Samt segir útburðarvæl Samfylkingarinnar að bretar hafi verið valdlaus fórnarlömb.

Hve oft hefur sú lygi dunið á þjóðinni að bresk og hollensk stjórnvöld hafi verið áhrifalausir áhorfendur að starfsemi Landsbankans í löndum sínum?????

Að það hafi verið íslensk stjórnvöld sem hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni, og það hafi verð þau sem hefðu  öll stjórntæki til þess að hefta útbreiðslu ICEsave reikninganna.

En sannleikurinn er sá að  íslensk stjórnvöld gátu aðeins haft áhrif á móðurbankann, og vissulega brugðust þau þjóð sinni að grípa ekki inní hinn stjórnlausa krabbameinsvöxt bankanna, en þau gátu ekki skipt sér af gjörðum þeirra í einstaka aðildarríkjum ESB.

Vegna þess að regluverk ESB kvað á um að daglegt eftirlit væri hjá fjármálaeftirliti viðkomandi ríkis.

Þess vegna grípur breska fjármálaeftirlitið, FSA, inn i eftir fall Lehmans bræðra og gerir kröfu á að 20% af innstæðum ICEsave í Bretlandi séu geymdar á reikningi hjá Englandsbanka.

Þetta gat FSA gert hvenær sem er, líka vorið 2008 þegar allir eftirá sögðust sjá fyrir fall íslensku bankanna.  Og þetta gátu Hollendingarnir líka gert.  Stjórntækin voru þeirra.

 

Það er nauðsynlegt að þekkja lygar Samfylkingarinnar, því á næstu dögum mun hún gera úrslitatilraun til að þvinga Steingrím Joð að ganga til nauðasamninga við breta.  Munum hvað Jóhanna sagði á Alþingi nú á dögunum, að þjóðaratkvæðgreiðslan væri skrípaleikur, því nú þegar hefðu bretar slegið 95 milljarða af kröfum sínum.  

Ef einhvern tímann mætti trúa orði af því sem Jóhanna segði í ICEsave deilunni, þá mætti trúa þeim orðum hennar í kosningasjónvarpinu kvöldið fyrir vorkosningarnar 2009, þegar hún sagði að um 75 milljarðar féllu á íslensku þjóðina vegna ICEsave.  Hafi hún þá sagt satt, og líka á Alþingi á dögunum, þá ætla breta að greiða íslenskum stjórnvöldum 20 milljarða í meðgjöf ef þau slá af þjóðaratkvæðið.

En þjóðin gerir ekki meiri kröfur til forsætisráðherra síns, svona í ljós þess að þetta er fyrsta konan sem gegnir því embætti, í ICEsave málinu, að hún segi satt þegar hún segir nafn sitt.  Annars er henni frjálst að fara með allar þær staðleysur sem til eru og mannlegt ímyndunarafl geti fóðrað hana á.

En nú er mál að linni.

Þekkjum lygar spunakokka Samfylkingarinnar, og hrekjum þær.

Við segjum Nei við lygum, og við segjum Nei við ICEsave.

Það eru bretar sem skulda okkur pening.

Innheimtum þá.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Eignir Landsbanka enn frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 534
  • Sl. sólarhring: 658
  • Sl. viku: 6265
  • Frá upphafi: 1399433

Annað

  • Innlit í dag: 453
  • Innlit sl. viku: 5308
  • Gestir í dag: 415
  • IP-tölur í dag: 408

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband