26.2.2010 | 12:35
Þið hafið ekki rétt að semja nema að undangengnum dómi.
Enn gambla íslenskir stjórnmálmenn með peninga sem þeir eiga ekkert í.
Þeir bjóðast til greiða bretum og Hollendingum friðarskatt svo þjóðirnar hætti kúgun og árásaraðgerðum gegn íslenskum almenningi.
Í mannkynssögunni er mörg þekkt dæmi um svona skattgreiðslur, þegar vanhæfir menn réðu Kína, þá greiddu kínversk stjórnvöld hirðingjum steppunnar skatt svo þeir létu af árásum sínum á kínverskt land.
Og íslensk stjórnvöld halda að þau lifi á sömu tímum og hinar fornu þjóðir, að sá sterki geti með kúgun og ofbeldi vaðið yfir þann minni. Að berserkir ríði um héruð og ræni bændur og búalið.
En í dag er 26. febrúar árið 2010.
Tími villimanna er liðinn.
Í dag greiða menn ekki fjárkúgurum og glæpamönnum skatta, þeir stefna þeim fyrir dóm.
Og á meðan íslensk stjórnvöld eru að rústa heilbrigðiskerfinu í nærsveitum Reykjavíkur, að færa þjónustu áratugi aftur í tímann, og á meðan íslensk stjórnvöld ráðast á þá hópa samfélagsins sem viðkvæmastir eru fyrir niðurskurði eins og geðsjúkir, þá greiða þau ekki skatta til erlenda kúgara, þá slíkt hafi tíðkast fyrir þúsund árum síðan.
Það verður ekki sátt um krónu í ICEsave skatt fyrr en réttbærir dómstólar hafa fjallað um lagaforsendur krafna breta. Það verður ekki sátt fyrr en bretar eru búnir að fá á sig dóm fyrir kúgun sína og ofríki.
Og þessi sátt er ekki einkamál íslensku þjóðarinnar, framferði breta er aðför að friði og stöðugleika í Evrópu, því ef kúgun og yfirgangur er hin viðtekna hegðun, þá eru forsendur Evrópusambandsins brostnar. Og þar með sá stöðugleiki sem sambandið hefur skapað í álfunni.
Dómstólar voru ekki fundnir upp að ástæðulausu.
Þjóðin vill dóm á bretana.
Kveðja að austan.
Vonbrigði að ekki náðist samkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 22
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5606
- Frá upphafi: 1399545
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 4779
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Ómar
Enn þvælast þeir fyrir okkur atvinnu-stjórnmálamennirnir. Finnst okkur þeir ekki svolítið tregir milli eyrnanna?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 16:50
Það þarf að setja kveiki-lög í heilabú þeirra. Það vantar að gneisti og logi í heilum þeirra. Og fætur þeirra er flækju-fætur, þeir standa ekki einu sinni í lappirnar. Þeir eru á hnjánum í heila-leysi sínu. Þeir eru vesalingar og aumingjar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 16:57
Blessaður Pétur.
Ég er aðeins að koma inn til að minna á mig.
Lygaveitan er byrjuð að malla sinn hálfsannleik og blekkingar, nú þegar hún er ekki að ljúga.
Risið verður svo dagana fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, þá verðu allt lagt undir í blekkingaleiknum. Og því þarf að mæta af fullri hörku.
En það sem ég er að benda á er hin einfalda lausn á málinu. Það lýgur enginn gegn réttlátum dómi. Það að það skuli ekki hafa verið gert, sínir mér fram á að í skúmaskotum stjórnmálamannanna eru ákveðin mörk sem þeir þora ekki yfir, hver sem á í hlut.
Hvað óttast þeir við dóminn?????
Að bretar verði hýddir á almannafæri???
Eða þjónar það hagsmunum voldugra afla að það verði samið við bretana, þess vegna þori unglingarnir í framsókn eða hjá íhaldinu að krefjast þess að málið sé lagt í dóm ESA????
Þegar hið augljósa er ekki gert, þá er alltaf einhverjir hagsmunir að baki, það eitt er öruggt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2010 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.