icesave.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.3.2010 kl. 10:47
Blessaður Loftur.
Það er langt síðan það var kristaltær í mínum huga að alþjóðahyggja kommúnismans og alþjóðahyggja auðmagns eru af sömu rót, þeirri rót að í nafni einhverra göfugra markmiða, þá telja dauðlegir menn sig hafa það vald að ráðskast með líf fólks og þau samfélög sem það lifir í. Yfirleitt er öllu kollvarpað í þágu þessarra markmiða með tilheyrandi hörmungum, og allt endar þetta á einn veg, einn eða mjög fáir aðilar stjórna allri framleiðslu og ráða öllu um líf fólks og kjör.
Og hinn smái rekstur einstaklings er alltaf fyrsta ógnin sem er útrýmt, fólk má ekki hafa val, annað en það sem ríkið eða einokunarfyrirtæki auðmanna býður upp á.
Mér finnst þú einmitt hitta naglann á höfuðið með samlíkingu þinni, Nei okkar getur valdið sömu keðjuverkuninni og Nei Parísarbúa við hungri og spillingu. Draumurinn er sá sami, að fá að lifa í friði fyrir ofríki og hafa í sig á fyrir sig og sína.
Flóknara er nú mannlífið ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 11:35
Þjóðaratkvæðagreiðslan er það lýðræðislegasta sem ég man eftir að hafi gerst frá stofnun lýðveldisins. Lengst af hefur nefninlega ekki verið almennilegt lýðræði á Íslandi heldur flokksræði.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2010 kl. 12:16
Sæll meistari og aðrir slíkir á síðunni.
Þjóðaratkvæðagreiðslan er sennilega eitt merkilegasta og afdrifaríkasta heillaspor sem þessi þjóðin hefur tekiða. Að sjá Steingrím J. og Jóhönnu ganga svo gróflega gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar og þess rústabjörgunarstarfs sem nýja samninganefndin er að reyna að inna að hendi, er viðurstyggilegt og ekki neinn vafi að landsréttur verður að kalla saman til að fjalla um þessa óþverra framgöngu þeirra. Sem og alla þá skemmdarverkastarfsemi sem þau og þeirra varðhundar hafa stundað í málinu öllu. Ef ekki er ástæða til þess, þá er vandséð hvenær hún gæti orðið.
Bestu kveðjur frá suð/vesturhorninu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 13:04
Viðbót:
Forsíðu Morgunblaðsins 3. mars segir:
Þarf nokkuð að segja meira um hverslags föðurlandsvinir Steingrímur J. og Jóhanna eru í raun og veru?
Kv.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 13:31
Guðmundur, ég er í sambandi við marga erlenda sérfræðinga, á sviði alþjóðlegra fjármála og alþjóðlegra samninga og þeim ber öllum saman við það sem haft er eftir Lee C. Buchheit.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.3.2010 kl. 13:57
Sæll Loftur. Það þarf enga kjarneðlisvísindamann til að sjá jafn augljósan hlut. En auðvitað þvælist slíkt fyrir þessum stórkostlega stjórnarpari og þeirra sértrúarflokki.
Nema að tilgangurinn er að tryggja að ekki náist betri samningur?
Kv.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 14:02
Flottir strákar, flottir.
Hef engu við þetta að bæta, nema þá því að Loftur mætti forma góðan pistil um mikilvægi þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir framtíð frjáls samfélags.
Það þarf að stöðva allt ofríki í fæðingu, og það þarf að verja rétt okkar til mannsæmandi lífs.
Mér lýst vel á orðið "þjóðarbylting".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.