Eru söguleg svik í farveginum????

 

Eða á  að semja um uppgjöf breska heimsveldisins????

Í því liggur efinn.

En Jóhanna og Steingrímur vanmeta þjóð sína illilega ef þau halda að þau geti blekkt hana einu sinni enn.

Sá tími er liðinn, kemur aldrei aftur.

ICEsave deilan snýst ekki um vexti eða vaxtavexti.  Hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfstæði þjóðarinnar.  

Þjóð, sem lætur glæpalýð kúga sig, heldur ekki sjálfstæði sínu, að kaupa sér frið með því að borga einum fjárkúgara skatt, það er aðeins ávísun á næst og næstu kúgun.

Íslenska þjóðin er læs og fylgist með fréttum fjölmiðla, ekki auðmiðla heldur alvöru fjölmiðla.

Í virtasta viðskiptadagblaði heims stendur þetta um kröfu breskra stjórnvalda, It is not legal!!.

Það blað bendir breskum stjórnvöldum á að samningsstaða þeirra er engin.

Þetta veit íslenska þjóðin og fylgist með í forundran með stífu fundahaldi sem Jóhanna Sigurðardóttir segi að snúist um vexti og vaxtavexti.

En Jóhanna Sigurðardóttir hefur aldrei farið rétt með eina einustu staðreynd í ICEsave málinu.  Ormstunga virðist hafa sérstakt lag á að fóðra hana á ósönnum fullyrðingum.  Þess vegna verður að skoða þessa yfirlýsingu Jóhönnu í því ljósi.

Ég held að umræðan í London snúist um meint tjón Íslands vegna fjárhagshryðjuverka breta gegn íslensku þjóðinni, og þær skaðabætur sem þeir eru tilbúnir að borga sem miskabætur.

Ég held að Lárusarnefndin sé að negla þá.

Og sögulegra tíðinda sé að vænta strax á morgunn.

Það þarf enginn að segja mér að það sé einhver svo vitlaus að skera bresk stjórnvöld úr snöru sinni með einhverjum vaxtavaxtasamningum.

Sá tími er liðinn og kemur aldrei aftur.   Þökk sé forseta Íslands.

Og hann mun aldrei skrifa upp á nýja smán.  Sá sem hefur misst æru sína í augum þjóðar sinnar, veit hvað æra er dýrmæt.  Nái hann til að endurheimta hana, þá mun hann passa upp á hana eins og sitt mesta dýrmæti, og hún mun ekki vera föl fyrir allt gull heimsins.

Ólafur Ragnar mun aldrei skrifa undir nýtt ICEsave frumvarp sem inniheldur greiðslur til breta, nema þjóðin hafi kosið um það fyrst.  Að reyna fá hann til þess er ekki einu sinni pólitískt sjálfsmorð, ekki einu sinni hin algjör heimska.

Það er eitthvað sem orð ná ekki til að lýsa eins og svo margt annað sem er handan mannlegs ímyndunarafls.  En ég varð að skýra pistilinn eitthvað og tala því um "söguleg svik".  En ég er fjær því að lýsa en maðurinn sem hafði aldrei séð flugvél, hvað þá að hann vissi að það væri hægt að fljúga, en var beðinn að útskýra nákvæmlega burðarvirki nýju Airbus risavélarinnar.

Sumt er bara handan mannlegs skilnings.  Þess vegna er verið að semja um uppgjöf Darlings og Browns.

Ég legg til að þeim verði sýnd miskunn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Áfram fundað í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er hann ekki búinn að svíkja allt sem hann getur

Maggi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki Maggi, það á eftir að koma í ljós.

En þá skortir mig hugmyndaflug til að lýsa þeim svikum, tel að orðið svik nái ekki um slíkt,  kannski gæti maður orðsins eins og Einar Már lýst því, en það er mér ofviða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Núna er tími byltingar þau ráða engu um þetta mál það er úr þeirra höndum. ÉG AUGLÝSI HÉR MEÐ EFTIR BYLTINGU

Elís Már Kjartansson, 2.3.2010 kl. 14:14

4 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Byltingu núna!!! Burt með landráðastjórnina!!

Sævar Guðbjörnsson, 2.3.2010 kl. 14:28

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Elís.

Farðu inn á síðu Arinbjörns Kúld, hann er að skipuleggja eina.  Orð eru til alls fyrst.

Þegar ICEsave er frá, sem ég vona að verðu um helgina, þá ætla ég að hefja næstu byltingu við fyrsta tækifæri.

Hún heitir bylting byltinganna, og hefur það markmið að ég geti átt barnabörn.  Til þess þurfa börnin mín jú að lifa af.

Það er engin framtíð ef við komust ekki úr farvegi átakanna, að dráp við lausn ágreinings, verði jafn siðlaus og mannát.   Ástæða, hinn mikli gjöreyðingarmáttur mannskepnunnar, en orðræðan eins og við séum ennþá veifandi spjótum framan í hvort annað.  

Forsenda þess að menn hætti að drepa hvora aðra er mjög einföld, að líf fólks og lífsskilyrði séu fólki bjóðandi, öllum, líka þeim sem í dag eru þrælar velmegunarlífs okkar.  Eitt fyrst skrefið sem þarf að stíga er að losa um ógnartök auðmanna og auðhringa á samfélögum okkar, að við áttum okkur á því að hið smá og öll sú gróska sem henni fylgir, er forsenda heilbrigðs efnahagslífs, ekki fákeppni og einokun, hvað þá siðferði sem kallar blóðfórnir fátæks fólks forsenda framfara.

Til að stíga það skref segjum við Nei við ICEsave, og föllumst síðan í faðma, jafnt kommar sem íhald, kratar og frammarar.  Það dugar alveg í bili að vera illa við auðmenn og Leppa þeirra, hitt mun síðan þróast með heilbrigðri skynsemi.

Já, og byltingin mín mun hefjast á þessu bloggi, inná milli nauðsynlegra göngutúra.  Og henni lýkur vonandi aldrei, en einhverjir þurfa að byrja.

En ef þig vantar aðra byltingu, þá máttu kjósa með honum Axel á laugardaginn, hann ætlar að kjósa niður á torgi, vonandi með tugþúsundum manna.

Ég verð með í anda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 14:38

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sævar.

Þau skötuhjú gætu verið að semja um uppgjöf bretanna.  Varla er Bjarni Ben að taka þátt í hinum skrípaleiknum?????   Eða þá Sigmundur eða Birgitta.  

Meikar ekki sens.

Bíðum með fallbyssurnar, en höfum þær skotklárar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband