Hvaða bil hefur minnkað????

Er stjórnarandstaðan langt komin með að sannfæra stjórnina um að standa með þjóð sinni???

Að það eina sem hægt sé að bjóða bretum með reisn er að þeir yfirtaki eignir Landsbankans og skammist sín síðan????

Eða er ICEsave stjórnin búin að sannfæra stjórnarandstöðuna um að ICEsave deilan snúist um lækkun vaxtabyrðarinnar????

Þjóðin á heimtingu að menn sem gambla í algjöri óheimild um líf og limi landsmanna, að þeir hætti að tala eins og véfrétt.

Það dugar að hafa véfréttina í Delfí, hún opnar alltaf 15 maí þegar túristatíminn hefst formlega í Grikklandi.  Blaðamenn sem gera út á véfréttir geta leitað þangað með spurningar sínar.

Tími leyndarhyggjunnar er liðinn á Íslandi.

Kveðja að austan.


mbl.is Tilboðið ekki ásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef íslensk stjórnvöld samþykkja að eyða peningum í óþarfa vitleysu sem þeim ber engin skylda til, bara vegna þess að nú er vitleysan boðin með "afslætti", þá yrði ég ekki hissa þó annað hrun væri í uppsiglingu nú þegar.

Það er vel þekkt samningatækni, að gera fyrst ítrustu kröfur jafnvæl þó þær séu gjörsamlega ósanngjarnar til að setja pressu á viðsemjandann, og slaka svo smám saman á þeim þar til hann lætur undan og samþykkir jafnvel eitthvað sem hann hefði ekki gert annars.

Samskonar sálfræði býr að baki þegar verslanir hækka hjá sér öll verð, bara til þess að geta svo auglýst verðlækkun um leið og þau eru lækkuð aftur niður í það sem eðlilegt er. Fyrir neytendur sem hafa ekki tök á að fylgjast með daglegum verðbreytingum virkar það oft freistandi ef vara er auglýst með miklum afslætti jafnvel þó ekki sé um neina raunverulega kjarabót að ræða. Þannig eykst sala og hagnaður kaupmannsins, á kostnað neytandans auðvitað.

Hvort viljum við: "afslátt", eða réttláta framkomu?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2010 kl. 14:56

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Réttláta framkomu.

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 15:12

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Tek undir með síðasta ræðumanni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2010 kl. 15:19

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað viljum við öll réttláta framkomu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.2.2010 kl. 15:56

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessa samningatækni notaði ríkisstjórnin á okkur Íslendinga síðasta haust. Boðaði miklar skattahækkanir, kom svo fram með frumvarp um lægri hækkun. Allir voða ánægðir af því skattar hækkuðu ekki eins mikið og þeir "áttu að hækka".

Ef við látum breta og hollendinga komast upp með sömu tækni hefur stjórnin fallið á eigin bragði.

Gunnar Heiðarsson, 22.2.2010 kl. 19:37

6 identicon

Sæll Ómar

Sammála.  Sálfræði-bil-un ómerkilegrar sölu-tækni.  Þessi ríkisstjórn er bil-uð.  Heila-bil-uð.

Með bestu kveðju

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 21:06

7 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Hér er auglýsing Icesave sem var ekki byrt. Þar segist meðal annars að Icesave vann tilnefningar sem besta sparireikningabanki í Bretlandi. Græðgin svo mikil hjá viðskiptavinum Icesave. If it sounds to good to be true then it probably is!! Svo vilja bretar fulla endurgreiðslu svo að folk getið haldið að það er allt i lagi að taka áhættur þvi þú færð peningana aftur!

http://www.youtube.com/watch?v=quIIAnxQDc0

Sævar Guðbjörnsson, 23.2.2010 kl. 01:10

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Það trúir enginn þessum kröfum breta í dag, nema örfáir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.  Halda að það sé vinstrimennska að selja þjóð sína í skuldaþrældóm

Pol Pot hafði svipaðar hugmyndir í kollinum, það er þetta með sælu örbirgðar og þrældóms.  

Kannski er IcEsave nútímaútfærsla af þessum draumi margra vinstri manna um jöfnuð í örbirgð og þrældómi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2010 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband