1.3.2010 | 22:27
Finn til með Samfylkingarfólki.
Lungann af því ætlar að styðja breska kúgun á íslenskri þjóð.
Samt eru þessir stuðningsmenn fjárkúgunarinnar harðir Evrópusinnar.
Hvernig fer það saman að styðja aðild að Evrópusambandinu, og styðja þvingaða ríkisábyrgð á innstæðum, sem gengur þvert á lög og reglur Evrópusambandsins.
Tilskipun Evrópusambandsins númer 94/19 er sett til höfuðs óeðlilegum ríkisafskiptum af fjármálamarkaði. Vegna þess að hinn innri markaður sambandsins þrífst ekki ef einstök aðildarríki geta skekkt samkeppnisforsendur með því að bjóða fjármálafyrirtækjum sínum ríkisábyrgð. Slíkt veitir stærri ríkjum óeðlilegt forskot á smærri þjóðir, og hagkvæmni og skilvirkni ráða ekki árangri fyrirtækja, heldur heimilisfesti þeirra.
Þess vegna hefur regluverk Evrópusambandsins markvisst unnið að því að útiloka ríkisafskipti á hinum innra markaði.
Á þetta hafa lagaspekingar ítrekað bent, burtséð frá því að krafa breta er algjörlega ólögleg, því hún styðst ekki við neinn dóm, þá er hún stórhættuleg hinum innra markaði. Nái hún í gegn, þá splundrast hinn innri markaður upp í frumeindir sínar þar sem hver hugsar um sína.
Og einmitt þess vegna liggur fyrir tillaga hjá regluverkinu að öll fjármálafyrirtæki á hinum innra markaði greiði í einn sameiginlegan tryggingasjóð. Nauðsynlegt skref sem hefði þurft að stíga strax í upphafi.
Í dag vonast allir til, nema þessir stuðningsmenn Samfylkingarinnar, að bretar láti af óbilgirni sinni, og yfirtaki eignir Landsbankans, og málið sé þar með dautt.
Þess vegna finn ég til með þessu fólki, í misskilinni tryggð við vanhæfa forystumenn sína, þá brjóta þau gegn hugsjónum sínum.
Er hægt að lenda í verri stöðu????
Kveðja að austan.
74% gegn Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 71
- Sl. sólarhring: 1008
- Sl. viku: 5802
- Frá upphafi: 1398970
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 4923
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÉG HÉLT AÐ ÞETTA FÓLK SÆI HVAÐA VITLEYSU ÞAU VÆRU AÐ GJÖRA EN MÉR VAR EKKI AÐ ÓSK MINNI OG ÞESS VEGNA ER EKKI HÆGT AÐ FINNA TIL MEÐ ÞESSU LIÐI. ÉG SEGI ENN OG AFTUR.NEI NEI NEI.
Jón Sveinsson, 1.3.2010 kl. 22:45
Sæll Ómar. Bara út af fyrirsögn pistils þíns.
Í fyrsta sinn skil ég þig ekki alveg. Af hverju finnurðu til með þeim sem ástunda það, að hóta og að ala á sektarkennd og hlusta eftir kalli smalans og "hlaupa jarmandi stolt" til slátrunar? (Nazim Hikmet um "Mestu furðuverkin á jörðinni").
Það eru þau sem bera mestu sektina á að ekkert hefur verið gert hér af viti. En fallegt er það af þér að vorkenna þeim, en ég get eiginlega ekki verið svo aumingjagóður. Kannski ég reyni samt að fyrirgefa þeim, verði kristilegur sem þú.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 01:12
Blessaður Pétur.
Sælir eru fávísir því þeir ..... .
Eða kannski er ég aðeins að hæðast að þeim???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.