Steingrímur!, Hlustaðu á Eirík.

"Íslendingar vilji frekar herða sultarólina í eitt ár en greiða Bretum og Hollendingum penní eða sent vegna ICEsave."

Hættu þessu samningabrölti, það eru bretar sem hafa allt að tapa, við allt að vinna.  

Fyrir utan að gyðja réttlætisins er í okkar liði, og aldrei þessu vant þá er hún líka samstíga lögum og rétti auðvaldsþjóðfélagsins, þá öskra hagsmunir hins vestræna fjármálaheims á bresk stjórnvöld að láta af kúgun sinni og lögleysu.

Skýringin kom fram í leiðara Financial Times 26. febrúar.  Lestu þessu orð og íhugaðu af hverju breskir blaðamenn í hjarta City setja þessi orð á blað.

 

"London and the Hague have also created an immediate danger. Treating their claims as sovereign obligations means an eventual Icelandic rejection could make investors see sovereign defaults as less unthinkable than before. And the wrath of the Icelandic public raises the prospect of citizens elsewhere refusing to pay for public debts seen as someone else’s fault. A UK government at the mercy of bond markets should watch its step."

 

"A UK government at the mercy of bond markets should watch its step",þessi orð eru ekki mælt vegna væntumþykju gagnvart íslenskum skattgreiðendum.  Financial Times eru að tilkynna griðrof fjármálamarkaðarins ef bresk stjórnvöld landi ekki málinu fyrir laugardaginn, því fjármálaheimurinn getur ekki hugsað þá hugsun til enda að íslenska þjóðin felli ICEsave ríkisábyrgðina sem þú í einfeldni þinni samþykktir Steingrímur.

Þessi orð eru fyrirskipun til breskra stjórnvalda að semja áður en það er um seinan.  Þessi orð eru skýr yfirlýsing að samnignsstaða breta er engin.

Í dag, Steingrímur Joð Sigfússon, þá myndu bretar telja það sigur að sleppa með að yfirtaka eignir Landsbankans og málið væri þar með dautt.

Á föstudagskvöld myndu þau skrifa undir næstum því hvað sem er, til dæmis að bæta við 507 milljörðum króna sem friðþægingargjald ef íslensk stjórnvöld létu af frekari málarekstri.  507 milljarðar eru táknrænir því það er sú upphæð sem þú vildir nota til að kaupa friðinn við fjárkúgarana.

Núna þegar samningsstaðan er öll þín,  þá áttu þú að fá þessa upphæð í miskabætur fyrir alla þá lygi og róg sem dunið hefur á íslensku þjóðinni vegna ICEsave deilunnar.

Aðeins þá Steingrímur, aðeins þá Steingrímur verður þér fyrirgefið svik þín.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Sama aðferð og í þorskastríðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband