20.2.2010 | 20:29
Ætlar Bjarni að rjúfa griðin við þjóð sína???
Heldur hann að hann þiggi vald sitt frá Guði, ekki íslenskri þjóð.
Eina rökrétta skýringin að íslenskir stjórnmálamenn lágu eins og flatir hundar fyrir ránskröfum breta haustið 2008 er sú að hin landlæga íslenska minnimáttarkennd vill alltaf trúa því sem að utan kemur. Sérstaklega ef útlenska er notuð til að flytja boðskapinn.
Rökin hafa legið fyrir frá upphafi ICEsave deilunnar, en það voru íslenskir fræðimenn, þeir Stefán Már Stefánsson og Lárus L. Blöndal, sem fluttu þjóð sinni þau. En því miður á íslensku, þannig að þau náðu aldrei inn fyrir dyr Alþingis.
Núna ætla ég að vitna í ritstjóra Financial Times, virtasta viðskiptablað Englands, hann tjáir sig á enskri tungu, sem ku vera útlenska. Og á útlensku segir hann hinar alkunnu staðreyndir sem Stefán og Lárus bentu á, og ég vona að Bjarni Ben muni skilja þær, hans vegna því ég veit að hann vill búa í landi feðra sinna.
"
Two facts undermine this claim. First, European law is at best unclear about sovereign responsibility for deposit insurance. Second, whatever the law may be, neither UKnor Dutch leaders would put their taxpayers on the hook should their underfunded insurance scheme incur liabilities of one-third to half of yearly GDP, which they demand from Iceland.
"
Og vegna þess að krafa breta er rugl, þá mælir ritstjórinn með þessari lausn, þeirri einu sem gæti forðað breskum stjórnvöldum frá miklum álitshnekki.
"
London and Amsterdams hould stop their bullying and accept the earlier offer or take Landsbankis assets and write off any remaining balance. It is a small price to pay for mending their side of the fence.
"
Vissulega er ritstjórinn að reyna vernda yfirvöld lands síns frá alvarlegum afglöpum, en þessi orð hans eru líka alvarleg áminning til þeirra íslenskra stjórnmálamanna sem vilja halda friðinn við þjóð sína.
Það eina sem hægt er að hugsa sér til að koma til móts við breta, er að samþykkja að þeir taki við eignum Landsbankans, og láti annað kjurt liggja. En jafnvel það er vel sloppið því þeir hafa bakað landi sínu ómælda skaðabótaábyrgð með kúgun sinni og ofbeldi sem brýtur bæði bresk lög, og alþjóðalög.
Í raun myndi aðeins miskunnsami Samverjinn bjóða þeim slík mannúðarkjör, að sleppa þeim við lögsókn gegn því að þeir láti málið niður falla, taki eignir Landsbankans, sem var alltaf inntak íslensku neyðarlaganna, og hagi sér síðan eins og siðað fólk.
En að tala um lækkun vaxta sem eitthvað tilboð. Það gera aðeins veruleikafirrtir menn sem hafa telja það sport að vera dæmdir til skógargöngu eins og Grettir forðum. Fyrirlitnir og útskúfaðir úr íslensku samfélagi.
Það væri ömurlegur endir á þátttöku Engeyjarættarinnar í íslenskum stjórnmálum.
Kveðja að austan.
Vill skoða tilboðið betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2010 kl. 14:37 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var alveg hreint frábær endir á þessari snjöllu grein þinni, Ómar!
Jón Valur Jensson, 20.2.2010 kl. 22:01
Takk Jón.
Við skulum vona að ég sé ekki forspár. Að Bjarni mun eiga marga góða daga eftir í pólitíkinni, og yfirgefa hana á þann hátt að æra fylgi nafni Engeyjarættarinnar.
En það sem hann er að ýja að, að reyna að skera Steingrím og breta niður úr snöru sinni, það yrði um leið hans eigin pólitísk aftaka. Þessir kumpánar verða ekki skornir niður úr snöru sinni.
Aðeins fullkomin iðrun og afsökun getur veitt þeim sakaruppgjöf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2010 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.