Hlustar enginn lengur á Gylfa forseta????

 

Ha, hvað kemur Gylfi forseti Alþýðusambandsins þessari frétt við????????????????????????

 

Skoðum forsögu stuðnings norskra krata við  fjárkúgun breta og Hollendinga.

Valdaklíka norskra krata og valdaklíka Samfylkingarinnar eiga sér sameiginlegan draum, að landar þeirra verði þegnar hins nýja Evrópska stórveldis.   Þegar gallarnir í regluverki ESB komu í ljós eftir fall íslensku bankanna, gallar sem Financial Times lýsir með þessum orðum.

 

"The focus on Iceland’s responsibility deflects attention from the fact that European cross-border banking rules are powerless to deal with any large-scale bank collapse. The priority is to fix the system so that we can let banks fail without having to bail them out again."

 

þá var Samfylkingunni boðin gullrót, þið kúgið þjóð ykkar til að kyngja ICEsave lyginni, og við munum bjóða ykkur sæti við háborð evrópskra valda. 

Og á þessum myrkrum dögum október mánaðar 2008 var framtíð Íslands véluð, margskonar áróður fór í gang, og margra bandamanna var aflað.

Lykilatriði kúgunar var að blokkera alla aðstoð frá Norðurlöndum, og þar komu hin söguleg tengsl við krataflokka Scandinavíu, sem Samfylkingin erfði eftir Alþýðuflokkinn, að góðum notum.  Í því ljósi verður að skoða hið fræga landráðabréf Jóhönnu Sigurðardóttur, "Kæri Jens".  Það var skrifað þegar útlit var fyrir að framsóknarmönnum tækist að höggva gat í blekkingarmúr kratanna sem lugu því blákalt að norskri þjóð að ICEsave væru alþjóðlegar skuldbindingar íslensku þjóðarinnar, sem hún væri að heykjast á.  Ekkert IcEsave, engin lán sögðu norsku kratarnir.

Ef bréfasafn Alþýðusambandsins væri skoðað, þá kæmi svipuð landráðabréf í ljós frá Gylfa forseta til kratavina hans í norsku verkalýðshreyfingunni.  Beiðni um að rugga ekki bátnum á meðan bretar næðu fram sinni fjárkúgun.

En það sem íslenskir kratar sáu ekki fyrir, og ekki félagar þeirra í Noregi heldur, það er að auðmenn stjórna ekki norskum fjölmiðlum, eins og þeir gera á Íslandi.  Og þó norsku stórblöðin tæki þátt í blekkingunni, þá gerði norska fréttaveitan ABC Nyheter það ekki.  Þar var stundaður frjáls fréttaflutningur sem ESB lygaveitan hafði engin áhrif á. 

Þar má til dæmis lesa þessi orð.

 

"EØS-reglene gir ikke den islandske stat ansvar for å dekke Icesave-innskudd, eller noen statsgaranti ved konkurser i norske banker, sier Arne Hyttnes i Bankenes sikringsfond"

 

Og þessi orð lesa heiðarlegir Norðmenn, og þeir sjá að þeir hafa verið blekktir.

Þeir lesa ekki lengur hvatningabréf íslenskra föðurlandssvikara.

Þeir segja að Norðmenn eigi að breyta rétt, og aðstoða grannþjóð sína.  Það er það sem siðað fólk gerir á erfiðleika tímum.

Og íslenska þjóðin þarf líka að breyta rétt, hætta að styðja ógnaröfl Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og taka höndum saman um að endurreisa forsendur mannlegs samfélags.  

Fyrsta skrefið er að segja Nei við ICEsave.  Næsta skrefið er að vísa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi, þriðja skrefið er að nota sameiginlega fjármuni til að aðstoða skuldug heimili.

Fyrr verður ekki sátt á Íslandi.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Norðmenn eiga að aðstoða Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Flottur og góður pistill.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.3.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þú segir nokkuð?

Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 11:03

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Gylfi er drullusokkur, sem okkur BER að fella á næsta ársfundi ASÍ. Annar eins svikari hefur aldrei setið á forsetastóli ASÍ. Einnig eru margir formenn landssambandanna sömu skíthælarnir, í vinnu fyrir samfylkinguna og esb

Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 11:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Friðrik.

Sveinn, ég segi alltaf nokkuð ef menn nenna að lesa.

Eftir svik Gylfa við heimili landsins, þá er hann ærulaus maður.  Þegar hann beitt þrýsting frá verkalýðshreyfingunni til að koma Óbermum Alþjóðagjaldeyrisjóðsins hér til valda, þá fyrirgerði hann rétti sínum til að stjórna, ætti ekki einu sinni að fá að hafa bílpróf.

Gylfi forseti er óþurftarmaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 11:27

5 identicon

Snjöll lesning, sem flest er frá þér kemur ágæti Ómar .

 Undirferli og bleiðuskapur Samfylkingarinnar er öllum ljós.

 Kjarni Icesave er hinsvegar einkar einfaldur. RÍKISÁBYRGÐ var ekki - og er ekki fyrir hendi.

 Íslenskir skattborgarar eiga ekki að borga  skuldir einkafyrirtækis.

 Endurtek.: Einfaldur SANNLEIKUR !

 " Litla þjóð sem átt í vök að verjast,

 vertu ei við sjálfa þig að berjast".

 Öll eitt næstu helgi.: Kröftugt  N E I !

 Kveðja af Seltjarnarnesi .

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 11:51

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Kalli.

Vil aðeins bæta því við að þó íslenskir stjórnmálamenn hafi skrifað undir slíkan samning, eða samþykkt lög um slíkt, þá væru þau lög á skjön við grunnlög þeirra samfélaga sem við byggjum.  Hugsanlega gætu menn komist upp með slíka lagasetningu í Norður Kóreu.  

Sumt má bara ekki, ekki borða annað fólk, drepa að gamni sínu, láta þjóð vera sjálfkrafa í ábyrgð fyrir fjármálabrall ríkisborgara sinna.  Það síðastnefnda vegur að grundvelli frjálsra viðskipta, sem eru svo aftur forsenda nútímans.  

En það skaðar ekki að hafa lögin með sér, mun fljótlegra að peista þau en að útskýra fyrir fólki hvað má, og hvað má ekki.

Við segjum Nei við ICEsave.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 13:46

7 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

°Heill og sæll Ómar. Góður pistill hjá þér eins og ávallt. Vil taka undir allt sem hér er sagt um Gylfa forseta, allt sem sagt er um Icesave og umfram allt; kröftugt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag.

Við ykkur og alla þá er kunna að lesa þessi comment vil ég segja að ég lít ekki á á þessa kosningu sem svar við því hvort við viljum taka þessar skuldbindingar á okkur eða ekki. Mér finnst málið miklu stærra en það.

Við erum að senda þau skilaboð til almennings í Evrópu og alls heimsins þess vegna að við séum ekki tilbúin að skrifa undir það að almenningur, ekki bara hér heldur um alla Evrópu og þó víðar væri leitað, sé gerður ábyrgur fyrir gáleysi og glapræði fjármálaheimsins. Að fjármálastofnanir, hverju nafni sem þær nefnast geti hirt gróðann þegar vel gengur en sent svo bara almenningi reikninginn þegar skitið er upp á bak. Þessu er almenningur í Evrópu smám saman að átta sig á og það er einmitt þetta sem fjármálamenn um allan heim óttast. Að þessi einstæða þjóðaratkvæðagreiðsla (um ekki neitt eins og heilög Jóhanna kallar hana) sé gáran sem ruggar bátnum og geti orðið að flóðbylgju og vilja því fyrir alla muni reyna að koma í veg fyrir að hún eigi sér stað.

Mætum á kjörstað eða kjósum utankjörstaða öll sem einn og sendum skýr skilaboð til umheimsins. Við segjum NEI!

Viðar Friðgeirsson, 2.3.2010 kl. 14:15

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þitt kröftuga innlegg Viðar.

Já, tími mennskunnar er upprunninn.  Við eigum ekkert val, hinn valkosturinn er eyðing, annaðhvort hraðfara eyðing styrjalda, eða hægfæra eyðing ómennskunnar.

Leiðir allt til sömu niðurstöðu.

Og þess vegna kjósum við, og þess vegna tökum við afstöðu.  

Með framtíðinni, með börnunum okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 14:25

9 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Sammála.

Óprútnir fjárglæframenn og breskir stjórnmálamenn gerðu fjármálalega hryðjuverkaárás á Ísland. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er hluti af því samspili. Því ber að svara á viðeigandi hátt.

Viðar Friðgeirsson, 2.3.2010 kl. 14:36

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Heyr!

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 14:45

11 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Segjum NEI NEI NEI

Sveinn Elías Hansson, 2.3.2010 kl. 15:08

12 identicon

Frábær einhuga skrif !

 Minnir á það sem Laxness lætur Arnes í " Eldur í Kaupinhafn" segja.:

 " Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti Á FRELSIÐ HEIMA !

 Aftur Seltjarnarness-kveðja !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:32

13 identicon

Heill og sæll Ómar

Þú hittir naglann beint á höfuðið í þessum pistli.  Stoltenberg, Person og Samfylkingar nýfrjálshyggju-valda-krata-klíkan, ásamt með vesælum vald-sæknum systur-flokki VG í Norge þjónka eingöngu sinni skinhelgu sértrúar blindu. 

Þeim er nákvæmlega sama um alþýðu fólks, þeim er nákvæmlega sama um réttlæti, þeim er nákvæmlega sama um jafnrétti.  Þeir eru ein-æðingar (mono-maniacs) sinna blindu ESB hagsmuna, sinnar sérgæsku, sinnar dindla-klíku.

Ég bjó í Noregi í 2 ár fyrir rúmum 20 árum síðan.  Þar varð maður vitni að því, að alþýða fólks leit á Jens litla, son Thorvalds (vinar Jóns Baldvins), sem spila-gosa sem lifði og hagaði sér í flestu eins og hinir siðspilltu útrásar-víkingar:  Flottræfilsháttur þeirra sem enga vilja -né þurfa- að axla ábyrgð.  Enda ríkis-tryggðir í bak og fyrir.  Í stuttu máli er Jens ekki "social-demokrat" fyrir fimmaura.  En ég get fullvissað alla um að norska þjóðin hugsar alltaf hlýtt til okkar...amk. þegar á reynir og þar eigum við alltaf hauka í horni.  En Höfðingjar þeirra eru ýmsir af lakari sort.  

Um Person fjár-glæpamann þarf ekki að segja meira.  Og um Svía almennt skulum við muna að það er engin tilviljun að draugurinn Glámur var "sænskr at ætt".  Munum sögu okkar og hvað Íslendingasögurnar kenna okkur.  Ég minnist þess ekki að þar sé nokkurs staðar talað vel um sænska menn;  bara draugar eða fláir eða illþýði.  Um Samfylkingar-valda-klíkuna og alla þeirra dindla þarf lítt að fjalla um.  Þau lasta sig nægilega sjálf þessa dagana. 

Um Halvorsen og hennar "steingrímska" hugsunar-hátt er það að segja að "nómenklatúran" vill frekar klína "kollektívri" sekt á alþýðu fólks og setja á hana klafa, en að ráðast að rótum vandans, fjár-glæpamennina sem fengu og fá enn að valsa um allt valda-kerfi þeirra.  Svo mikill er ríkis-stjórnar valda-brími þeirra og græðgis-þorsti.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 17:42

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Þú ert magnaður núna, ég hefði þurft að fá þig inn þegar mig vantaði bæði orðaforða og hugarflug til að lýsa því sem ég kallaði "söguleg svik", það er ef einhver væri svo skini skroppinn að reyna það sem ég á ekki orð yfir.  Og á ég þó orð yfir margt.

En já, norrænir kratar eru komnir langt frá uppruna sínu þegar þeir halda að lög hins forna Rómarveldis um skuldaánauð almennings vegna vangoldinna skatta, hafi verið upptekin af reglumeisturum Evrópusambandsins,  og aðlöguð að nútímafjármálakerfi þannig að almenningur gæti verið í ótakmarkaðri ábyrgð fyrir höfðingja sína.  Og látum það nú samt vera að þeir tryðu þessu, en að framkvæma lögin og krefjast fátæktar af bræðraþjóð sinni, vegna gjörða höfðingjanna, það er því líkt siðleysi að nútímasaga kann engin önnur dæmi þar um.  

Skömm þessa fólks er mikil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 21:45

15 identicon

Heill og sæll Ómar

Þú ert miklu magnaðri Ómar.  Ég er bara léttadrengur í samanburði við þinn frábæra kraft og dug.  En mér sýnist nú að loka-tilraun ESB "ein-æðinganna" og hinna "steingrímsku" sé að hefjast.  Enn er verið að bukka sig og beygja (beygja er skylt orðinu Baugur) fyrir heims-kapítalismanum og nýlendu-veldum.  Nefndin hvar, hér og þar, er nú snúið í "steingrímskan" spuna-vafning. 

Nei, Jóhanna og Co. og Steingrímur og Co. þver-skallast enn við að þiggja ráð hins betur meinandi, Lee Bucheit, um að þjóðaratkvæðagreiðslan sé okkar sterkasta vopn.  Brotavilji þeirra gagnvart stolti íslenskrar þjóðar er einbeittur.  Mikil er skömm þeirra og mikil er mannvonska þeirra gagnvart þjóðinni sem þau hafa sótt umboð sitt frá. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband