Grein Eyjólfs Ármannssonar lögfræðings.

Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur sendi Agli Helgasyni grein um aðkomu ESB að lausn ICEsave deilunnar og Egill birti hana á Eyjubloggi sínu 19.02.  Grein Eyjólfs færir rök fyrir því að ESB eigi að koma að lausn ICEsave deilunnar og færir hann ágæt rök fyrir því.   En þegar hann undirbyggir þá niðurstöðu, þá fjallar Eyjólfur um tilskipun ESB nr 94/19 um innlánstryggingar og rökstyður þá skoðun sína að hún feli í sér ríkisábyrgð og því " byggist Icesave-skuldbindingin á þjóðréttarskuldbindingu Íslands samkvæmt EES-samningnum. ".

Þetta er mjög athyglisverð yfirlýsing í ljós þess að forstjóri norska innlánstryggingasjóðsins, sem var stofnsettur eftir þessari sömu tilskipun og Eyjólfur vitnar í segir þetta í viðtali við ABC fréttaveituna norsku.

 

" Det er ikke krav i noe EU-direktiv om at det skal være en statsgaranti, svarer Hyttnes." 

 

Einnig má minna á umræðu í Bretlandi í kjölfar synjunar Ólafs Ragnars á ICEsave ábyrgðinni þar sem til dæmis sérfræðingur í alþjóðarétti sendi lesendabréf í Financila Times þar sem hann sagði meðal annars þetta:

 

"Íslendingum beri ekki að borga Icesave-skuldina samkvæmt alþjóðlegum lögum. Hann segir að fáir Íslendingar, eða þeir sem séu hlutlausir í deilunni, séu sammála þeirri yfirlýsingu breskra stjórnvalda að Icesave-samningurinn sé „rausnarlegur“. Dr. Waibel segir: „Í þessari deilu er oft litið framhjá þeirri staðreynd að Íslandi ber ekki nein skýr skylda samkvæmt alþjóðalögum að borga - (Michael Waibel, doktor í alþjóðalögum við Cambridge-háskóla)

"

Einnig má vitna í þessi orð Alain Lipietz, einn helsta sérfræðing ESB um reglugerðir sambandsins sem lúta að fjármálamarkaði.  Í grein sinni í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni  "Íslendingar skulda ekkert " segir Lipietz meðal annars þetta.

 

Ég var eftirlitsaðili, svokallaður »shadow reporter« fyrir þingflokk Græningja á Evrópuþinginu, í bæði skiptin sem breytingar voru gerðar á tilskipun 94/19/EC. Í þeirri vinnu kom aldrei til greina að endurskoða það grundvallaratriði að opinberir aðilar skuli ekki gangast í ábyrgð fyrir skuldir einkaaðila.

 

Þetta eru erlendir sérfræðingar sem vitna í en gamlir kennarar Eyjólfs í lagadeild Háskóla Íslands hafa fjallað ýtarlega um þessa meintu ríkisábyrgð, og með rökum hafa þeir komist að sömu niðurstöðu og greint er hér frá að ofan.  Til dæmis segir Björg Thorarensen forseti lagadeildar Háskóla Íslands þetta um hina meintu ríkisábyrgð.

"

..... þótt tilskipunin sjálf segði að hún gæti ekki gert aðildarríki eða stjórnvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa komið á kerfi til að ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfrar og þessi kerfi tryggja að innstæðueigendur fái bætur í samræmi við skilmála tilskipunarinnar. Síðan sagði hún.

„Íslensk stjórnvöld hafa fylgt tilmælum um innleiðingu tilskipunarinnar og skilmálum hennar, án athugasemda og komið á fót með lögum Tryggingasjóði innstæðueigenda. Með þessu er komið á innlánstryggingakerfi í sjálfseignarstofnun sem ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með því fjármagni sem þar finnst. Samkvæmt tilskipuninni skal heildareign innstæðudeildar sjóðsins nema að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á undanliðnu ári.

"

Vissulega hefur það gerst að eggið kenni hænunni en þegar rök Eyjólfs eru skoðuð, þá kemur í ljós, að þau standast enga skoðun.  Hann túlkar rangt, fer rangt með og sleppir staðreyndum.

Um það ætla ég að fjalla um í næstu grein minni.

En hér eru linkar á viðtalið við Arne Hytttnes hjá ABC fréttaveitunni og linkur á grein Sigurðar Líndal, sem útskýrir allt sem menn vilja vita um falsfullyrðingar bretavina um hina meintu alþjóðlegu skuldbindingu Íslands á ICEsave innlánstryggingunni.

http://www.abcnyheter.no/nyheter/okonomi/100217/staten-har-ikke-ansvar-bankinnskudd

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Kveðja að austan.

 

Grein Eyjólfs á Silfrinu:  http://silfuregils.eyjan.is/2010/02/19/er-lagaleg-ovissa-um-icesave-skuldbindinguna/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 540
  • Sl. sólarhring: 651
  • Sl. viku: 6271
  • Frá upphafi: 1399439

Annað

  • Innlit í dag: 459
  • Innlit sl. viku: 5314
  • Gestir í dag: 421
  • IP-tölur í dag: 414

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband