Ísland í fyrsta sæti, en hvað með ICEsave????

 

Átti höfnun á ICEsave ekki að koma öllu hér á kalda kol.  Við yrðum einhverskonar Norður Kórea Norðursins, sem er dálítið skrítið því Norður Kórea er mjög norðarlega.  Rökin skotheld í huga þeirra sem trúa á jólasveininn og Grýlu gömlu, þjóðin fær sko ekki lán til að byggja upp stóriðju.

 

Hvenær var stóriðja forsenda framfara í hinum vestræna heimi????

 

Jú, upp úr miðri 19. öld og eitthvað fram á þá 20. en síðan þá hefur áhersla á vísindi og tækni,  menntun og hæfni starfsfólks ráðið úrslitum um samkeppnishæfni og þar með lífskjör þjóða.  En í Norður Kóreu eru þeir vissulega ennþá að byggja upp stóriðju, gleyma meri að segja að éta á meðan þeir byggja hana upp.

Við þurfum sem sagt að samþykkja ICEsave til að verða eins og Norður Kórea, stóriðjuríki, en vonandi ætlast ICEsave liðar ekki til þess að við gleymum að éta.  Svo er líka vanmetinn kostnaðurinn við að víggirða landmærin, strandlengjan er svo vogskorin, en slíkt er nauðsynleg forsenda að íbúar stóriðjuríkja uni glaðir við sitt.  Fólk sem á heima á 21. öldinni er ekki mjög hrifið af 19 aldar þjóðfélagi, jafnvel þó það fái að éta.  

Í dag vilja menn mennta sig til hinna fjölbreyttustu starfa og vinna 21. aldar vinnu en þar sem verksmiðjuvinna er eini valkosturinn, vill fólk fara, þess vegna eru víggirðingar nauðsynlegar, ekki til að verjast árásum að utan, heldur landflótta fólks sem þráir 21. öldina.

 

Indverjar þekkja vel til fátæktar, og þeir hafa lagt mikla áherslu á menntun og þekkingu.  Þeir vilja  lifa á 21. öldinni, ekki á eldri tímum.  Þess vegna vita þeir hvað þarf til.  

Og þeir sögðu að íslenska þjóðin væri í fyrsta sæti nýsköpunarlistans, án þess að ICEsave ríkisábyrgðin hefði nokkuð með það mál að segja.  Það minnir líka á orð leiðarhöfunda Financial Times, sem sagði að Darling skyldi ekki vera svo heimskur að halda að hann gæti kúgað Íslendinga til hlýðni með blackmeili eins og því að hindra eðlileg samskipti fjármálamarkaða við landið.  Skýring hans er mjög keimlík og skoðun Indverjanna,

 

"Icelanders may reasonably prefer to hold their ground. Even if frozen out of global markets, ample natural resources and a well-educated workforce mean Iceland will survive, and one day thrive again." 

 

Þetta er einn áhrifamesti viðskiptablaðamaður heims, og hann minntist hvergi á Norður Kóreu, aðeins á ríkulegar náttúruauðlindir og vel menntað starfsfólk, þess vegna hefði hin ósvífna fjárkúgun aðeins tímabundin áhrif.

Ísland mun "thrive again".  Við erum í fyrsta sæti á nýsköpunarlista.

En fyrirlitin af okkar eigin stjórnvöldum. 

Þau segja að við séum aumingjar sem getum ekkert annað en borgað.  Og það sorglega er að hluti þjóðarinnar trúir þessum illyrðum.

Það fólk mun segja Já á næsta laugardag.

Og því er mikil vorkunn.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ísland fremst í nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Takk fyrir góða grein. Ég er alveg sammála þér, óþolandi þetta bull um að við munum einangrast.

Samt finnst mér það eiginlega verra hve margir virkilega trúa því að allir hati Íslendinga út af þessu.

Ég heyri allt of oft af því að fólk verði undrandi þegar það hittir Breta sem vill tala við það.

Ég vill samt minnast á það til gamans í lokin, það sem mörgum finnst undrarlegt, að Norður Kórea er hreint ekkert svo norðanlega á Evrópskan mælihvarða. Pyongyang, höfuðborg landsins er á svipaðri breiddargráðu og t.d. Aþena og Lissabon.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 3.3.2010 kl. 11:07

2 identicon

Ekki það að þetta sé eitthvað rangt hjá þér.

En æji þarf allt alltaf að snúast um IceSave? Getur ekki komið ein jákvæð frétt án þess að hún sé dregin niður í þessa skítaumræðu? Við erum orðin svo miklir aumingjar og mikil fórnarlömb að við virðumst bara ekki þola jákvæðar fréttir lengur.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 11:18

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Hlöðver, og takk fyrir landafræðikennsluna, fannst það bara sniðugt að tengja Norður við Norður, og verð að játa að ég hélt að landið væri Norðar því þaðan er svo stutt í fimbulkulda Manchuriu.  En gleymdi hitaveitunni sem Golfstraumurinn er.

Og Jón Grétar, ef þú ert svo glær að vita ekki hvað árás og kúgun er, þá skaltu segja þig til sveitar hjá þjóð sem kann að verja sig nú þegar.  Það er ljóst að það er ekkert gagn í þínum manndóm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 11:42

4 identicon

Vá Ómar. Rólegur á heiftinni. Var meira að segja sammála þér í grunnatriðum. Eina sem ég sagði var að það væri óþarfi að tengja allt við IceSave. En þú fórst bara beint í dónaskap og persónulegar árásir. Lítill manndómur í því. Það þýðir lítið að vera einfeldningur og halda að það sé bara eitt að gerast í heiminum og aðeins eitt mikilvægt í lífinu.

Gangi þér vel allavega. Með svona hegðun vantar þér alla hepni í heiminum.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:01

5 identicon

Sæl/ir.

Baðherbergis vaskurinn stíflaðist.  Er hugsanlegt að það er hefndarstarfsemi Breta og Hollendinga og flokkist þá undir að vera afleiðing þess að ólögverndaðir Icesave reikningar eru ógreiddir?

Kv.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 13:10

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Grétar.

Ég hélt að smá hvefsni gæti kveikt í hugsun þinni, því hún er örugglega til staðar.  En í stað þess sýnir þú mér að þú kunnir að skrifa fleiri orð en aumingi, og það er svo sem ágætt að vita það, það þýðir ekki að vita bara það sem er gagnlegt eða þarft, hitt má líka vitast.

En það er rétt að það snýst allt um ICEsave á þessu bloggi.  Og þar sem ég er ekki með skylduáskrift, þá þurfti ég ekki sérstaka kvörtun um það, það er jú til eitthvað sem heitir Val, og skrifast með litlu vaffi.

Og af hverju snýst allt um IcESave???  Það er vegna þess að IcESave er birtingarmynd þeirrar árásar sem landið varð fyrir, og ein af stórorrustum þess stríðs er núna háð, orrustan um að hindra svik ráðamanna daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.  Og í stórorrustum taka menn sér ekki hlé, og fara að ræða málin, eða velta fyrir sér tilgangi lífsins, menn verjast atlögum óvinarins.  Mér vitanlega hefur hitt aðeins gerst í einu stríði, og það var þegar  bretar settust niður og fegnu sér tesopa á slaginu þrjú, já og síðan fóru þeir heim í kvöldmat klukkan sjö.  Þetta var þegar Sesar lagði undir sig Britaniu í bókinni Ástríkur í Bretlandi.   Það þarf ekki að taka það fram að Sesar vann stríðið með því að láta hermenn sína gera árás á tetímanum.

En vissulega má það vera að þetta sé ekki þitt stríð, þú teljir þig ekki tilheyra þessari þjóð.  Þér sé fyrirmunað að skilja alvarleika þess að smáþjóð sé kúguð til að skrifa upp á skuldabréf upp á 2/3 þjóðarframleiðslu sinnar.  Jafnvel Rómverjar hinir fornu létu Karþagó menn ekki sæta slíkum afarkostum, svo það má vel vera að ICEsave deilan sé ofar þínum skilning.  Þess vegna ráðlagði ég þér kurteislega að finna þér heimilisfesti annars staðar þar sem þínir líkar væru ekki í meirihluta, því þjóð með mannval eins og þig, heldur ekki sjálfstæði sínu, og er reynd öllu steini léttara.  

Þess vegna var þetta ráð mitt vel meint, ég vildi að þú hefðir í þig og á.  En vel meinandi menn virka oft dónar á þá sem þeir vilja vel með ráðum sínum.  En sjálfsagt er að biðja þig afsökunar á því.

En persónuárás stundaði ég ekki, gengst ekki við því.  Það er bara þannig að þeir sem verja ekki land sitt og þjóð á stríðstímum, að þeir hafa alltaf verið taldir skorta manndóm, hið viðtekna þarf ekki að vera rétt, en það getur aldrei flokkast undir persónuárás að grípa til þess.

Og þó ég hafi sagt þig glæran, þá er það bara mjög jákvæður vitnisburður um mann sem heilsar manni með þeim orðum að maður sé aumingi og fórnarlamb, ég meira að segja rökstuddi af hverju þú værir glær.

Og núna hef ég hnykkt ennþá mera á þeim rökstuðningi.

Njóttu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 13:33

7 identicon

Vá... Þú ert svo fullur fyrilitningar að þú lest ekki einu sinni það sem ég skrifa. Náðir ekki neinu af því. Ákvaðst bara að ráðasta af stað með hörku. Og þar sem ég sagði enga skoðun á IceSave þá ákvaðst þú bara að búa til mína skoðun svo þú gætir lítillætt hana. Ég sagði ENGA skoðun á IceSave. Ekki neina. Samt virðist þú deila við mig eins og mér sé skítsama eða hafi engann skilning á IceSave. Hverskonar aumingjaskapur er það? Já sá aumingjaskapur kallast "straw man argument" sem þýðir að þú getur ekki deilt við það sem ég sagði þannig að þú býrð til hluti sem ég á að hafa meint til að rífast við. Það er lítið annað en merki um litla huga sem ekki geta átt samkipti eða rökræður um hluti. Þú ert enn að rífast við mig eins og að ég vilji bara borga þessa peninga án mótmæla. Og veistu að mér er ekkert vel við að einhver fúll-útí-allt gæji sé að mynda mér skoðanir sem eru nákvæmlega öfugar við alvöru skoðanir mínar.

Þú talar um stríð og óvini. Að verja þjóð og orustur. Það er ekki merki um mann með manndóm heldur er það merki um slagsmálahundinn sem að hefur ekkert í sér nema heift og illgirni. Hugsunargangur hryðjuverkamannsins sem að hefur engann áhuga á að leysa vandamálin eða hefur neina heildaryfirsýn heldur velur sér lítið sjónarhorn á smá part af vandamálinu og byggir það upp þar til að takur yfir allt líf hans. Og eins og hjá þeim þá er þinn rökstuðningur og aðgerðir eitthvað sem tryggir að allt fari á versta veg. Þetta er fúndementalismi af verstu gerð. Þú virðist laus við skilning á neinu sambandi við þetta. Þú hefur valið þér skoðun og engin rök eða mannleg samskipti virðast skipta máli lengur. Þú virðist engann áhuga hafa á framtíð þjóðar og mig grunar að það sem þig skiptir mestu máli eru slagsmálin og að vinna þau. Enn einn áflogahundurinn.

En. Aftur að upprunalega púnktinum mínum. Þú mátt ekki láta þessa heift í þér eyðileggja allt það góða sem gerist. Það eru hérna frábærar fréttir um jákvæðna uppbyggingu í atvinnulífi og þú þarft að auta það saur með því að draga það inn í hluti sem þetta tengist ekkert. Þetta er gott fólk sem náði að gera eitthvað gott hérna með því að vera ekki að einblýna á svartnættið og ömurlegleikan eins og þú virðist fastur í.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 14:04

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Vá maður, þú kemur bara frá þér heilli hugsun Jón Grétar.

En hún er nákvæmlega jafn firrt og innantóm og þitt fyrsta innslag. En þar sem skammtímaminni þitt er lítið þá skal ég peista hluta þess.  "En æji þarf allt alltaf að snúast um IceSave? Getur ekki komið ein jákvæð frétt án þess að hún sé dregin niður í þessa skítaumræðu? Við erum orðin svo miklir aumingjar og mikil fórnarlömb að við virðumst bara ekki þola jákvæðar fréttir lengur."

Hvað kemur þér það við um hvað ég er að blogga, eða hvernig ég legg út af þeim fréttum sem ég blogga um?  Hafðir þú ekki vott af þeirri hugsun að ég hafi gripið fréttina sem tækifæri til að ganga á hólm við einu stærst lygina sem notuð er til að réttlæta undirritun skuldabréfs upp á 2/3 af þjóðarframleiðslu.  Ertu svo firrtur að halda að það hafi engar afleiðingar??

Í tilefni að um milljarð sparnaði sem átti að nást með hækkun geðlyfja, þá kom stutt frétt á Ruv þar sem þetta mátti lesa meðal annars, haft eftir formanni Geðhjálpar "hækkunina (á geðlyfjum) gera það að verkum að margir leiti sér ekki aðstoðar. Hann segir líf fólks í húfi."  Ekki það að þér komi það við af hverju ég læt þessa baráttu hafa forgang í lífi mínu þessa daganna, en þér er hollt að vita að IcEsave deilan snýst um líf og limi samborgara okkar, sérstaklega ef hún er skoðuð í ljósi þess niðurbrots velferðarkerfisins sem AGS boðar kinnroðalaust.

Vissulega hef ég opið fyrir athugasemdir, en í annarra manna húsum gæta menn fyllstu kurteisi.  Lestu svartletruðu orð þín í því samhengi sem þú setur þau, og ef þú skyndiþroskast þá sérðu af hverju ég ákvað að hirta þig. 

Tómhyggjan sem drýpur af málflutningi þínum er í raun miklu hættulegri þjóðinni en dugnaður þeirra sem vinna fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Það er vegna þessa tómhyggju sem þjóðin hefur ekki hent liðsmönnum breta úr landi, og snúist til varnar með þeim vopnum sem lög og réttur leyfa henni.

Og ein afleiðing þessarar tómhyggju að þér er fyrirmunað að þekkja muninn á þeim sem ræðst á og þeim sem verst.  Þú ert einn af þeim sem gerir ekki greinarmun á þeim sem nauðgar, og þeim sem verður fyrir nauðgun, það er ef fórnarlambið snýst til varnar.   Sú vörn er " merki um slagsmálahundinn sem að hefur ekkert í sér nema heift og illgirni."  Og ef fórnarlambið nær að lemja kúgara sinn í hausinn og rota hann, þá er það með "hugsunargang hryðjuverkamannsins sem að hefur engan áhuga á að leysa vandamálin".

Þú ert sem sagt týpan sem lætur lemja þig niður í bæ, án þess að verja þig.  Gott og vel, en hvað ef árásarmaðurinn gerir sig líklegan til að drepa þig???  Ætlar þú samt að passa þig á að vera ekki með hugsunarhátt hryðjuverkmannsins?? Kæra ef þú lifir af.  En hvað ef hann hendir þér i götuna en mundar hníf að konu þinni og börnum????  Samt hræddur við hryðjuverkastimpilinn???

Eða myndir þú sýna þann manndóm að reyna að verja þig?????

Ég skal allavega útskýra fyrir þér Jón Grétar að Norðmenn kalla ekki skipstjóra gamla tundurduflslæðarans, sem réðist með skothríð að þungvopnuðum þýskum innrásarflota, ekki hryðjuverkamann, þeir kalla hann þjóðhetju.  Fórn hans þegar hann sundurskotinn stýrði skipi sínu á næsta þýska herskip, tafði för flotans, sem aftur gaf virkinu við Oslóarfjörð tíma til að hlaða fallbyssurnar, og þaðan kom skot sem sökkti nýjasta beitiskipi Þjóðverja með allt slektið innanborðs sem átti að taka yfir stjórn Osló.  Þessir menn voru líka skotnir í tætlur, en Norðmenn líta ekki á þá sem slagsmálahunda, heldur þjóðhetjur sem féllu við vörn sjálfstæðis landsins.  Þeirra fórn gaf ríkisstjórninni færi á að flýja Osló, og loks komst hún ásamt konungi til Bretlands.  Sem síðan var þungamiðja norsku andspyrnunnar skipulögð frá London, og hún kom í veg fyrir að Þjóðverjar náðu að framleiða eldsneyti í kjarnasprengjur.

Ef Norðmennirnir á tundurslæðaranum eða í virki Oslóar hefðu þjáðst af þinni tómhyggju, að sjálfstæði og fullveldi þjóðar sé ekki þess virði að berjast fyrir, jafnvel merki um hryðjuverknáttúru, þá hefðu þeir boðið innrásarmönnunum upp á pípu.  Og Evrópa hefði brunnið í logum kjarnorkusprengjunnar.  

Jón Grétar, allt hefur sína orsök, og allt hefur sína afleiðingu.  Það er aðeins ein skýring á því að hinn venjulegi maður er ekki þræll ofríkismanna og kúgara, hann hafði manndóm til að snúast til varnar.

Hættu þessu væli maður, og mannastu, auðmenn eru að véla um framtíð þjóðar þinnar.  

Það er ekkert töff að vera skuldaþræll.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband