3.3.2010 | 08:59
Ákvörðunin er mjög auðveld!!!
Þjóðin segir Nei við kúgun og ofríki.
Íslenska þjóðin er ekkert öðruvísi fólk en fólkið sem sagði Nei við kúgun og yfirgang þriðja ríkisins.
Sumt er bara ekki liðið, hvort sem það er villimennska eða fjárkúganir.
En íslenska þjóðin er umburðarlynd á einn veg, hún telur það ekki tiltökumál þó helsta forystufólk hennar gangi í takt með kúgurunum, þó hefur hún í löggjöf sinni bann við landráðum að viðurlögðum þungum refsingum. En þau lög voru kópberuð eftir danskri löggjöf upp á punt, svona til að sýna að hið unga lýðveldi væri alvöruríki.
En á meðan fólk talar ekki illa um sauðkindina, hestinn og íslenska handboltalandsliðið, þá er það í góðu lagi að fólk vinni að hagsmunum óvinveittra ríkja, styðji fjárkúgun þeirra og yfirgang með ráðum og dáðum.
Það er eitthvað svo krútt að eiga menn eins og Jónas Kristjánsson eða Þórólf Matthíasson, og hún Jóhanna er nú fyrsta konan í stól forsætisráðherra á Íslandi.
Og þó hagsmunagæslufólk eins og formaður Geðhjálpar segi "hækkunina (á geðlyfjum) gera það að verkum að margir leiti sér ekki aðstoðar. Hann segir líf fólks í húfi.". þá er það unrelavant, hann er að tala um íslenska ríkisborgara en ekki fólk í fjarlægum löndum, sem á alveg rosalega bágt. Stjórnvöldum er alveg fyrirgefið sá vilji að hækka lyf sjúkra vegna peningaskorts en sýna á sama tíma mikinn vilja að punga út 250 milljarða til að liðka fyrir samningum við breta, eins og Indriði upplýsti glaðhlakkalegur í gærkveldi. Þetta er bara svo íslenskt eitthvað, eins og hárkarlinn og hrútspungar.
Já, þjóðin segir Nei við IcEsave, en hún segir ekki Nei við fólkið sem svíkur hana. Það er allt ágætisfólk, allt mjög hæft til að endurreisa íslenskan efnahag.
En íslendingar hafa bara aldrei kunnað vel við fjárkúgun og ofríki erlendra manna, þannig er það bara.
Ef Darling hefði heitið Ástkær og Gordon Goggi, þá má vel vera að fólk hefði tekið þennan auðmannsbagga á sig. En ekki fyrir Welding, Darling og Browning.
No Way.
Kveðja að austan.
Allt annað en auðveld ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.