26.2.2010 | 15:01
Fáum dóm á kúgarana.
Aðeins þannig endurheimtir þjóðin æru sína.
Fáum það á hreint að það gilda lög og reglur í Evrópu.
Síðan á lögsækja allt liðið, alla þá sem ærumeiða smáþjóð sem krefst þess að Evrópusambandið fari eftir sínum lögum.
Og alla þá sem starfa með kúgurunum.
Tími alþjóðlegra fjárkúgara og Leppa þeirra er liðinn.
Kveðja að austan.
Telja litlar líkur á samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Réttlæti og sanngirni eiga að vera í heiðri höfð og því ljósi er krafa þín réttmæt og við krefjumst dóms! Auð-vitað!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 17:38
Og í fréttinni segir, Ómar, að áhrifin af höfnun Icesave, séu verst fyrir Íslendinga sjálfa. Og hvernig fá þeir fréttamenn það út að 2 + 2 séu 7? Hvort ætli sé verra að skulda eða vera niðurbrotinn og niðurlægður allsherjar-skuldaþræll??? Og hvort ætli sé verra að hafa æru eða vera vita ærulaus??? Ekki er nú rökunum fyrir að fara hjá fréttamönnunum í Hollandi sem skrifuðu ´fréttina´. Eða pöntuðu pólitíkusar hana?
Elle_, 26.2.2010 kl. 22:34
Vel og hraustlega mælt, Ómar.
Elle bætir svo um betur með því að kryfja þetta inn að beini.
Heimskir eru þeir (heimaalnir, hræddir og ósjóaðir) sem taka svoddan áróður sem sitt Mene tekel.
Jón Valur Jensson, 26.2.2010 kl. 22:44
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Baráttutaktík óvina okkar er jafn gömul elstu borgarmúrum. Ef þú hafði ekki afl til að komast yfir, þá léstu hungrið vinna verkið.
Núna á að gera ekki neitt annað en að hóta, og treysta á að innlendir leppar sjái um restina. Og lygaveitan mallar sína svikasúpu, viðtalið við Ólaf Darra og Vilhjálm í Speglinum var liður í því.
Þessir menn ætla að fórna, tæplega 30 % af framtíðarhagvexti, það er ef allt hefði farið á besta veg, til að fá hinn gífurlega hagvöxt stóriðjunnar, sem er til dæmis rétt rúm 1% árlega vegna Fjarðaráls. Til að viðhalda ofvöxnum byggingar og verktaka iðnaði sem fær þá gálgafrest í 6-8 ár, því þá eru þekktir virkjunarkostir uppurnir, það er ef það á að reisa 3 risaálver.
Þeir skauta alveg fram hjá því að skatthækkanir til að greiða ICEsave munu i besta falli hlutlausa þennan hagvöxt, því þegar þú skattleggur yfirskuldsett atvinnulíf, sem er að glíma við samdrátt, þá koðnar það niður, meira en hinn meinti langtímaávinningur af stóriðjunni. Og svo er engin uppbygging hjá þjóð sem er klofin í herðar niður, og ESB og ICEsave valda slíkum klofning í dag.
Það gleymdist að byggja upp sáttina sem er forsenda framfara og uppbyggingar.
Og svo má ekki gleyma því að stjórnmálamenn sem þykjast eiga 507 milljarða í skatt handa erlendum kúgurum, en ekki krónu handa barnafjölskyldu landsins í aðstoð vegna skuldavanda þess, að þeir eru ærulaus skoffín, sem hafa ekki hæfni í neitt, allra síst að endurreisa mannvænlegt samfélag.
Og dómur EFTA dómsins er eina bragðið sem leysir Gordons hnút ICEsave deilunnar.
Bretar og Hollendingar geta ekki logið gegn réttlátum dómi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2010 kl. 09:11
Sótt geta þeir málið fyrir íslenzkum dómstóli, Ómar.
En hroðalega glæsileg er þessi greining þín hér, nístandi í skörpum sannleika sínum, á ég við, allt þetta sem þú segir hér í næstu 5 málsliðum eftir þína snöllu upphafs-samlíkingu við gamla hernaðartækni stríðsvelda sem vildu yfirbuga andstæðinga sina.
Væru betur, að fleiri kynnu að hugsa eins og hann Ómar Geirsson.
Nú er einmitt kominn tími til að hreinsa út úr Stjórnarráðinu og Alþingi. Heil 45% aðspurðra í nýrri skoðanakönnun una ekki við neinn þeirra flokka, sem nú eiga þar þingmenn (og þetta vantraust er langmest á vinstri flokkunum). Hvenær fáum við kosningar?
Jón Valur Jensson, 27.2.2010 kl. 11:25
Væri betur ...
Jón Valur Jensson, 27.2.2010 kl. 11:38
Blessaður Jón.
Vissulega er það vörn að vísa á innlenda dómstóla ef menn vilja gera athugasemdir við framkvæmd laga um tryggingasjóð innstæðna. En það felst í EES skuldbindingunum að innlendur dómstóll yrði að fá ráðgefandi álit EFTA dómsins, sem líklega yrði líklega, þar sem um grunntúlkun er að ræða, að fá samdóm með Evrópudómnum.
Það að bíða svona lengi á meðan óvinurinn dundar sér við að brjóta niður mótstöðuafl okkar innan frá (sbr Ólafur Darri og Vilhjálmur í Speglinum eða FitchPoor í fréttatímanum) það er svipuð taktík og hjá kónginum sem lét lið sitt sitja af sér óvininn innan borgarmúrana þó hann hefði styrk til að mæta þeim á opnum vígvelli.
Eftir stendur stóra spurningin, duga vistirnar? Vissulega geta þær gert það, en ef ekki.???
Ég veit hvað Alexander mikli hefði gert, þá liðsmunurinn hefði verið einn á móti tíu. Hann hefði treyst á styrk sinn og færni, og sótt beint að hjarta varna óvinarins, þá skiptir liðsmunur engu.
Bretar þola ekki dóm EFTA dómsins, þeir hafa lögin EKKI sín megin, hvað þá gyðju réttlætisins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2010 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.