Var Bjarna Ben rænt fyrir helgi???

 

Erum við stödd í miðri James Bond mynd???   Að MI-6 hafi skipt honum út fyrir tvífara sem á að sundra samstöðu íslensku þjóðarinnar, núna þegar bretar reyna í örvæntingu sinni að sleppa með einhvern hluta fjárkúgunar sinnar.

Munum hvað leiðarahöfundur Financial Times segir um það sem hann kallar kúgun (bullying) stórþjóða á smáþjóð á mjög vafasömum lagalegum (at the best) forsendum.  Leiðarahöfundurinn sagði, "takið eignir Landsbankans og látið málið niður falla".

En þegar skrípatilboð, hrein móðgun við alla heilbrigða skynsemi (nema hugsanlega hjá tvíförum sem þiggja laun fyrir leik sinn), berst íslenskum stjórnvöldum, sem að sjálfsögðu grípa það fegins hendi því þau þjóna breska heimsveldinu, þá segir formaður Sjálfstæðisflokksins (tvífari??????), "að það megi skoða tilboðið betur og láta á það reyna hvort hægt sé að ná samstöðu um málið."

Hvað er það sem Bjarni Ben vill láta skoða????

Hvaða samstöðu vill hann ná um málið???'

Ég skora á alla að lesa þessa frétt og íhuga síðan orð formanns Sjálfstæðisflokksins.

 

Kannski er þetta ekki tvífari Bjarna, kannski er þetta Bjarni sjálfur.

En af hverju ætlar hann að svíkja þjóð sína á Ögurstundu????

Það er eitthvað garúgt á seiði í 101 Reykjavík.

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja 2,75% álag á vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt er ég að ekki að skilja.. þegar talað er um endurgreiðslu, er þá verið að tala um 20.000 evrur per reikning (fyrir þá reikninga sem höfðu svo mikið inni, minna fyrir aðra), eða er verið að tala um 35.000 evrur (hef séð það í erlendum fjölmiðlum).

Hver er upphæðin per reikning, sem er verið að innheimta  ??

P.S

Þetta nýja "tilboð"skakka-ljónsins er í besta falli klár móðgun !!!

Efast samt ekki um að Jó-gríman muni fræða okkur mikið um bæði gæði "lánsins" og "góðmennskuna" sem á baki liggi

runar (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 07:50

2 identicon

Ekki von að þú spyrjir.

Því er haldið á lofti að við eigum að greiða 20.000 evrur.  En viðsemjendur okkar vilja að það sem þeir greiddu aukalega til sinna áhættufíkla (sparifjáreigenda sem sóttust eftir háum aflandsvöxtum) verði einnig greitt. 

Þetta á að vera framkvæmt þannig að eignir Landsbankans fari fyrst að jöfnu í að greiða þessa tvo pósta - og svo greiðum við afganginn af því sem eftir stendur upp í 20.000 evrur. 

Þetta er í besta falli ruddalegt, en í versta falli hryðjuverk gegn íslenskum fjölskyldum.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 08:05

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Runar, Halldór svarar spurningu þinni á þann hátt að ég get engu bætt við.

Ég er sammála ykkar um siðferði svona tilboðs, þetta eru hryðjuverk gegn íslenskum fjölskyldum.   En það sem veldur mér miklum áhyggjum að hluti stjórnarandstöðunnar vill ræða tilboðið á þessum grunni, var sem sagt sendiförin til London með Rambo bara grín til að róa landann, eða hugsað sem sketsh fyrir Spaugstofuna.

Það er ekki 1% samræmi milli þess sem íslenska samninganefndin kynnti, og þess sem bretarnir bjóða, og ef menn vilja ræða málið á þessum nótum, þá spyr ég af hverju var verið að narra valinkunna heiðursmenn eins og Lárus L. Blöndal í nefnd sem átti svo aldrei að taka mark á.

Hvaða tilgangi þjóna svona vinnubrögð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2010 kl. 08:42

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Minn kæri Ómar, ég verð að lýsa furðu á þessum skrifum þínum. Mér virðist sem þú sért að taka þátt í blekkingarleik Icesave-stjórnarinnar. Í stað þess að gagnrýna þann undirlægjuhátt sem í fréttinni kemur fram hjá Jóke-Hönnu, beinir þú geira þínum að Bjarna og gerir honum upp orðræðu.

 

Haft er eftir Bjarna:

 

 

Ég held að það hafi verið mjög ofmælt þegar sagt var um tilboðið sem kom fyrir helgi að það væri tilboð sem ekki væri hægt að hafna.

 

 

Þú heldur því fram, að Bjarni hafi sagt:

 

 

að það megi skoða tilboðið betur og láta á það reyna hvort hægt sé að ná samstöðu um málið.

 

 

Svona málflutningur er þér ekki samboðinn og ef einhver hefur snúið aftur sem breyttur maður, þá virðist mér það vera þú. Þessi nálgun þín er ekkert lík þeirri sem við höfum átt að venjast frá þeim Ómari Geirssyni sem undanfarna mánuði hefur barist heiðvirðri baráttu gegn óréttlæti Icesave-samninganna.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.2.2010 kl. 09:16

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Loftur það er ekki nema von að menn séu skelkaðir vegna þess að þetta útspil stjórnar og stjórnarandstöðu nú síðast er aðför að lýðræðinu. Allir flokkarnir eru nú farnir að taka stöðu gegn almenningi nær væri að fara stoppa ránin i bankanaum og handtaka þjófana!

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 10:14

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur, fari ég ekki rétt með, þá er það af tvennu, Bjarni mismælir sig, án þess að leiðrétta það, eða Mbl.is hefur rangt eftir honum.  Aftur og aftur, og Bjarni hafi ekki haft döngun í sér að leiðrétta það, heldur endurtekið rangfærslur Mbl.is í útvarps og sjónvarpsviðtölum.

Tilvitnunin sem ég kom með, er orðrétt úr frétt Mbl.is frá því í gær, kl 11.07 undir fyrirsögninni "Funda um ICEsave síðdegis".  Þar er sama orðalag ekki haft eftir Sigmundi.  Og ég er sammála Sigmundi, eins og mjög margir aðrir, þar á meðal margir núverandi og fyrrverandi Sjálfstæðismenn.  Jón Valur tekur mjög vel á þessu í lokapistli gærdagsins, og vitnar til dæmis í eðalsjálfstæðismanninn og ESB andstæðinginn Hjört Guðmundsson.  Blogg Hjartar segir allt sem segja þarf.

Loftur, ég fer rétt með.  Það er forsenda þess skæruliðabloggs sem ég hef rekið í ICEsave deilunni frá því vorið 2009.  Þar hef ég höggvið nærri fólki sem ég hef haft persónuleg kynni af, og átt samleið að stórum hluta í pólitík.  En ég tek framtíð þjóðarinnar fram yfir flokkspólitík og tel að það sé eina leiðin til að sigra bretana, og innlenda Leppa þeirra.

Ég valdi að taka orðrétt úr þessari frétt því það tók mig ekki langan tíma að prenta orð Bjarna upp, ég get ekki lengur peistað úr Mbl.is.  En þú finnur mjög svipað orðalag í öðrum fréttum Mbl.is eftir að fréttir bárust af tilboðnum sem "Íslendingar geta ekki hafnað".   Má þar nefna "Vill skoða tilboðið betur",  20.02 kl. 19.35.  Þegar orð hans eru skoðuð í því ljósi að á mjög svipuðum tíma eru þessi orð höfð eftir Jóhönnu  Sigurðardóttur  "Hægt að vinna með tilboðið, ....  allt snýst þetta um að greiðslubyrðin verði minni."

Loftur, ég sé ekki neitt nýtt í tilboði bretanna, tel það svik við þjóðina að ræða það því það er ekkert samhengi á milli þess og þess grundvölls sem samninganefnd Lárusar Blöndal gekk út frá, og ég skynja pólitískan hráskynsleik.

En fyrir þín orð hef ég haldið mér til hlés ennþá, lét pistil sem ég hafði formað og var í anda þess sem Jón Valur skrifar um i gær, liggja einhvers staðar á bak við eyrað áfram, og ég er ennþá ekki búinn að hleypa af. 

Vegna þess að ég útiloka ekki þann möguleika að mikil dýpt liggi að baki leynimakki Bjarna með Samfylkingunni.  En ef Bjarni hefði tekið sér strax stöðu með Sigmundi og sagt það hreint út að hér væri um skrípatilboð að ræða, sem þyrfti ekki einu sinni að svara, þá væri stjórnin fallin.  Hún hefði engan málstað að verja því bretarnir höfðu hana að fífli í gagntilboði sínu, sem eins og Bjarni benti réttilega á fyrr á föstudeginum, að þetta tilboð væri undan rifjum Steingríms og Indriða runnið.

Eina rökrétta skýringin sem ég sé að hann skuli framlengja eymdarlíf ICEsave stjórnarinnar er sú að Bjarni vill semja við bretana.  En um hvað Loftur, um hvað???

Stjórnin er fallin ef þjóðin hafnar ICEsave.  Af hverju notar Bjarni ekki tímann til að móta nýjan valkost, í stað þess að makka við Jóhönnu.  Tilboðið er óhæfa, og Jóhann framdi endanlegt Hari Kari með því að sjá eitthvað jákvætt í því, svik hennar hefðu verið öllum augljós nema vegna þess að Bjarni kaus að taka þátt í skrípaleiknum, og segja að þarna væri eitthvað sem mætti ræða og ná þjóðarsamstöðu um.  

Fyrir þeirri afstöðu sinni þarf hann sterk rök, sem ég hef ekki séð, og er ekki einn um það.  Þó hann dragi síðan úr með öðru orðalagi sem þú vitnar í, þá dugar það ekki til, er hann að róa menn eins og þig í flokknum, á meðan hann makkar, eða hvað er hann að gera?

Loftur, þó ég hefði verið Sjálfstæðismaður í marga ættliði, þá hefði ég ekki hikað við að hleypa af úr byssum mínum á flokkinn vegna þessa óþarfa samstarfs við Jógrímu.  Og pistill minn hér að ofan er ekki í líkindi við það sem ég hefði sagt.  Hér að ofan var ég aðeins á kaldhæðinn máta að draga fram þversögnina milli þess sem sagt var út í London, og þess sem sagt er í dag eftir að háðung breta var kynnt sem samningsflötur.  

Það er fyrir þín orð sem ég held aftur af mér, virtu það Loftur.

Kveðja,  Ómar.

Ómar Geirsson, 22.2.2010 kl. 10:23

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ómar þú ert landi þínu til sóma lætur flokkslínur lönd og leið til varnar lýðræðinu þökk sé þér.

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 10:49

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki er ég ennþá sáttur við þig Ómar minn. Mér finnst þú leggja neikvæðari merkingu í það sem frá Bjarna kemur en mér finnst sanngjarnt, þótt ég sé sammála þér um að Bjarni mætti vera eindregnari í orðavali og túlka harðari andstöðu við Icesave-klafann.

 

Mér hefur nú tekist að finna fréttina frá í gær sem þú leggur út af. Þar stendur:

 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist sömuleiðis vilja skoða tilboðið betur og láta á það reyna hvort hægt væri að ná samstöðu um málið.

 

Þetta er frétt frá kl.11:07 í gærmorgun, löngu áður en fundurinn er haldinn sem fréttin fjallar um. Fundurinn var síðan haldinn kl.17:00 og fréttin sem þú ert að blogga við er um niðurstöðu þessa fundar. Ummæli Bjarna eftir þann fund hljóta að mega skoðast marktækari en það sem sagt er fyrir hann.

 

Ummæli Bjarna eru ekki bein tilvísun, heldur túlkun blaðamanns. Þar að auki er hann ekki að fjalla um efnisatriði Icesave-málsins, heldur er hann er þarna að fjalla um tilraunir stjórnmálaflokkanna að ná samstöðu um afstöðu. Undanfarnar 6 vikur hafa viðræður flokkanna gengið út á að leita samstöðu innanlands.

 

Að loknum umræddum fundi, gefur Bjarni hið hógværa svar:

 

Ég held að það hafi verið mjög ofmælt þegar sagt var um tilboðið sem kom fyrir helgi að það væri tilboð sem ekki væri hægt að hafna.

 

Að túlka þessi ummæli þannig að þessi Bjarni sé tvífari, sendur af MI-6, sem eigi að sundra þjóðinni er nokkuð langt gengið. Þú segir einnig: “En af hverju ætlar hann að svíkja þjóð sína á Ögurstundu????”

 

Ég vil túlka þessi hörðu viðbrögð þín sem merki um langvarandi álag vegna svika Icesave-stjórnarinnar. Framganga hennar í málinu hefur valdið mörgum vonbrigðum. Fulltrúar stjórnvalda eru ennþá að básúna erlendis að við ætlum auðvitað að greiða alla kröfu nýlenduveldanna, en það kæmi sér vel ef vextirnir væru lækkaðir. Þetta er EKKI það sem stjórnarandstaðan er að segja.

 

Með vonum um að þú sért að róast kæri Ómar.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.2.2010 kl. 11:16

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er í meginatriðum Ómars maður í þessari umræðu, í nánast öllu sem hann sagði í pistlinum. Bjarni hefur verið að ljá máls á því að ræða við Breta og Hollendinga í beinu framhaldi af þessu ótrúlega smánarlega "tilboði" þeirra. Eina rétta svarið er þvert "NEI, við ræðum ekki við ykkur, við eigum EKKERT að borga! Einungis Landsbankinn á að borga og Tryggingasjóðurinn, ef eignasafn bankans dugir ekki til. Allir flokkarnir og hver einasti maður, sem vill heita stjórnmálamaður á þessu landi, eiga að HAFNA þessu “tilboði” ALGERLEGA og af fullu stolti, sem þó var hér ráðizt á, sjá grein mína nýbirta: Þau eru enn að RÆÐA hlutina á þessum AUÐMÝKJANDI nótum!!!

Þessu til viðbótar á að vísa brezka sendiherranum úr landi vegna freklegrar íhlutunar hans í innanríkismál okkar Íslendinga, eins og í ljós kom í bandaríska leyniskjalinu frá æðstráðandanum Sam Watson í sendiráði Bandaríkjanna.

Ekki tek ég undir, að "Bjarni sé tvífari, sendur af MI-6" (eins og hann sé flugumaður Breta), en það var ekki þannig, sem ég tók orð Ómars sjálfs í augljósri myndlíkingu hans ("Erum við stödd í miðri James Bond mynd??? Að MI-6 hafi skipt honum út fyrir tvífara"), heldur að Bjarni hafi nánast verið beittur göldrum og blekktur til að geta vegna eigin óvissu hugsað sér að standa að einhverri málamiðlunar-moðsuðu.

Loftur er ekkert fyrir moðsuðuna gefinn, hann stendur jafnföstum fótum og við Ómar á því, að þjóðin sé saklaus og að ENGIN RÍKISÁBYRGÐ er á Icesave. Mér finnst óþarfi fyrir hann að vera viðkvæmur fyrir Bjarna Benediktssyni og hans margra daga vinnu að því, sem átti að vera einnar setningar verk: "Við höfnum þessu tilboði algerlega og ræðum það ekki einu sinni!"

Já, hvers vegna tóku þessir pólitísku "leiðtogar okkar" (!!!) í mál að ræða jafnvel á þessum nótum, sem eru allt aðrar en talazt hafði til í viðræðum nýjustu samninganefndarinnar (þessari með Lárus okkar Blöndal og Ameríku-mönnunum) við Alistars Darling, skv. forsíðufrétt Mbl. í dag? – Hvers vegna umbáru þeir þvílíka U-beygju Bretanna?!!! Hvers vegna segja Bjarni og Sigmundur og þau öll ekki NEI strax?!

Jón Valur Jensson, 22.2.2010 kl. 11:50

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Loftur, yfir hverju ert þú rólegur??

Yfir þessum orðum Bjarna hérna frá því í gær klukkan  20.36, ".. einhver von um að við séum öll sammála um hverjar kröfur okkar eigi að vera þá held ég að sé meiri líkur á því að það náist góð niðurstaða fyrir Ísland ",

Hverjar eru þessar kröfur sem þú ert sáttur við að Bjarni er að ná samhljóm með Jógrímu???  Hvað kallar þú góða niðurstöðu fyrir Ísland?????

Af hverju er Bjarni Ben á fundi með manneskju sem segir að mestu máli skiptir að lækka greiðslubyrðina, og sú sama manneskja sá bara margt jákvætt við tilboð Hollendinga? Hvert er markmið Bjarna með þessum fundi, að gangast undir hennar sýn á málinu, að það þurfi að lækka greiðslubyrðina á ólöglegri fjárkröfu, eða fá hana til að skilja markmið samningsnefndarinnar sem fór til London sem fólst í því að láta bretana taka við eignum Landsbankans og þegja svo????

Telur Bjarni sig vera í þeirri þröngu stöðu að þurfa spila með Jógrímu til að hindra afglapasamning hennar??, og ef svo er, af hverju er staðan svona þröng, að hann skuli ræða við þetta fólk??, þegar hann sjálfur hélt því fram að stjórnarliðar hefðu átt leyniviðræður við andstæðinga okkar, og hafði augljóslega rétt fyrir sér þegar "tilboðið sem var ekki hægt að hafna" var lagt fram.  Það tilboð á ekkert sameiginlegt með þeim markmiðum sem Lárusarnefndin lagði upp með.  

Loftur, ef uggur minn er rangur, þá hef ég ekki ennþá rekist á orðræðu sem slær á hann.  En ég hef lesið mörg blogg í morgunn þar sem fólk tjáir sömu áhyggjur og ég.  Og það er ekki Jógrímu fólk sem hefur áhyggjur af því sem er að gerast.  

Það er gott að þú heldur ró þinni, en mér þætti vænt um að vita af hverju, og svarir þeim spurningum sem ég reifaði hér að ofan.  Ég á kröfu á því vegna þess að þú vefengdir rétt minn til að leggja mat á atburðarrás á mínu eigin bloggi, og þú barst það upp á mig að fara ekki rétt með.  Og ég hef ekki séð þig leiðrétta það.  Mér er fullkunnugt um hin orð Bjarna, en tek þeim með fyrirvara, þó ekki eins miklum fyrirvara og margir íhaldsmenn gera hér í netheimum.  Og á því er aðeins ein skýring, ég ræddi þessi mál við þig í gær, og ákvað að bíða með stóra dóminn fyrr en málin skýrast.   Láta Bjarna njóta vafans. 

Og ég geri það enn að vissu marki þó mér sé fyrirmunað að skilja hvernig hann getur kyngt þeirri háðung sem "tilboðið sem var ekki hægt að hafna"var þjóð okkar svona rétt ofaní fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. 

En það hvarflar ekki að mér að sýna þeim minnstu miskun sem ljá máls á því að greiða krónu til breta án þess að dómur liggi fyrir um málið.  Eftir að amma mín dó úr hárri elli, þá engin manneskja það mikið kredit inn í hjá mér að ég svíki þjóð mína fyrir hennar orð. Og amma mín heitin hefði aldrei beðið mig um það. 

Feli gagntilboð íslenskra stjórnmálaforingja í sér ólöglegan skatt til breta, þá hafa þeir rofið grið við þjóð sína.  Og Loftur, ég hélt að það væri líka þín skoðun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2010 kl. 13:56

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Heill og sæll Ómar.

 

Mér finnst tónn þinn óþarflega harður í minn garð, þótt ég vilji fást við staðreyndir fremur en orðróm og getsakir. Ég tel að nýgjustu fréttir staðfesti mitt mat á stöðunni. Tilboði nýlenduveldanna hefur verið hafnað og er það nákvæmlega í samræmi við væntingar mínar, sem ekki byggðu þó á neinni vissu.

 

Það sem mér þykir þó gleðilegast er að þau skötu-hjú Össur og Jóke-Hanna læddust út úr húsi bakdyramegin. Þetta segir mér meira en nokkur orð. Stjórnarandstöðunni er að takast að losa þjóðina við Sossana og er ekki degi of snemma. Til að ná þeim árangri þarf að halda samtali gangandi við VG, sem í heild sinni á fleirra sammerkt með stjórnarandstöðunni en Samfylkingunni.

 

Ég minni á, að þegar Icesave-stjórninni var komið á koppinn, setti ég fram þá spá að hún myndi endast í 12 mánuði hið mesta. Atburðarásin er að sanna að spá mín fer nærri raunveruleikanum og það gleður mig mikið. Fyrirgefðu Ómar að ég hæli sjálfum mér svona mikið, en aðrir verða líklega ekki til þess.

 

Góð kveðja austur.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.2.2010 kl. 15:33

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég misskildi alveg titil færslunnar, en ekki lengi. Auðvitað hlaut það að vera grín að birta frétt um að þessum mannbjálfa hefði verið rænt.

Hver skyldi nú vera reiðubúinn til að greiða lausnargjaldið?

Árni Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 23:00

13 Smámynd: Elle_

FJörugt hér, strákar.  En Bjarni Ben þarf í alvöru að vera miklu ákveðnari og skýrari í gjörðum sínum og orðum, ef hann hefur alvöru festu.  Hann vantar það.  Hann lætur fólk halda að hann ætli kannski að semja.  Hann gerir það með því að segjast ekki vilja hafna neinu og vilja halda þessu opnu og skoða þetta:
Vill skoða tilboðið betur

Ja, af hverju vill hann ekki hafna neinu???  Hann ætti ekkert að vera að ræða neitt Icesave við neinn.  Eins og Jón lýsti svo vel, allt sem hann þarf að gera og ætti að gera, er að segja NEI.  Ekkert erfitt, ekkert flókið.  Heiðarlegur og staðfastur maður ætti ekki í nokkrum erfiðleikum með að segja bara eitt NEI.  Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur D. Gunnlaugsson og Vigdís Hauksdóttir virðast þó vera einu stjórnmálamennirnir í öllu Alþingi sem hafa þá festu að geta það.  Og þetta fólk hefur fengið óskiljanlegt skítkast fyrir það hvaðanæva.  Ekki einu sinni Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson geta farið alla leið og staðið blýföst gegn pólitíkinni/pólitískum flokkum.  

Bjarna Ben vantar þessa festu.  Ef honum væri graf-alvara - sem ég hef farið að stórefast um - af hverju fer hann inn í fundarherbergi með Jóhönnu Icesave???  Og þessu lýsti Ómar vel.  Hann er orðinn ótrúverðugur og hvað sem hann nú ætlar að gera.  Vegna þess að það er alls ekki hægt að skilja hann og vita hvað hann gerir næst.  Loftur minn, það er ekkert skot á þig þó.   

Elle_, 22.2.2010 kl. 23:03

14 Smámynd: Elle_

Nei, að vísu verð ég að bæta allavega nokkrum staðföstum mönnum við úr Alþingi: Ásbirni Óttarssyni, Einari Guðfinnssyni, Gunnari Braga Sveinssyni, Pétri Blöndal og örugglega fólki sem ég man ekki eftir í svip.

Elle_, 23.2.2010 kl. 00:03

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Elle, það er styrkur fólginn í því að vera ekki eins og opin bók. Ef menn eru í stjórnmálum á Íslandi, þá verða menn að geta farið inn í herbergi með Jóke-Hönnu og komið út aftur sæmilega hressir.

Þeir sem ekki hafa þurft að etja kapps við Jóke-Hönnu og Steingrím í návígi, hafa varla skilning á hvað til þarf að leggja þau. Þrátt fyrir mjög andstæðar skoðanir, þá áttu stjórnmálamenn landsins að vinna saman að Icesave-verkefninu, strax frá upphafi. Stjórnarandstaðan hefur lagt sig fram um það og náð merkum árangi í framhaldi af vísun forsetans á ábyrgðarlögunum í þjóðaratkvæði.

Það auðveldar ekki okkar fólki verkið ef því er vantreyst af eigin stuðningsmönnum. Höfum í huga, að á bakvið formenn flokkanna standa fjölmennir þingflokkar. Ég treysti þingflokki Sjálfsstæðismanna fullkomlega í heild sinni, þótt ég sé stundum hræddur við afstöðu sumra einstaklinga.

Ég vona að það sem ég hef verið að blogga í dag, útskýri mína sýn á málið, hvers virði sem það nú er.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.2.2010 kl. 00:09

16 Smámynd: Elle_

Loftur, það er alveg sama hvað ég sef á þessu lengi, mér finnst Bjarni Ben heldur veiklulegur stjórnmálamaður nú.  Enginn alvöru stjórnmálamaður, hvað þá alvöru maður, lætur draga sig óviljugan á asnaeyrunum inn í leyniklefa í Icesave-samninga bara af því hann er að plata.  Hann annaðhvort vill Icesave af óskýrðum ástæðum eða er ekki nógu fastur á jörðinni.  

Elle_, 23.2.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband