2.3.2010 | 07:02
Sannspár Steingrímur.
"Mun ekki heldur fá slíkt tækifæri aftur"!!!!!!
Þessi orð hans lýsa þeirri örvæntingu sem nú ríkir í herbúðum þeirra sem reynt hafa að fjárkúga íslensku þjóðina og neytt hana til ólöglegra skattgreiðslna til breska heimsveldisins. Í pistli mínum í gær þá vitnaði í ég í Guðmund annan sem náði einstaklega að fanga það hugarástand sem nú ríkir í herbúðum smánarinnar.
Það sem er ömurlegast fyrir þjóðina að hagsmunir ríkisstjórnarinnar og hennar fara augljóslega ekki saman og hafa aldrei gert í málinu eftir að hún tók það að sér. Þess vegna hefur hún gengið erinda Breta og Hollendinga allt frá upphafi, og það af mun meiri hörku en stórveldin nokkurn tíman. Útsendarar íslenskra stjórnvalda hafa sýnt mun meiri grimmd og ófyrirleitni en nokkur tíman stórveldin. Nægir að benda á greinar Þórólfs Matthíassonar og Anne Sieble. Ekkert jafn ómerkilegt hefur sést á prenti sem hægt er að rekja til Breta og Hollendinga. Þar sýna stjórnvöld sitt rétta viðurstyggilega andlit, og hvernig þau telja að þjóðina eigi að afgreiða.
Kosningarnar eru ekki síður uppgjör þjóðarinnar við stjórnvöld vegna óheilindanna. Það óttast stjórnvöld svo mikið og raun ber vitni, eins og feigðarför hvolpa Össurar til sendiráðs Bandaríkjanna sannaði þar sem þeir báðu grátandi um að eitthvað yrði gert til aðstoðar, vegna þess að atkvæðagreiðslan væri óhugsandi fyrirríkisstjórn Íslands. Mætti ekki gerast. Þetta allt óttast Bretar, Hollendingar og íslensk stjórnvöld. Að þjóðin taki völdin án ofbeldis og segir hingað og ekki lengra. Rétt skal vera rétt. Málið mun og er farið að vekja heimsathygli, og það er sameiginlegur ótti íslensku sem erlendu kúgaranna."
Leiðarahöfundur Financial Times hefur margoft bent á hinu hæpnu lagaforsendur fjárkúgunarinnar.
" London and the Hague claim the dispute is about whether Iceland will meet its legal obligations. It is not. European law requires each country to have a deposit insurance scheme; whether it demands that taxpayers fully back the guarantees, as Icelanders are told, is an open matter. "
"It is not" segja áhrifamestu menn bresku viðskiptapressunnar. Krafa breta og Hollendinga er ekki reist á lagalegum grunni, og aðferðarfræðin er eins ólögleg eins og allar fjárkúganir geta verið.
"The British and Dutch governments incessant bullying of Iceland over Landsbankis Icesave acounts seems motivated by the bullys usual reason there is little to fear from picking on those sufficiently smaller than oneself"
Þetta er fjárkúgun segja þeir hjá Finacial Times.
Og það er aðeins ein ástæða þess að fjárkúgararnir ganga ennþá lausir og gegna áhrifastöðum í ríkisstjórnum landa sinna. Íslensk stjórnvöld hafa ekki stefnt þeim fyrir dóm og krafist þyngstu refsingar. Íslensk stjórnvöld hafa ekki kært framferði þeirra til EFTA dómsins þó um það séu skýr ákvæði í EES samningnum.
Og á því er aðeins eins skýring, ríkisstjórnin "hefur hún gengið erinda Breta og Hollendinga allt frá upphafi".
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstkomandi laugardag, þá lýkur þessum undirlægjuhætti, þjóðin mun segja Nei við alla fjárkúgara og glæpamenn heimsins.
Þess vegna er Steingrímur Joð svona sannspár, hann "Mun ekki heldur fá slíkt tækifæri aftur".
Tími fjárkúgara og stuðningsmanna þeirra er liðinn. En við ICEsave andstæðingar verðum að vera á tánum, allt þar til þjóðaratkvæðagreiðslan hefur farið fram.
Það er okkar syndaaflausn fyrir að hafa leyft auðmönnum ræna landið án þess að nokkur maður sæist niðri á Austurvelli að mótmæla framferði þeirra.
Við látum ekki þjóna þeirra í ríkisstjórn Íslands afhenda bretum síðustu krónunum.
Við segjum Nei við ICEsave.
Kveðja að austan.
Fundur fyrir hádegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Vona að Friðrik Hansen sá sem skrifar meðfylgjandi innlegg á Eyjan.is fyrirgefur mér að hafa framlengt það hingað á síðuna. Mátti til þar sem afar snjöll skrif er um að ræða.
Kv.
Friðrik Hansen Guðmundsson
01.03 2010 kl.23:55
Slóð
Mjög sérstakar eru þessar yfirlýsingar forsætisráðherra.
Í fyrsta lagi þá eru Icesave-2 lögin í fullu gildi. Þau tóku gildi þó svo forsetinn synjaði þeim staðfestingar. Þessi lög á eftir að fella úr gildi.
Í öðru lagi þá á samkvæmt stjórnarskrá þau lög sem forsetinn synjar staðfestingar að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Að stela þeim rétti frá þjóðinni eins og gert var með fjölmiðlalögin er glæpur gegn stjórnarskránni. Við sjáum líka hvernig þjóðin tók á þeim forystumönnum sem það gerðu.
Í þriðja lagið er umrætt samningsuppkast Breta og Hollendinga sem forsætisráðherra segir að muni spara þjóðinni 70 milljarða, sá samningur er á engan hátt ásættanlegur. Samkvæmt útreikningum Jóns Daníelssonar þá kostar Icesave-2 þjóðina 507 milljarða. Verði þróun breytilegra vaxta okkur óhagstæð þá gæti þessi 70 milljarða “sparnaður” horfið eins og dögg fyrir sólu. Þessi 70 milljarða sparnaður er ekki í hendi. Þetta eru getspár og gambl hjá forsætisráðherra en ekki staðreyndir.
Í fjórða lagi þá mun þessi þjóðaratkvæðagreiðsla breyta hinni pólitíska landslagi. Flokkarnir, flokksformennirnir og ráðherrarnir munu missa mikil völd verði fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá lýðveldisstofnun haldin. Völd Alþingis og völd forsetans munu að sama skapi aukast. Framkvæmdavaldið mun ekki geta leyft sér að fara fram með þeim fautaskap og það hefur oft leyft sér þegar það keyrir mál með ofbeldi í gegnum þingið. Nú verður hægt að stoppa slík mál og stöðva slíka málsmeðferð með því að búið er að virkja að fullu málskotsrétt forsetaembættisins, þjóðinni og lýðræðinu í landinu til hagsbóta.
Eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu mun ekkert verða það sama og áður í Íslenskri pólitík.
Í fimmta lagi þá hefur ríkisstjórnin ekki umboð til að semja við Breta og Hollendinga á svipuðum eða sömu nótum og núverandi Icesave samningur er, felli þjóðin samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það verður að koma nýr og mikið breyttur samningur fyrir þingið ætli menn á annað borð að semja áfram um þetta mál.
Í sjötta lagi þá eigum við Íslendingar að venda okkar kvæði í kross í þessu máli og gera orð forstjórna Norska Innlánstryggingarsjóðsins að okkar þegar hann segir að engin ríkisábyrgð sé að innistæðum í norskum bönkum. Bretar og Hollendingar eiga að fá það sem út úr þrotabúi Landsbankans kemur. Ekki króna á að falla á Íslenska skattgreiðendur vegna þessa máls.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 13:25
Blessaður Guðmundur.
Þú vilt ekki taka áhættuna á að verða aftur meðpistlahöfundur minn.
En fyrst að snjöll orð Friðriks eru komin hér á flot, þá læt ég fylgja með lokaorð hans úr pistli dagsins hjá honum, var að spá í að stela þeim einhvernvegin með viðeigandi tilvitnun. En þú gafst tóninn svo ég skelli þeim hér með ef einhver skyldi lesa þessi innslög, segja allt sem segja þarf.
"Icesave er ekki og á ekki að vera vandamál íslenskra skattgreiðenda.
Vandamál íslenskra skattgreiðenda er að láta Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J Sigfússon skilja þetta."
Og því má kannski bæta við að þessi skötuhjú eru helsta von breta um að snaran um hálsi þeirra verði skorin, áður en fallhlerinn opnast.
"at the mercy at the bondmarkets", þetta segir svo margt um þessa snöru.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 13:53
Sæll meistari.
Ja þú segir nokkuð. Aldrei að vita nema það væri ráð. En að finna þennan þráð aftur tók mig drjúgan tíma. Slík eru afköstin af austan af frábærum pistlum.
Kv.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:17
Sæll Ómar. Það sem ég velti fyrir mér er hvaða áhrifa megi vænta af þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þrátt fyrir það sem Friðrik segir virðist stefna í nýjan Icesave-samning á þeim forsendum sem nú eru ræddar í Lundúnum og það með tilstyrk allra stærstu stjórnmálaflokkanna.
Birnuson, 3.3.2010 kl. 16:53
Við eru í stríði Guðmundur, við erum í stríði.
Og það er ekki love sem er in the air, Andstaðan skynjar svik.
Og já, ég þarf að endurbirta þá sem mér þykir vænt um. Þeir drukkna í síbyljunni, til dæmis þá fannst mér þessi takast ágætlega, þó ég hefði ekki græna glóru um hvað ég ætti að skrifa þegar ég byrjaði, og hann þurfti að koma að fingrum fram eins og krafan er á þessum tímum afkasta og skilvirkni.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1025282/
Verst að Foxinn minn leyfir ekki virka linka en hann heitir "Ákvörðunin er mjög einföld" og fjallar um að þjóðin eigi mjög auðvelt með að segja NEI, á meðan menn með erlend nöfn eru að angra hana. En meiri ljúflinga finnur þú ekki á meðan innlendir sjá um angrið.
En konan kallar.
kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 17:21
Blessaður Birnuson.
Þá verða átök, ekki flóknara en það.
En ég held að það þurfi samþykki allra til að slá þjóðaratkvæðið af og að gera það með slæman samning, það er ekki klókt fyrir framsókn eða íhald.
Bíðum og sjáum, kannski er bara verð að spila með bretanna, hver veit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2010 kl. 18:08
Birnuson, 4.3.2010 kl. 15:43
Blessaður Birnuson.
Ég sé nú eiginlega hálfilla, fjarsýnin ofaní nærsýnina er að gera mig staurblindan, að mér finnst. Fer því suður í næstu viku til að fá mér ný augu (sjón) og þá vona ég að ég eigi eftir að sjá mikinn mannfjölda við Alþingi, það er ef stjórnin víkur ekki eftir tapið á laugardaginn.
En ég er ekki maður átakanna, trúi á skynsemi manna, tel að það vanti vakningu hjá hverjum og einum um það sem hann sættir sig við og hvað ekki.
Og að fólk átti sig á því að við erum öll á sama báti. Ég næ því ekki að flestum virðist vera sama á meðan fólk er rekið úr húsum sínum vegna skulda sem afglapaháttur stjórnvalda olli, næ þessu ekki.
Fólk þarf bara að segja Nei, að það vilji ekki þessa vitleysu lengur. Og skrúfa niður í þeim sem segja að ekkert sé hægt nema gömlu húsráðin hjá gamla skottulækninum sem lifði alla sína sjúklinga.
Hitt gerist þá af sjálfu sér.
En ef það á að skilja hluta fólks eftir, þá verða átök, fyrr eða síðar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 17:54
Sæll Ómar og kærar þakkir fyrir þetta svar. Mér er rórra núna: ég hélt nefnilega að þetta væri herútboð en ég geymi saxið þá áfram í skápnum.
Annars er textaflóðið hjá þér svo mikið að stundum er erfitt að átta sig. Þú hefur vafalaust skrifað meira um hvað þurfi að gera til að verja hlut þeirra minnstu. Geturðu vísað mér á það?
Kveðja, B
Birnuson, 5.3.2010 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.