Eru þeir svona rosalega hræddir??

Alþjóðlegt auðvald skelfur á beinum yfir niðurstöðu íslensku þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Það óttast dómínóáhrifin þegar ein þjóð rís upp gegn þeim vélarbrögðum andskotans að auðmenn hirði gróðann, en almenningur skuldirnar.  Vandi okkar er sama eðlis og vandi alls almennings um allan hinn vestræna heim.  Talið er að allt að þriðjungur auðsins hafi gufað upp í síðustu svallveislu fjármálamógúlanna.  Og til að stoppa upp í götin þá er skattborgurum sendur reikningurinn.

En ef einn segir nei, hvað segja þá hinir???

Í ljósi þessa verða svona draugasögur að skoðast.

Í ljósi þessa verður útburðarvælið í ASÍ og Vinnuveitendum að skoðast.

Verðir maðkaveitunnar óttast allir sem einn að hroðinn verði skolaður með kraftmiklum spúlum réttlætisins og ódaunninn loftaður út með sanngjörnum kröfum almennings að þeir sem sköpuðu þetta kerfi, beri ábyrgð á því.  

Það má aldrei gleymast að helstu spilararnir hafa grætt ómældar fjárhæðir í spilavítinu áður en það hrundi yfir fjármálalífið.  Þessa peninga þarf að endurheimta.  Auður sem var tekinn úr kerfinu með svindli og blekkingum, hann á að rata aftur heim til föðurhúsanna.

Stétt auðmanna hefur fyrirgert tilverurétt sínum í hinum vestræna heimi.  Græðgi hennar og sjálftaka er langt komin með að setja blómleg samfélög á hausinn.  

Aðeins róttækur uppskurður á kerfinu getur bjargað kapítalismanum í dag.

Það verður að stöðva þennan sósíalisma andskotans.

Þess vegna segjum við Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni og verðum þjóðin sem hóf formlega stríðið við Helstefnu siðlausrar græðgi og sjálftöku.

Efnahagslíf er fyrir fólk og samfélög þeirra, ekki auðmenn og Leppa þeirra í stjórnkerfinu, háskólunum eða hagsmunasamtökum.

Við borgum ekki skuldir auðmanna.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísland á leið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband