23.2.2010 | 10:15
Fjörbrot Samfylkingarinnar.
Haustið 2008 varð Ísland fyrir hatrammri árás stórþjóða sem með kúgun og yfirgangi ætluðu að neyða þjóðina til að greiða skuldir fólks með íslensku þjóðerni. Slíkt hefur aldrei verið reynt áður í 5.000 ára sögu mannsins, að gera heila þjóð ábyrga fyrir fjárglæfrum einstaklinga.
Þessi fordæmalausa árás tókst næstum því vegna mjög almennrar samstöðu hagsmunasamtaka verkalýðs og atvinnurekanda, háskólaprófessora, fjölmiðla og íslenskrar stjórnmálastéttar. Aðeins eitt afl var þeim yfirsterkara, þjóðin.
Þjóðin sætti sig ekki við þessa kúgun og það óréttlæti að hún bæri ábyrgð á kerfi sem hún kom hvergi nálægt að skapa. Og forseti Íslands kaus að styðja þjóðina, og héðan af mun enginn skattur vera greiddur til breta og Hollendinga nema að undangengnum dómi.
Dómi sem íslenska þjóðin þarf ekki að óttast.
Lögin og rétturinn er okkar meginn.
Þó íslenskir stjórnmálamenn láti eins og þeir hafi ennþá einhver völd til að semja um skatt til bretanna, þá hafa þeir hann ekki lengur, forsetinn tók af skarið og honum verður ekki hnikað.
Og þetta vita íslenskir stjórnmálmenn, þeir eru aðeins að halda andlitinu, og undirbúa næstu leiki stjórnmálrefjanna. Það er óhjákvæmilegt að ICESave stjórnin víki þegar þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm um þá smán sem hún ætlaði þjóð sinni að greiða.
Og núna, fyrsta skiptið frá hruni, er Samfylkingin ekki lengur aðaldansari stjórnmálaanna. Undirlægjuháttur hennar gagnvart bretum hefur aflað hennar það mikillar fyrirlitningar, að stuðningsmenn annarra flokka munu aldrei sættast á að flokkar þeirra starfi með Samfylkingunni í nýrri ríkisstjórn. Blaðamannfundurinn í gær var táknrænn fyrir það sem koma skal, fulltrúar þjóðarinnar höfðu ekki geð í sér að tala við fjölmiðlafólk um leið og Jóhanna og Össur, þessir fulltrúar breskra hagsmuna voru hundsuð af öðrum flokkum.
Í dag er líklegra að forystufólk sæti landráðaákæru, því framferði þeirra varðar við þann kafla hegningarlaganna sem bannar svikult samstarf við erlend árásaröfl, en að þeir sitji í ríkisstjórn eftir 1. apríl.
Þetta veit Samfylkingin, og hún mun núna beita öllu sínu fjölmiðlaafli, sem samstarf hennar við auðkýfinga hefur tryggt henni, til að réttlæta gjörðir sínar og svik.
Þar mun lygin um "alþjóðlegar" skuldbindingar Íslands vera keyrð áfram með síbylju þjóna auðmana á fjölmiðlunum í trausti þess að fólk trúi síbyljunni, en nenni ekki að kynna sér málin.
En að kynna sér málið er einmitt það sem þjóðin hefur gert, þess vegna er meðal Íslendingurinn upplýstari um réttarstöðu landsins en hinir svokölluðu sérfræðingar sem munu kyrja sönginn um hina meintu skuld þjóðarinnar. Eða kannski er þetta rangt hjá mér, líklegast vita þessir sérfræðingar sannleikann í málinu, en pundið fær þá til að kvaka lygina.
Í þessari orrahríð er gott að hafa aðgang að réttum upplýsingum og þar eru greinar Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar Blöndal og Sigurðar Líndals mikilvægastar. Samfylkingin hefur reynt að finna einhvern lögfræðing til að mæla gegn þeim, en ekki fundið. Þess vegna hefur Bókarinn frá Bolungarvík verið sverð hennar og skjöldur í þeirri umræðu, hinn sjálfskipaði sérfræðingur sem veit meira um lög og reglur en okkar færustu lagasérfræðingar, hvað þá að þeir menn sem unnu að reglugerðum Evrópusambandsins hafi nokkuð í lagasnilld bókarans að gera.
Að eigin áliti nota bene, ekki annarra.
En i vikunni fann áróðursdeild Samfylkingarinnar óþekktan lögfræðing sem þorir einn á móti heiminum þannig að hugrekki Emils maurs bliknar í samanburði er hann réðst á fílinn. En það skiptir kannski ekki öllu þegar spunakokkar matreiða áróður sinn. Það að geta vitnað í lögfræðing, fóðrar þá bjánabelgi sem þeir stýra í Netheimum. Aðalatriði var að birta grein lögfræðingsins á stað þar sem telst opinber, en enginn alvöru fræðimaður leggst svo lágt að eltast við.
Og í holræsum fáfræðinnar á lygin að dafna svo hinir trúuðu geti vitnað.
Hér á eftir ætla ég að fjalla lítillega um helstu rökvillur og rangfærslur þessa "Emils" lögfræðinnar því í netslagsmálum þjóðarinnar við þá trúuðu er gott að geta flett upp á einum stað staðreyndunum sem hægt er að grípa til gegn lagarökum bretaleppa.
Njótið sem nenna að lesa.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.