27.2.2010 | 08:34
Þeir tala við okkur eins og lítil börn.
Enda er það mjög bernsk þjóð sem kann ekki að mæta hryðjuverkaárás og ólöglegri fjárkúgun á annan hátt en þann að segja fyrirgefið, hvað á ég að borga. Þannig voru viðbrögðin haustið 2008.
Hryðjuverkárás breta var ekki kærð til Nató þó hún væri augljóslega árás á eitt af aðildarríkjum varnarbandalagsins. Í stofnsáttmála Nató er skýrt ákvæði um að árás á eitt aðildarrík, er árás á þau öll. Það er ekki tekið fram í þeim sama stofnsáttmála, að árás sé alltí lagi ef árásaraðilinn er annað ríki innan bandalagsins.
Hryðjuverkárás breta var ekki kærð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þó hún vær skýlaust brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna um góða hegðun ríkja í alþjóðadeilum. Yfirgangur og kúgun er með öllu bannað samkvæmt alþjóðalögum
Hin ólöglega fjárkúgun með tilvísun í EES samninginn var ekki kærð til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA og síðan til EFTA dómsins, þrátt fyrir skýr ákvæði í EES samningnum að þessar stofnanir eigi að úrskurða í ágreiningsmálum sem upp komavegna EES samningsins.
Þjóð sem sér ekki hið augljósa, sér ekki skýr ákvæði laga, hún ávinnur sér þann vafasama heiður að vera ávörpuð sem barn.
Og í frétt sinni gengur Times ennþá út frá því að börn stjórni landinu, að þjóðin grípi ekki til þeirra varna sem alþjóðlög og reglur kveða á um. Að hún hafi ennþá við stjórnvölina liðleskjur sem lúffa við hið minnsta mjálm.
Nú, þá ná bretar að fullnusta sinni fjárkúgun, og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar er úr sögunni.
Það veldur sá sem heldur.
Kveðja að austan.
Times: Hætta á einangrun Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 31
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 2050
- Frá upphafi: 1412749
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 1803
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú segir " ávörpuð sem barn ". Þú ert afskaplega hógvær. Bretar hefðu aldrei sett hryðjuverkalög ef þeir hefu talið Íslendingsa með bein í nefinu. Þeir vita sem er að Íslendingar eru illa gefnir aular, sem aldrei gætu staðið í kærum.
Þú sérð sjálfur , hvernig eftirleikurinn hefur verið síðustu 18 mánuði. Eintómur fáráðlinga- og skrípaleikur , sem fylgir þessum heimskingjum .
Sérðu fyrir þér ef þeir hefðu gert þetta við Dani. Þá hefðu þeir ekki beikon í morgunverð í dag. Spánverjar með milljón breta á sinni grun, bæði túrista og búandi. Það væri búið að henda þeim öllum út. Íslendingar eru aumingjar, því miður.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 10:10
Jæja. Væl væl
Fólk er að blogga á röngum stöðum. Kannski er það hrætt við að útlendingar sjá að við "bókmenntaþjóðin" sé illa ritandi á ensku.
Fyrir hvert eitt blogg á íslensku, hvernig væri að þið blogguðuð eitt á ensku líka í enskan fjölmiðil ?
Þið vitið að tölvunni ykkar er sama hvort þið skrifið á ensku eða íslensku ? Og ef þið eruð ekki að deyja úr feimni þá sýnið smá bein í nefinu og skrifið á bloggið hjá bretunum og öðrum sem eru í sama vanda. Misskilningurinn er sá að íslensku banka og fjármálatröllin séu séríslenskt fyrirbæri, hvar í ösköpunum haldið þið að menn hafi lært þessar kúnstir ? Í do it yourself financial sheningans ?
Hlynur Jörundsson, 27.2.2010 kl. 19:44
Blessaður V.
Um meintan aumingjaskap Íslendinga tel ég mig ekki hafa vit til að dæma um.
En þjóðin er bernsk og kann ekki fótum sínum forráð í deilum. Ekki í dag allavega.
Vísa í pistil dagsins þar sem ég reyfa þetta varnarleysi lítillega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2010 kl. 09:11
Blessaður Hlynur.
Mér er smá spurn hvað þú ert að gera hér í athugasemdakerfinu.
Hér er linkur á Financial Times.
http://www.ft.com/
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2010 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.