21.2.2010 | 08:25
Megadílar Jóhönnu.
Jóhanna Sigurðardóttir er alltaf að gera megadíla.
Frægt er að þegar Svavar kom heim með sína forsmán, þá sagði Jóhanna að þetta væri það besta í stöðunni, "viðsemjendum" okkar yrði ekki þokað lengra í þessu erfiðu máli.
Og Jóhanna gerði betur en það, eins og Pétur forðum sem afneitaði frelsaranum þrisvar sömu nóttina, þá tókst Jóhönnu að afneita sannleikanum þrisvar í sama viðtalinu.
Hún sagði að þetta væri mun skárri samningur en upphaflegi samningurinn. Skrítinn staðhæfing þar sem þetta var fyrsti samningurinn.
Hún sagði að það sem félli á þjóðina væri frá 75 milljörðum til 150 milljarða ef illa endurheimtist af eignum Landsbankans. Mjög alvarleg lygi, sem hefði átt þá strax að kosta hana embættið, því ríkisábyrgðin var upp á 650 milljarða, og aðeins íslensku neyðarlögin gáfu tryggingasjóð innstæðueiganda forgang á eignir Landsbankans. Engin veit hvort þau halda, en nú þegar er ljóst að skilanefndin treystir sér ekki til að greiða út fyrr en botn fæst í það mál.
Og svo eru það vextirnir, miðað við 90% endurheimtuhlutfall þá áætlar Jón Daníelsson hagfræðingur heildargreiðslur íslenska ríkisins 507 milljarða. Sem er miklu hærri tala en 75 milljarðar, og ef illa fer þá fer hún yfir 700 milljarða, í það minnsta.
En lygi Jóhönnu verður að skoðast í ljósi þess að hún las ekki samninginn að kröfu breta.
Þriðja og síðasta stóra lygi Jóhönnu, sem hún sagði örugglega í góðri trú því þekking hennar á lögum er ekki mikil, þekkir til dæmis ekki til dómstóla, var sú staðhæfing hennar að þrátt fyrir allt gætum við verið ánægð, ICEsave ábyrgðin væri alþjóðleg skuldbinding Íslands sem ekki yrði vikist undan ef landið vildi viðhalda trausti alþjóðasamfélagsins.
Þessi meinta alþjóðaskuldbinding Íslands sem eru megin röksemdir breta og Samfylkingarinnar í þessari fjárkúgun, hefur fyrir löngu verið hrakin af fræðimönnum, og það þarf ekki fræðimann til að þekkja leikreglur réttarríkisins sem kveða á um að úr lagalegri óvissu er skorið fyrir dómsstólum.
En slík þekking er ekki til staðar í herbúðum ríkisstjórnarinnar. Spurning hvort þau séu alltaf í playmóleik á ríkisstjórnarfundum. Einnig er mjög líklegt að stuðningsmenn breta í Netheimum, þessir sem fagna minnstu týru sem gæti lýst upp málstað húsbænda þeirra og átrúnaðargoða, að þeir séu aðeins unglingspiltar í dulargerfi, að nöfnin og myndirnar séu feik. Það er enginn svona barnalegur að hann viti ekki til hvers dómstólar eru.
Nema Jóhanna Sigurðardóttir.
Og það skýri alla hennar megadíla.
Hvort hún hafi lesið nýjustu fjárkröfur breta veit ég ekki, en ég veit að hún hefur engan rétt til að samþykkja þær. Hennar eini réttur er að kalla á lögregluna og kæra þessa þjófa. Alþjóðasamningar Íslands heimila ríkislögreglustjóra að gefa út handtökutilskipanir á hendur fjárkúgurum og öðrum stórglæpamönnum.
Það er tími til kominn að lög nái yfir þá kumpána, Darling og Brown. Lygar þeirra eru í dag öllum kunnar og þeirra eigin dagblöð tala um fanta sem kúga minni nágrannaþjóð. Þar sem sú kúgun snýst um að sölsa undir sig hundruð milljarða, þá er þetta stærsti skipulagði þjófnaður seinni tíma í heiminum.
Og þjófar eiga ekki að ganga lausir, hvað þá stjórna öðrum ríkjum.
Þjófar eiga að sitja í fangelsum.
Kveðja að austan.
Hægt að vinna með tilboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 424
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6155
- Frá upphafi: 1399323
Annað
- Innlit í dag: 356
- Innlit sl. viku: 5211
- Gestir í dag: 329
- IP-tölur í dag: 325
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAHA playmo leik.. . Ætli hún sé nú ekki búin að samþykja fjöldan allan af Nígeríu bréfum líka það kæmi mér nú bara alls ekkert á óvart miðað við þessa framistöðu hennar.
Elís Már Kjartansson, 21.2.2010 kl. 22:46
Blessaður Elías.
Verður maður ekki líka að hafa gaman af þessu þó málið sé reyndar mjög alvarlegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2010 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.